Alls eru 84 knapar í afreksstarfi LH

23. janúar 2026

Knapar í afreksstarfi LH eru fyrirmyndir annarra knapa og hver og einn er mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem afreksstarfið myndar.

Undanfarna daga hefur verið mikið um að vera í afreksmálum hjá LH. Landsliðshóparnir hafa nú verið kynntir með pompi og prakt, vel skipaðir hópar af framúrskarandi hestaíþróttafólki hvort sem er í A-liðinu eða U21. Báðir hóparnir eru með nýja þjálfara sem munu án efa leggja allt undir við að ná góðum árangri með sína knapa.


Vetrarstarfið er framundan hjá landsliðshópunum með ýmis konar fræðslu og viðburðum og undirbúningur er þegar hafinn af fullum krafti. Áhersla er lögð á heilbrigði, yfirsýn yfir hestinn í heild og haldið verður áfram að vinna með hugarfar knapans, markmið, skipulag og líkamlegt hreysti hans.
 
Hæfileikamótun LH er einnig á fullu og þar eru 42 ungir knapar á aldrinum 14-17 ára, en starfið í Hæfileikamótun er gríðaröflugt. Áhuginn, krafturinn og ekki síst hestakosturinn sem knaparnir í Hæfileikamótun búa yfir er magnaður.
 
Þess má geta að samanlagt í báðum landsliðshópum og Hæfileikamótun eru 84 knapar í afreksstarfi sambandsins auk þjálfara og starfsfólks. Þessir 84 knapar eru þar með hluti af þeirri vegferð sem framundan er í afreksmálum LH, knapar sem vinna að persónulegum markmiðum ásamt því að vera hluti af afrekstarfi LH. Allir þessir knapar eru afreksfólk í íþróttinni, fyrirmyndir annarra knapa og hver og einn er mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem afreksstarfið myndar.


Framundan er stórt ár þar sem Íslandsmótin og Landsmót hestamanna á Hólum eru stærstu viðburðirnir hér á landi og þar að auki verður Norðurlandamót íslenska hestsins haldið á glæsilegu mótssvæði á Margaretehof í Suður-Svíþjóð.


Margaretehof er staðsett á nálægð við Kristianstad, þar sem íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undanfarið leikið í riðlakeppni EM og Íslendingum hefur ævinlega verið tekið fagnandi í borginni. Það liggur því beint við að fjölmenna til Svíþjóðar í byrjun ágúst, fylgja íslenska liðinu og upplifa það besta sem hestamennskan á Norðurlöndum hefur upp á að bjóða.


Það má einnig segja að árið sé einskonar forleikur að því þegar íslenska landsliðið mætir til leiks á Heimsmeistaramótinu í Rieden í Þýskalandi árið 2027 þar sem við munum að venju standa í eldlínunni með okkar sterkustu knapa.


Áfram Ísland!


Fréttasafn

21. janúar 2026
U21- landsliðshópurinn er skipaður 19 af efnilegustu knöpum landsins
15. janúar 2026
Ísólfur Líndal A-landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum hefur nú tilkynnt A-landsliðshóp fyrir árið 2026. Hópurinn er skipaður 24 úrvalsknöpum sem leggja upp í vegferð í átt að Norðurlandamóti í Svíþjóð á komandi sumri og svo HM í Rieden í Þýskalandi árið 2027. Allar knapar í hópnum hafa náð framúrskarandi árangri í hinum ýmsu greinum, eru með spennandi og sterkan hestakost fyrir komandi tímabil og skýr markmið um árangur og þar með vakið athygli landsliðsþjálfara og fengið pláss í þessum A-landsliðshópi. Í hópnum eru fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá því á HM í Sviss síðastliðið sumar, þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem er heimsmeistari í slaktaumatölti, Árni Björn Pálsson heimsmeistari í tölti, Kristján Árni Birgisson heimsmeistari í 100m og 250m skeiði ungmenna og Védís Huld Sigurðardóttir heimsmeistari í tölti og fjórgangi ungmenna. Aðrir knapar í landsliðshópi LH 2026 eru: Arnhildur Helgadóttir, Geysi Ásmundur Ernir Snorrason, Geysi Benjamín Sandur Ingólfsson, Geysi Brynja Kristinsdóttir, Sörla Daníel Gunnarsson, Skagfirðingi Eyrún Ýr Pálsdóttir, Fáki Flosi Ólafsson, Borgfirðingi Guðmunda Ellen Sigurðardóttir, Sleipni Guðmundur Björgvinsson, Geysi Glódís Rún Sigurðardóttir, Sleipni Gústaf Ásgeir Hinriksson, Geysi Hanna Rún Ingibergsdóttir, Geysi Hans Þór Hilmarsson, Geysi Helga Una Björnsdóttir, Þyt Jóhanna Margrét Snorradóttir, Mána Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyra Sigurður Vignir Matthíasson, Fáki Teitur Árnason, Fáki Viðar Ingólfsson, Fáki Þórarinn Eymundsson, Skagfirðingi Titilverjendur: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Herði Árni Björn Pálsson, Fáki Kristján Árni Birgisson, Geysi Védís Huld Sigurðardóttir, Sleipni Áhersla er lögð á að sterkustu knapar landsins á hverjum tíma séu hluti af landsliðshópnum sem kemur saman reglulega yfir árið, fær fræðslu og stuðning ásamt því að leggja heilmikið af mörkum við fjáröflun til þeirra stóru verkefna sem framundan eru hjá LH. Til hamingju landsliðsknapar, þjálfari og hestafólk.
9. janúar 2026
Fræðslufundur Hæfileikamótunar LH
7. janúar 2026
Kosning um reiðkennara ársins 2025 fer nú fram á heimasíðu FEIF. Hekla Katharína Kristinsdóttir var valinn reiðkennari ársins á Íslandi og er því okkar fulltrúi í kosningunni. Tilnefndir eru: Frida Lindström (Svíþjóð) Hekla Katharina Kristinsdóttir (Ísland) Katariina Koskela (Finnland) Michelle Goedhart (Holland) Nicole Gerber (Swiss) Pernille Wullf Harslund (Danmörk) Kosning fer fram á vefsíðu FEIF og þar má finna frekari upplýsingar um tilnefnda. Athugið að það þarf að skrá sig inn til þess að hægt sé að kjósa en það er einfalt og tekur það aðeins örstutta stund.
30. desember 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U21-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
Lesa meira