Fræðslufundur Hæfileikamótunar LH

9. janúar 2026

Fræðslufundur Hæfileikamótunar LH

Fyrsti fræðslufundur vetrarins hjá Hæfileikamótun LH var haldinn í byrjun janúar. Á fundinn mættu um 40 unglingar og foreldrar þeirra og var þétt setið í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum. Þátttakendur af Norðurlandi hittust á fjarfundi í reiðhöll Léttis á Akureyri.

 

Yfirþjálfari Hæfileikamótunar, Sigvaldi Lárus Guðmundsson, fór yfir dagskrá vetrarins og tilgang og markmið verkefnisins, sem er að grípa okkar efnilegustu knapa í unglingaflokki, gefa þeim innsýn í metnaðarfullt afreksstarfið hjá LH og veita þeim stuðning og hvatningu til að verða afreksknapi. Einnig fjallaði hann um þann heiður sem því fylgir að vera valinn í hóp þeirra bestu í sínum aldursflokki og þá ábyrgð sem því fylgir, enda er horft til afreksknapa og þeir eru fyrirmyndir í íþróttinni. Einnig hvatti hann þátttakendur til nýta þau tækifæri sem verkefnið veitir þeim til að mynda tengslanet til framtíðar.

 

Afreksstjóri LH, Hinrik Þór Sigurðsson, hélt frábæran fyrirlestur um hugarþjálfun og mikilvægi þess að ná stjórn á huganum og stressi í þjálfun og keppni. Einnig fjallaði hann um samskipti innan hópsins og samskipti á samfélagsmiðlum. Hann bað þátttakendur um að hafa í huga að það sem þau skrifa á samfélagsmiðlum skapar þeim orðspor og að í verkefninu Hæfileikamótun bera þátttakendur virðingu fyrir hvort öðru og styðja hvort annað.

 

Að lokum hélt Patrekur Jóhannesson sérfræðingur hjá Afreksmiðstöð Íslands og fyrrverandi landliðsmaður og þjálfari í handbolta stuttan fyrirlestur. Hann mætti ýmsum erfiðleikum á sínum ferli og vildi hann minna á að velgengni er ekki bein lína upp á við. Þegar á móti blæs er mikilvægara en nokkru sinni að hafa stjórn á huganum og hafa úrræði til að ná stjórn á stressinu.

 

Þessir fyrirlestrar eru í takt við rauða þráðinn í starfi Hæfileikamótunar þetta árið, en áhersla verður lögð á hugarþjálfun í allri kennslu í vetur.


Þátttakendur í Hæfileikamótun í vetur eru 42 af okkar efnilegustu knöpum í unglingaflokki. Þeim er skipt upp í tvo hópa, eldri og yngri. Framundan eru vinnuhelgar hjá Eldhestum í Ölfusi, en hvor hópur um sig hittist á tveimur helgum á vorönn. Í apríl verður svo boðið upp á fræðsludag þar sem farið verður í heimsókn til einhverra af okkar fremstu afreksknöpum ásamt frekari fyrirlestrum.


Þátttakendur í Hæfileikamótun LH 2025-2026 eru:

Hópur 1:

Arnór Darri Kristinsson, Hringur   

Árný Sara Hinriksdóttir, Jökull

Áróra Heiðbjört Hreinsdóttir, Léttir   

Bertha Liv Bergstað, Fákur   

Bryndís Anna Gunnarsdóttir, Geysir   

Elísabet Líf Sigvaldadóttir, Geysir   

Elsa Kristín Grétarsdóttir, Sleipnir

Erla Rán Róbertsdóttir, Sörli   

Fríða Hildur Steinarsdóttir, Geysir   

Gabríel Liljendal Friðfinnsson, Fákur   

Greta Berglind Jakobsdóttir, Skagfirðingur   

Hrefna Kristín Ómarsdóttir, Sprettur   

Ísabella Helga Játvarðsdóttir, Hörður   

Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir, Sprettur   

Jórunn Edda Antonsdóttir, Geysir   

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, Borgfirðingur   

Kristín Gyða Einarsdóttir, Sindri   

Kristín María Kristjánsdóttir, Jökull   

Loftur Breki Hauksson, Sleipnir   

Sól Jónsdóttir, Snæfellingur   

Sólveig Þula Óladóttir, Sörli   

Unnur Rós Ármannsdóttir, Háfeti


Hópur 2:

Álfheiður Þóra Ágústsdóttir, Jökull   

Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir, Sörli   

Elimar Elvarsson, Geysir   

Elísabet Benediktsdóttir, Sörli   

Emma Rún Sigurðardóttir, Jökull   

Hákon Þór Kristinsson, Geysir   

Hilmir Páll Hannesson, Sprettur 

Íris Thelma Halldórsdóttir, Sprettur   

Kári Sveinbjörnsson, Sprettur   

Kristín Rut Jónsdóttir, Sprettur/Jökull 

Linda Guðbjörg Friðriksdóttir, Geysir   

Ragnar Dagur Jóhannsson, Sprettur/Geysir   

Sigríður Elva Elvarsdóttir, Skagfirðingur   

Sigríður Fjóla Aradóttir, Hörður   

Sigurður Ingvarsson, Fákur   

Svava Marý Þorsteinsdóttir, Jökull   

Una Björt Valgarðsdóttir, Sörli   

Viktor Arnbro Þórhallsson, Funi   

Viktor Leifsson, Fákur   

Ylva Sól Agnarsdóttir, Léttir

Fréttasafn

7. janúar 2026
Kosning um reiðkennara ársins 2025 fer nú fram á heimasíðu FEIF. Hekla Katharína Kristinsdóttir var valinn reiðkennari ársins á Íslandi og er því okkar fulltrúi í kosningunni. Tilnefndir eru: Frida Lindström (Svíþjóð) Hekla Katharina Kristinsdóttir (Ísland) Katariina Koskela (Finnland) Michelle Goedhart (Holland) Nicole Gerber (Swiss) Pernille Wullf Harslund (Danmörk) Kosning fer fram á vefsíðu FEIF og þar má finna frekari upplýsingar um tilnefnda. Athugið að það þarf að skrá sig inn til þess að hægt sé að kjósa en það er einfalt og tekur það aðeins örstutta stund.
30. desember 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U21-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
Lesa meira