Hæfileikamótun LH

Aníta Aradóttir • 18. nóvember 2019

Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun veturinn 2022-2023.  Hæfileikamótun er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára og á síðasta ári voru 29 knapar valdir af yfirþjálfara Hæfileikamótunar Sigvalda Lárusi Guðmundssyni.

Síðast liðinn vetur var viðburðarríkur og hófst árið með heimsókn til Háskólans á Hólum þar sem gist var í tvær nætur. Á Hólum fengu þau aðgang að aðstöðu, kennurum og hestum skólans. Þorsteinn Björnsson kennari skólans, yfirþjálfari og Carö Böse sáu um almenna reiðkennslu. Þar var farið í marga af grunnþáttum reiðmennskunnar m.a. ásetu og stjórnun, fimiæfingar, ásetuæfingar og þjálfun á gangtegundum. Rúsínan í pylsuendanum var að fá að kynnast skeiðhestum skólans og fengu allir krakkarnir að leggja á skeið. Mikið var lagt upp úr að kenna þeim tæknina við að taka niður á skeið og hvernig á að enda skeiðsprett. Ásamt þessu fengu þau tvær sýnikennslur, frá yfirreiðkennara skólans Mette Mannseth sem mætti með höfðingjann Hnokka frá Þúfum og frá Íslandsmeisturum í gæðingaskeiði, Konráð Val Sveinsson og Tangó frá Litla-Garði.

Ásamt þessu voru fengu allir tvær kennsluhelgar eftir áramót þar sem hópnum var skipt í tvennt og kennt í einkatímum. Fengu þau aðstoð við þjálfun á sínum keppnishestum þar sem lögð var áhersla á hestvænar aðferðir ásamt því að auka skilning fyrir hestinum. Síðan var einn dagur um vorið kennt úti á hringvelli þar sem var aðstoðað við þjálfun á velli ásamt því að stilla upp fyrir keppni. Kennarar voru Helga Una Björnsdóttir, Þorsteinn Björnsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir.

Haldnir voru tveir fyrirlestrar fyrir hópinn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon talaði um mikilvægi góðs mataræðis ásamt hreyfingu. Það er ekki nóg að hesturinn okkar sé í líkamlega góðu jafnvægi heldur þurfa knapar og þjálfarar líka að vera það. Seinni fyrirlesturinn var síðan með Margréti Láru Viðarsdóttur sálfræðingi og fyrrverandi landsliðskonu í knattspyrnu og Einari Erni sjúkraþjálfara. Þar var komið inn á marga merkilega þætti varðandi íþróttir sem getur nýst knöpum vel. T.d. var komið inná andlegt álag, ofþjálfun og margt fleira. 

Einnig tóku kanapr í hæfileikamótun þátt í Allra Sterkustu. Sátu þau fyrirlestra þar sem fjallað var um landsliðið og allt sem að því kemur hvort sem það væri A-landsliðið eða U-21 árs landsliðið. Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur, Hekla Katharína Kristinsdóttir U-21 árs þjálfari spjölluðu við þau ásamt Benjamín Sand Ingolfssyni landsliðsknapa og lísti þar upplifun sinni að vera í landsliði og að fara á stórmót og allt sem því fylgdi. Síðan aðstoðu krakkarnir við keppnina og sýninguna sem fór fram um kvöldið. 

Lokahittingur var síðan haldinn í júní. Farið var í ferð um Suðurlandið og hófust leikar á Árbakka þar sem þau hittu landsliðsknapann og Íslandsmeistarann í fjórgangi, Jóhönnu Margréti Snorradóttur. Hún tók fram unga hryssu úr hennar eigin ræktun. Hún sýndi hvernig hún þjálfar hana á göngubretti og fór síðan út á hringvöll og fjallaði um þjálfun á hringvelli. Að lokum rölti hún með þeim um hesthúsið á Árbakka og sagði frá starfseminni og því sem þar fer fram. Næst lá leiðin í Rangárhöllina. Þar hittu þau Heklu Katharínu og U-21 árs landsliðsknapann Hákon Dan Kristinsson. Hekla fjallaði um landsliðið og verkefni þess og Hákon sagði frá ferli sínum með landsliðinu og hvað menn þurfa að hafa í huga þegar mætt er á stórmót erlendis. Dagurinn endaði í Kirkjubæ þar sem þau hittu landsliðsknapann Hönnu Rún Ingibergsdóttur og Hjörvar Ágústsson tamningamann. Hann sagði þeim frá sögu Kirkjubæjarbúsins ásamt því að Hanna Rún sýndi þeim þjálfun og undirbúning fyrir keppni á stóðhestinum Júní frá Brúnum.

Í hæfileikamótun eru ungir og efnilegir framtíðarknapar Íslands. Er mjög mikilvægt að hjálpa þeim að verða betri þjálfarar og reiðmenn en einnig að kynnast landsliðsumhverfinu og verða að flottum fyrirmyndum fyrir aðra.

Tekið er á móti umsóknum í hæfileikamótun LH 2020-2023 á vef LH.

Umsóknarfrestur er 25. október 2022

 

 

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar