Hæfileikamótun LH

18. nóvember 2019

Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun veturinn 2022-2023.  Hæfileikamótun er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára og á síðasta ári voru 29 knapar valdir af yfirþjálfara Hæfileikamótunar Sigvalda Lárusi Guðmundssyni.

Síðast liðinn vetur var viðburðarríkur og hófst árið með heimsókn til Háskólans á Hólum þar sem gist var í tvær nætur. Á Hólum fengu þau aðgang að aðstöðu, kennurum og hestum skólans. Þorsteinn Björnsson kennari skólans, yfirþjálfari og Carö Böse sáu um almenna reiðkennslu. Þar var farið í marga af grunnþáttum reiðmennskunnar m.a. ásetu og stjórnun, fimiæfingar, ásetuæfingar og þjálfun á gangtegundum. Rúsínan í pylsuendanum var að fá að kynnast skeiðhestum skólans og fengu allir krakkarnir að leggja á skeið. Mikið var lagt upp úr að kenna þeim tæknina við að taka niður á skeið og hvernig á að enda skeiðsprett. Ásamt þessu fengu þau tvær sýnikennslur, frá yfirreiðkennara skólans Mette Mannseth sem mætti með höfðingjann Hnokka frá Þúfum og frá Íslandsmeisturum í gæðingaskeiði, Konráð Val Sveinsson og Tangó frá Litla-Garði.

Ásamt þessu voru fengu allir tvær kennsluhelgar eftir áramót þar sem hópnum var skipt í tvennt og kennt í einkatímum. Fengu þau aðstoð við þjálfun á sínum keppnishestum þar sem lögð var áhersla á hestvænar aðferðir ásamt því að auka skilning fyrir hestinum. Síðan var einn dagur um vorið kennt úti á hringvelli þar sem var aðstoðað við þjálfun á velli ásamt því að stilla upp fyrir keppni. Kennarar voru Helga Una Björnsdóttir, Þorsteinn Björnsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir.

Haldnir voru tveir fyrirlestrar fyrir hópinn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon talaði um mikilvægi góðs mataræðis ásamt hreyfingu. Það er ekki nóg að hesturinn okkar sé í líkamlega góðu jafnvægi heldur þurfa knapar og þjálfarar líka að vera það. Seinni fyrirlesturinn var síðan með Margréti Láru Viðarsdóttur sálfræðingi og fyrrverandi landsliðskonu í knattspyrnu og Einari Erni sjúkraþjálfara. Þar var komið inn á marga merkilega þætti varðandi íþróttir sem getur nýst knöpum vel. T.d. var komið inná andlegt álag, ofþjálfun og margt fleira. 

Einnig tóku kanapr í hæfileikamótun þátt í Allra Sterkustu. Sátu þau fyrirlestra þar sem fjallað var um landsliðið og allt sem að því kemur hvort sem það væri A-landsliðið eða U-21 árs landsliðið. Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur, Hekla Katharína Kristinsdóttir U-21 árs þjálfari spjölluðu við þau ásamt Benjamín Sand Ingolfssyni landsliðsknapa og lísti þar upplifun sinni að vera í landsliði og að fara á stórmót og allt sem því fylgdi. Síðan aðstoðu krakkarnir við keppnina og sýninguna sem fór fram um kvöldið. 

Lokahittingur var síðan haldinn í júní. Farið var í ferð um Suðurlandið og hófust leikar á Árbakka þar sem þau hittu landsliðsknapann og Íslandsmeistarann í fjórgangi, Jóhönnu Margréti Snorradóttur. Hún tók fram unga hryssu úr hennar eigin ræktun. Hún sýndi hvernig hún þjálfar hana á göngubretti og fór síðan út á hringvöll og fjallaði um þjálfun á hringvelli. Að lokum rölti hún með þeim um hesthúsið á Árbakka og sagði frá starfseminni og því sem þar fer fram. Næst lá leiðin í Rangárhöllina. Þar hittu þau Heklu Katharínu og U-21 árs landsliðsknapann Hákon Dan Kristinsson. Hekla fjallaði um landsliðið og verkefni þess og Hákon sagði frá ferli sínum með landsliðinu og hvað menn þurfa að hafa í huga þegar mætt er á stórmót erlendis. Dagurinn endaði í Kirkjubæ þar sem þau hittu landsliðsknapann Hönnu Rún Ingibergsdóttur og Hjörvar Ágústsson tamningamann. Hann sagði þeim frá sögu Kirkjubæjarbúsins ásamt því að Hanna Rún sýndi þeim þjálfun og undirbúning fyrir keppni á stóðhestinum Júní frá Brúnum.

Í hæfileikamótun eru ungir og efnilegir framtíðarknapar Íslands. Er mjög mikilvægt að hjálpa þeim að verða betri þjálfarar og reiðmenn en einnig að kynnast landsliðsumhverfinu og verða að flottum fyrirmyndum fyrir aðra.

Tekið er á móti umsóknum í hæfileikamótun LH 2020-2023 á vef LH.

Umsóknarfrestur er 25. október 2022

 

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira