Fróðleikur
Hér má finna útgefið fræðsluefni
Litla-Hestahandbókin

Hestamannafélagið Hörður gaf út handbók fyrir byrjendur í hestamennsku árið 2003, sem nefnist Lita-Hestahandbókin. Ritstjóri var Hulda G. Geirsdóttir og í ritnefnd voru: Konráð Adolphsson, Einar Ragnarsson og Þórhildur Þórhallsdóttir. Bókina er hægt að nálgast hér:

Árið 2004 skrifaði Guðni Þorvaldsson grein um rannsókn sína á svokölluðu kampavínsgeni, sem þekkt er í hrossalitum útlendra hrossakynja. Í greininni leitast hann við að svara því hvort þetta gen sé að finna í íslenskum hrossastofninum.

Á aðalfundi FEIF í Malmö í Svíþjóð 2012 buðu fulltrúar LH, þeir Sigurður Ævarsson og Sigurbjörn Bárðarson að LH sæi um að skilgreina gangtegundir íslenska hestsins í tengslum við Task force verkefnið sem FEIF vinnur að. Verkefnið felur í sér að FEIF endurskoði allar reglur og markmið sitt í þágu hestsins.

Rit um liti og litbrigði íslenska hestsins
Út er komið, á vegum Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands, rit sem ber heitið Litir og litbrigði íslenska hestsins. Höfundar eru Guðrún J. Stefánsdóttir og Guðni Þorvaldsson. Ritið byggir á rannsókn sem þau gerðu á litum 534 hrossa.
Myndbönd öryggisnefndar
Heimur hestins:
Heimur hestsins er fróðleiksrit fyrir forvitna krakka, eftir Frederike Laustroer. Í bókinn er skyggnst inn í heim hestanna með börnunum þar sem þau kynnast hestinum og fjölbreyttum hliðum hestamennskunnar. Fróðleg og skemmtileg bók fyrir yngstu hestamennina.
Verðinu á bókinni er stillt mjög í hóf og hægt er að kaupa hana á skrifstofu LH á kr. 1.500. Hestamannafélögin sem panta bókina fá hana á kr. 1.000. Í hestavöruverslunum er bókin yfirleitt seld á kr. 1.500.
