ÆSKAN
Starfsreglur Æskulýðsnefndar
1. Gildissvið og tilgangur
Starfsreglur þessar eru settar með vísan til laga Landsambands hestamanna („LH“). Tilgangur reglna þessara er að kveða á um starfshætti nefndarinnar og helstu verkefni.
2. Skipan nefndarinnar
Stjórn LH skipar nefndina að afloknu landsþingi LH. Starfstími nefndarinnar er til tveggja ára í senn. Nefndina skal skipuð a.m.k. 5 aðilum en auk þess skal starfsfólk skrifstofu LH leggja nefndinni lið. Stjórn LH tilnefnir formann sem sér um boðun funda í samráði við starfsfólk LH. Fyrsti fundur nefndarinnar skal haldinn innan mánaðar frá skipun hennar. Nefndin skal í upphafi síns starfstíma skipta með sér verkefnum. Að öðru leyti kemur nefndin saman eftir þörfum.
Nefndarmenn geta hvenær sem er sagt sig úr nefndinni að undangenginni skriflegri tilkynningu til formanns nefndarinnar eða formanns stjórnar LH.
Stjórn getur endurskipað nefndina telji hún ástæðu til.
3. Hlutverk
Hlutverk Æskulýðsnefndar er að efla fræðslu um æskulýðsmál, gæta hagsmuna og jafnræðis æskunnar í íþróttinni, auka fræðslu æskulýðsfulltrúa um allt land og styðja við þá í starfi.
Nefndin starfar í umboði stjórnar LH og skal í störfum sínum upplýsa eða bera undir stjórn LH mál sem teljast óvenjuleg eða mikilsháttar fyrir starf nefndarinnar, kunna að verða fordæmisgefandi eða hafa áhrif á framtíðarsýn LH.
4. Verkefni
Helstu verkefni nefndarinnar eru:
- að fjalla um þau mál sem stjórn LH vísar til hennar
- Nefndin skal jafnan hafa hliðsjón af reglum ÍSÍ og FEIF og öðrum reglugerðum sem LH hefur samþykkt
- að sjá um val þátttakenda á FEIF Youth Cup og Youth Camp. Auglýsa skal eftir umsóknum á netmiðlum, ásamt því að senda æskulýðsnefndum félaganna auglýsingar um mótin. Nefndin útbýr reglur vegna vals á þátttakendum og sér um að kynna ferða- og keppnisreglur áður en lagt er af stað á Camp/Cup. Nefndin sér um að skriflegir samningar séu gerðir við þátttakendur.
- að annast samskipti við Æskulýðsnefnd FEIF og fylgjast með starfi FEIF á sviði æskulýðsmála. Formaður eða fulltrúi nefndarinnar sækir ráðstefnu FEIF sem haldin er árlega.
- að stuðla að því að haldnir séu fræðslufundir eða ráðstefnur fyrir æskulýðsfulltrúa hestamannafélaganna með reglulegu millibili. Við undirbúning slíkra funda skulu lagðar fram kostnaðaráætlanir til samþykkis til stjórnar LH.
- að koma á framfæri hugmyndum um verkefni og fræðsluerindi varðandi æskulýðsmál, og vera æskulýðsnefndum félaganna innan handar í starfi sínu.
- Nefndin hefur frumkvæðisrétt að málefnum sem undir hana heyra
- Að skila ársskýrslu til skrifstofu LH tveimur vikum fyrir formannafund annað árið og landsþing hitt árið
- Að yfirfara reglugerð þessa árlega og koma með athugasemdir til stjórnar LH ef einhverjar eru
5. Fundargerðir
Fundarritari er ábyrgur fyrir því að fundargerð sé skráð í samræmi við umræður og ákvarðanir fundar. Tilgangur fundargerðar er að skrá niður kjarnann í umfjöllun og ákvörðunum um dagskrárefni, skjalfesta hvaða ákvarðanir eru teknar, hvaða verkefnum er deilt út og hverjir eru ábyrgðaraðilar þeirra verkefna.
Í fundargerð skal jafnframt skrá ef nefndarmaður eða annar víkur af fundi við umræðu eða ákvörðun dagskrárliðar, hvenær hann vék af fundi og hver ástæðan er.
Séu ákvarðanir teknar utan funda, s.s. með tölvupóstsamskiptum eða öðru móti, skal ávallt færa þær ákvarðanir til bókunar í fundargerð næsta bókaða nefndarfund, til staðfestingar.
Fundargerð skal send til nefndarmanna innan tveggja virkra daga frá fundi og nefndarmenn hafa síðan tvo virka daga til að gera athugasemdir. Fundargerð skal samþykkt formlega á næsta fundi nefndarinnar.
Fundargerðir nefndarinnar skulu vera aðgengilegar stjórn LH, eftir að þær teljast samþykktar af nefndinni.
6. Hæfisreglur
Samkvæmt starfsreglum stjórnar LH skulu sömu reglur gilda um hæfi og trúnað fyrir nefndarmenn. Í samræmi við það gilda eftirfarandi hæfisreglur um nefndina.
Nefndarmenn skulu ávallt gæta hæfis síns og forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum. Nefndarmönnum ber að tilkynna formanni nefndarinnar um hugsanlegt vanhæfi, gagnvart einstökum málum sem tekin eru upp í nefndinni.
Nefndarmenn skulu ekki taka þátt í meðferð mála þar sem þeir eiga verulegra persónulegra hagsmuna að gæta eða félag sem þeir sitja í stjórn/varastjórn eða eru fyrirsvarsmenn fyrir. Sama gildir um þátttöku í meðferð mála sem tengjast aðilum sem teljast venslaðir þeim með einum eða öðrum hætti.
