Hæfileikamótun LH

18. nóvember 2019

Opið er fyrir umsóknir í Hæfileikamótun veturinn 2022-2023.  Hæfileikamótun er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára og á síðasta ári voru 29 knapar valdir af yfirþjálfara Hæfileikamótunar Sigvalda Lárusi Guðmundssyni.

Síðast liðinn vetur var viðburðarríkur og hófst árið með heimsókn til Háskólans á Hólum þar sem gist var í tvær nætur. Á Hólum fengu þau aðgang að aðstöðu, kennurum og hestum skólans. Þorsteinn Björnsson kennari skólans, yfirþjálfari og Carö Böse sáu um almenna reiðkennslu. Þar var farið í marga af grunnþáttum reiðmennskunnar m.a. ásetu og stjórnun, fimiæfingar, ásetuæfingar og þjálfun á gangtegundum. Rúsínan í pylsuendanum var að fá að kynnast skeiðhestum skólans og fengu allir krakkarnir að leggja á skeið. Mikið var lagt upp úr að kenna þeim tæknina við að taka niður á skeið og hvernig á að enda skeiðsprett. Ásamt þessu fengu þau tvær sýnikennslur, frá yfirreiðkennara skólans Mette Mannseth sem mætti með höfðingjann Hnokka frá Þúfum og frá Íslandsmeisturum í gæðingaskeiði, Konráð Val Sveinsson og Tangó frá Litla-Garði.

Ásamt þessu voru fengu allir tvær kennsluhelgar eftir áramót þar sem hópnum var skipt í tvennt og kennt í einkatímum. Fengu þau aðstoð við þjálfun á sínum keppnishestum þar sem lögð var áhersla á hestvænar aðferðir ásamt því að auka skilning fyrir hestinum. Síðan var einn dagur um vorið kennt úti á hringvelli þar sem var aðstoðað við þjálfun á velli ásamt því að stilla upp fyrir keppni. Kennarar voru Helga Una Björnsdóttir, Þorsteinn Björnsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir.

Haldnir voru tveir fyrirlestrar fyrir hópinn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon talaði um mikilvægi góðs mataræðis ásamt hreyfingu. Það er ekki nóg að hesturinn okkar sé í líkamlega góðu jafnvægi heldur þurfa knapar og þjálfarar líka að vera það. Seinni fyrirlesturinn var síðan með Margréti Láru Viðarsdóttur sálfræðingi og fyrrverandi landsliðskonu í knattspyrnu og Einari Erni sjúkraþjálfara. Þar var komið inn á marga merkilega þætti varðandi íþróttir sem getur nýst knöpum vel. T.d. var komið inná andlegt álag, ofþjálfun og margt fleira. 

Einnig tóku kanapr í hæfileikamótun þátt í Allra Sterkustu. Sátu þau fyrirlestra þar sem fjallað var um landsliðið og allt sem að því kemur hvort sem það væri A-landsliðið eða U-21 árs landsliðið. Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur, Hekla Katharína Kristinsdóttir U-21 árs þjálfari spjölluðu við þau ásamt Benjamín Sand Ingolfssyni landsliðsknapa og lísti þar upplifun sinni að vera í landsliði og að fara á stórmót og allt sem því fylgdi. Síðan aðstoðu krakkarnir við keppnina og sýninguna sem fór fram um kvöldið. 

Lokahittingur var síðan haldinn í júní. Farið var í ferð um Suðurlandið og hófust leikar á Árbakka þar sem þau hittu landsliðsknapann og Íslandsmeistarann í fjórgangi, Jóhönnu Margréti Snorradóttur. Hún tók fram unga hryssu úr hennar eigin ræktun. Hún sýndi hvernig hún þjálfar hana á göngubretti og fór síðan út á hringvöll og fjallaði um þjálfun á hringvelli. Að lokum rölti hún með þeim um hesthúsið á Árbakka og sagði frá starfseminni og því sem þar fer fram. Næst lá leiðin í Rangárhöllina. Þar hittu þau Heklu Katharínu og U-21 árs landsliðsknapann Hákon Dan Kristinsson. Hekla fjallaði um landsliðið og verkefni þess og Hákon sagði frá ferli sínum með landsliðinu og hvað menn þurfa að hafa í huga þegar mætt er á stórmót erlendis. Dagurinn endaði í Kirkjubæ þar sem þau hittu landsliðsknapann Hönnu Rún Ingibergsdóttur og Hjörvar Ágústsson tamningamann. Hann sagði þeim frá sögu Kirkjubæjarbúsins ásamt því að Hanna Rún sýndi þeim þjálfun og undirbúning fyrir keppni á stóðhestinum Júní frá Brúnum.

Í hæfileikamótun eru ungir og efnilegir framtíðarknapar Íslands. Er mjög mikilvægt að hjálpa þeim að verða betri þjálfarar og reiðmenn en einnig að kynnast landsliðsumhverfinu og verða að flottum fyrirmyndum fyrir aðra.

Tekið er á móti umsóknum í hæfileikamótun LH 2020-2023 á vef LH.

Umsóknarfrestur er 25. október 2022

 

 

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira