Fræðslufundur Hæfileikamótunar LH
Fræðslufundur Hæfileikamótunar LH
Fyrsti fræðslufundur vetrarins hjá Hæfileikamótun LH var haldinn í byrjun janúar. Á fundinn mættu um 40 unglingar og foreldrar þeirra og var þétt setið í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Þátttakendur af Norðurlandi hittust á fjarfundi í reiðhöll Léttis á Akureyri.
Yfirþjálfari Hæfileikamótunar, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, fór yfir dagskrá vetrarins og tilgang og markmið verkefnisins, sem er að grípa okkar efnilegustu knapa í unglingaflokki, gefa þeim innsýn í metnaðarfullt afreksstarfið hjá LH og veita þeim stuðning og hvatningu til að verða afreksknapi. Einnig fjallaði hann um þann heiður sem því fylgir að vera valinn í hóp þeirra bestu í sínum aldursflokki og þá ábyrgð sem því fylgir, enda er horft til afreksknapa og þeir eru fyrirmyndir í íþróttinni. Einnig hvatti hann þátttakendur til nýta þau tækifæri sem verkefnið veitir þeim til að mynda tengslanet til framtíðar.
Afreksstjóri LH, Hinrik Þór Sigurðsson, hélt frábæran fyrirlestur um hugarþjálfun og mikilvægi þess að ná stjórn á huganum og stressi í þjálfun og keppni. Einnig fjallaði hann um samskipti innan hópsins og samskipti á samfélagsmiðlum. Hann bað þátttakendur um að hafa í huga að það sem þau skrifa á samfélagsmiðlum skapar þeim orðspor og að í verkefninu Hæfileikamótun bera þátttakendur virðingu fyrir hvort öðru og styðja hvort annað.
Að lokum hélt Patrekur Jóhannesson sérfræðingur hjá Afreksmiðstöð Íslands og fyrrverandi landliðsmaður og þjálfari í handbolta stuttan fyrirlestur. Hann mætti ýmsum erfiðleikum á sínum ferli og vildi hann minna á að velgengni er ekki bein lína upp á við. Þegar á móti blæs er mikilvægara en nokkru sinni að hafa stjórn á huganum og hafa úrræði til að ná stjórn á stressinu.
Þessir fyrirlestrar eru í takt við rauða þráðinn í starfi Hæfileikamótunar þetta árið, en áhersla verður lögð á hugarþjálfun í allri kennslu í vetur.
Þátttakendur í Hæfileikamótun í vetur eru 42 af okkar efnilegustu knöpum í unglingaflokki. Þeim er skipt upp í tvo hópa, eldri og yngri. Framundan eru vinnuhelgar hjá Eldhestum í Ölfusi, en hvor hópur um sig hittist á tveimur helgum á vorönn. Í apríl verður svo boðið upp á fræðsludag þar sem farið verður í heimsókn til einhverra af okkar fremstu afreksknöpum ásamt frekari fyrirlestrum.
Þátttakendur í Hæfileikamótun LH 2025-2026 eru:
Hópur 1:
Arnór Darri Kristinsson, Hringur
Árný Sara Hinriksdóttir, Jökull
Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir, Léttir
Bertha Liv Bergstað, Fákur
Bryndís Anna Gunnarsdóttir, Geysir
Elísabet Líf Sigvaldadóttir, Geysir
Elsa Kristín Grétarsdóttir, Sleipnir
Erla Rán Róbertsdóttir, Sörli
Fríða Hildur Steinarsdóttir, Geysir
Gabríel Liljendal Friðfinnsson, Fákur
Greta Berglind Jakobsdóttir, Skagfirðingur
Hrefna Kristín Ómarsdóttir, Sprettur
Ísabella Helga Játvarðsdóttir, Hörður
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Sprettur
Jórunn Edda Antonsdóttir, Geysir
Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, Borgfirðingur
Kristín Gyða Einarsdóttir, Sindri
Kristín María Kristjánsdóttir, Jökull
Loftur Breki Hauksson, Sleipnir
Sól Jónsdóttir, Snæfellingur
Sólveig Þula Óladóttir, Sörli
Unnur Rós Ármannsdóttir, Háfeti
Hópur 2:
Álfheiður Þóra Ágústsdóttir, Jökull
Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir, Sörli
Elimar Elvarsson, Geysir
Elísabet Benediktsdóttir, Sörli
Emma Rún Sigurðardóttir, Jökull
Hákon Þór Kristinsson, Geysir
Hilmir Páll Hannesson, Sprettur
Íris Thelma Halldórsdóttir, Sprettur
Kári Sveinbjörnsson, Sprettur
Kristín Rut Jónsdóttir, Sprettur/Jökull
Linda Guðbjörg Friðriksdóttir, Geysir
Ragnar Dagur Jóhannsson, Sprettur/Geysir
Sigríður Elva Elvarsdóttir, Skagfirðingur
Sigríður Fjóla Aradóttir, Hörður
Sigurður Ingvarsson, Fákur
Svava Marý Þorsteinsdóttir, Jökull
Una Björt Valgarðsdóttir, Sörli
Viktor Arnbro Þórhallsson, Funi
Viktor Leifsson, Fákur
Ylva Sól Agnarsdóttir, Léttir
Fréttasafn






