Nefndarmaður skal víkja af fundi þegar kemur að afgreiðslu mála sem hann brestur hæfi til að taka þátt í. Bóka skal um þessi atriði í fundargerðum.
Nefndarmenn eða framkvæmdastjóri geta krafist þess að nefndarmaður víki sæti telji þeir viðkomandi nefndarmann vanhæfan til meðferðar máls. Verði ágreiningur um hæfi nefndarmanns til meðferðar einstaks máls skal nefndin taka ákvörðun þar um. Sá aðili sem talinn er vanhæfur skal ekki greiða atkvæði um hæfi sitt.
7. Trúnaður
Á nefndarmönnum hvílir þagnarskylda um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara með vegna hagsmuna LH eða annarra hagsmuna, samkvæmt ákvæðum laga, fyrirmælum formanns eða eðli máls. Trúnaðurinn helst áfram eftir að nefndarmenn láta af störfum.
8. Samþykkt og gildistaka
Starfsreglur þessar eru settar með stoð í 6.2 grein laga LH. Þær voru samþykktar á fundi stjórnar LH þann 11. janúar 2025 og tóku gildi þá þegar. Samhliða falla úr gildi fyrri starfsreglur nefndarinnar.
Reglurnar skulu birtar á vefsíðu LH og kynntar þeim sem undir þær falla.
Æskulýðsnefnd skipa:
Ástríður Magnúsdóttir
Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir
Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir
Jón Þorberg Steindórsson
Linda Björgvinsdóttir
Rakel Sigurhansdóttir
Sigurbjörn Eiríksson
Stefán G. Ármannsson
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir
Fundagerðir 2025
Fundur dags:Fundagerðir Æskulýðsnefndar 2025
Eldri fundagerðir
ButtonHér munu eldri fundagerðir birtast
Æskulýðsskýrslur
Æskulýðsnefndir félaganna skila árlega inn skýrslum yfir starf sitt til æskulýðsnefndar LH. Þær eru grundvöllur fyrir því að félag komi til greina sem handhafi æskulýðsbikars LH sem veittur er ár hvert, annað hvort á formannafundi eða landsþingi sambandsins.
Þær eru frábært verkfæri fyrir alla þá er starfa við æskulýðsmál hestamanna og nefndarfólki um land allt er bent á að nýta sér fróðleikinn í þeim í sínu starfi.
2024
2023
Blær
Hornfirðingur
Hringur
Jökull
Neisti
Sleipnir
Sóti
Sprettur
Sörli
2022
Ljúfur
Hornfirðingur
Geysir
Sleipnir
Jökull
Snæfellingur
2021
Skagfirðingur
Kópur
Neisti
Hörður
Sleipnir
Geysir
Sprettur
Logi og Smári
Sörli
Funi
Hornfirðingur
Snæfellingur
Blær
Sóti
Ljúfur
2020
Brimfaxi
Funi
Hornfirðingur / Viðburðadagatal
Hringur
Glaður
Geysir
Kópur
Léttir
Ljúfur
Logi og Smári
Skagfirðingur
Sleipnir
Snæfellingur
Sprettur
Sörli
Þytur
2019
Blær
Borgfirðingur
Brimfaxi
Fákur
Freyfaxi
Funi
Geysir -hlaut æskulýðsbikarinn
Glaður
Hörður
Hringur
Kópur
Léttir
Logi og Smári
Máni
Skagfirðingur
Sleipnir
Snæfellingur
Sörli
Þytur
2018
Blær
Borgfirðingur
Dreyri
Fákur
Funi
Geysir
Grani
Hörður
Hringur - hlaut æskulýðsbikarinn
Kópur
Léttir
Ljúfur
Máni
Skagfirðingur
Sleipnir
Smári
Snæfellingur
Sörli
Sóti
Sprettur
Þytur
2017
Brimfaxi - hlaut æskulýðsbikarinn
Dreyri
Fákur
Funi
Glaður
Grani og Þjálfi
Hörður
Hringur
Léttir
Ljúfur
Logi
Sindri
Skagfirðingur
Skuggi
Sleipnir
Snæfellingur
Sörli
Sprettur
Þytur
2016
Dreyri
Fákur
Funi
Háfeti
Hringur
Hörður
Ljúfur
Logi
Sindri
Skagfirðingur
Skuggi
Sleipnir
Smári
Snæfellingur
Sörli - hlaut æskulýðsbikarinn
Sprettur
Stormur
Þytur
Æskulýðsbikar
Æskulýðsnefnd LH veitir á hverju ári Æskulýðsbikar LH, því hestamannafélagi sem þykir hafa skarað framúr með sínu starfi að æskulýðsmálum. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja bestu skýrsluna.
Æskulýðsmálin eru eitt það þýðingarmesta starf sem félögin hafa á sinni könnu, enda skilar öflug æskulýðsstarf öflugum hestamönnum, ekki satt?
Bikarinn er ýmist veittur á Landsþingum LH eða formannafundum, en Landsþing eru haldin annað hvert ár á sléttu tölunum og hitt árið er formannafundur.
Þessi félög hafa hlotið Æskulýðsbikar LH síðan byrjað var að veita hann árið 1996:
2024 - Sprettur
2023 - Jökull
2022 - Sörli
2021 - Sleipnir
2020 - Hornfirðingur
2019 - Geysir
2018 - Hringur
2017 - Brimfaxi
2016 - Sörli
2015 - Sprettur
2014 - Fákur
2013 - Sindri
2012 - Sleipnir
2011 - Hörður
2010 - Logi
2009 - Dreyri
2008 - Þytur
2007 - Máni
2006 - Léttir
2005 - Andvari
2004 - Blær
2003 - Fákur
2002 - Smári
2001 - Máni
2000 - Freyfaxi
1999 - Hörður
1998 - Sörli
1997 - Gustur
1996 - Léttir