Skilmálar

Netverslun Landssambands hestamannafélaga (LH) er opin allan sólarhringinn. Þegar þú verslar í netversluninni rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til LH samtakanna.

Verð á vörum

Verð er birt með fyrirvara um myndabrengl og/eða prentvillur og áskilur LH sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð verið gefið upp.

Við upplýsum viðskiptavini okkar um það ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager tímabundið og bjóðum upp á að hún verði send þegar hún verður aftur fáanleg.

Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun LH endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Sendingarmöguleikar

Hægt er að nálgast vöruna á skrifstofu okkar að Engjavegi 6, kl. 10:00–15:00 virka daga eða fá hana senda gegn greiðslu sendingarkostnaðar. Íslandspóstur sér um að senda pakkana.

  • Sækja pakka að Háaleitisbraut 13 -  0 kr. 
  • Kemst í umslag -  480 kr. 
  • Pakki á pósthús -  920 kr. 
  • Pakki heim með pósti -  1.250 kr. 

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram. 

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 1–4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Skilafrestur og endurgreiðsla

Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgir með.

Almennur skilafrestur á vörum er 30 dagar.

Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda.

Ef vara reynist gölluð greiðir LH fyrir endursendingu vörunnar.

Öryggi

Það er öruggt að versla í netverslun LH. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd.

Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhent til þriðja aðila. 

Greiðslumöguleikar

Í netverslun LH er boðið upp á að greiða með greiðslukorti. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Greiðslukort

Mögulegt er að greiða pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Rapyd.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 01. mars 2021. 

Fyrirtækjaupplýsingar

Landssamband hestamannafélaga

Engjavegi 6

104 Reykjavík

Sími: 540 4030

Netfang: lh@lhhestar.is

Kennitala 7101693579

Staðsetning netverslunar

Landssamband hestamannafélaga

Engjavegi 6, 2. hæð

104 Reykjavík