Hæfileikamótun vetrarins að hefjast

30. október 2025

Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin

Það er gríðarlegt ánægjuefni að tilkynna að gengið hefur verið frá áframhaldandi ráðningu Sigvalda Lárus Guðmundssonar, til tveggja ára, sem yfirþjálfara Hæfileikamótunar LH, en hann hefur sinnt starfinu undanfarin ár við frábæran orðstír. Sigvaldi mun því áfram bera ábyrgð á kennslu og utanumhaldi í Hæfileikamótun LH og hafa með sér aðstoðarþjálfara úr efstu hillu íþróttarinnar hverju sinni á vinnuhelgum hópanna. Sigurbjörn Eiríksson formaður landsliðsnefndar og Sigvaldi Lárus hafa undirritað samning þess efnis.


Mikil aðsókn er í Hæfileikamótun LH, en rétt um 60 umsóknir bárust frá áhugasömum unglingum. Verða tveir hópar starfrækir þetta árið líkt og undanfarin ár. Valteymi Hæfileikamótunar LH vinnur nú í því að fara yfir allar umsóknir og umsækjendur mega gera ráð fyrir því að fá svar við umsókn sinni eftir komandi helgi.


Dagskrá Hæfileikamótunar LH verður að venju metnaðarfull og spennandi þar sem lykiláhersla er lögð á íþróttina og knapa sem íþróttafólk. Knapar fá aðstoð og fræðslu við skipulag þjálfunar, verklega kennslu og utanumhald ásamt því að kynnast afreksumhverfi íþróttarinnar.


Dagskráin hefst á helgarheimsókn að Hólum, þar sem iðkendur fá kennslu og kynningu á skólanum, verja helgi saman á ferðalagi með gistingu og öllu sem því tilheyrir, en hóparnir fara á Hóla eftirfarandi helgar:

  • Eldri hópur: 15.-16. nóvember
  • Yngri hópur: 29.-30. nóvember


Frekari fréttir af starfinu og dagskrá þess verða birtar þegar starfið hefst og umsækjendur eru beðnir að fylgjast vel með í næstu viku þegar umsónum verður svarað.


LH hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Sigvalda Lárus og að fylgjast með framvindu okkar efnilegustu knapa í unglingaflokki. 


Fréttasafn

27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
9. október 2025
Hæfileikamótun LH er fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára, fædd 2009-2012
7. október 2025
Valnefnd óskar eftir keppnisárangri ræktunarbúa
Lesa meira