Fulltrúaþing FEIF fór fram um helgina

8. febrúar 2024

Fulltrúaþing FEIF fór fram um liðna helgi í Lúxemborg. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Samvinna við vísindi“ og voru þeir Mike Weishaupt og Johannes Amplatz með fyrirlestra þar sem Mike fjallaði um áhrif keppnis járninga á hreyfilífffræði og hófheilsu íslenskra hesta og Johannes fjallaði um yfirstandandi rannsókn sína um þyngd knapa sem hófst á HM 2023. Þátttaka á þinginu var með besta móti en alls voru 125 þátttakendur frá 17 af 21 aðildarlandi FEIF á staðnum. Fyrir þinginu lágu 18 mál, þar með talið tillaga um að samþykkja Rúmeníu sem nýtt aðildarland FEIF. Af þeim tillögum sem lágu fyrir þinginu var það þó tillaga um að fella út þá reglu að hæsta og lægst einkunn þegar fimm dómarar dæma falli út og einkunn allra dómara gildi í staðinn sú tillaga sem fékk hvað mesta athygli og umræður. Fór svo að tillagan var felld og reglur um einkunnargjöf standa því óbreyttar. Nýsamþykktar reglur gilda frá og með 1. apríl 2024.

Eðli málsins samkvæmt fer mikill hluti þingsins fram í nefndum. Inge Kringeland formaður ræktunarnefnd FEIF og Tone Klones formaður úrskurðarnefnd voru bæði endurkjörin. Atli Már Ingólfsson var kjörinn formaður frístundanefndar, Mark Timmerman var kjörin formaður menntanefndar. Gunnar Sturluson var kosinn sem formaður aganefndar og Will Covert heldur áfram sem formaður sportnefndar.

Í sportnefnd tók Michael Weishaupt þátt í umræðum nefndarinnar og fjallaði um laktósamælingar hrossa eftir skeiðkeppnir. Nefndin tók til umræðu upplýsingar frá vinnuhóp sem fjallaði um aðgengi fatlaðra knapa var ákveðið að halda þeirri vinnu áfram. Nefndin samþykkti einnig að leggja nokkur atriði til atkvæðagreiðslu á næsta þingi þar á meðal um að fækka leyfilegum „störtum“ á dag per hest í keppni auk þess að leyfa að hestur sé járnaður upp á nýtt og fái keppnisleyfi í næstu grein eftir að hafa verið dæmdur í úr keppni vegna ófullnægjandi járningar. Nefndin fjallaði einnig um hvernig dæma skuli rétta staðsetningu hnakka, auka gildi gulu spjaldanna og tafarlausa stöðvun sýningar þegar vart verður við að hestur sé alvarlega haltur. Í sportnefnd sitja fyrir Íslands hönd Sigurbjörn Bárðarson og Hulda Gústafsdóttir.

Í kynbótanefnd fjallaði um HM í Hollandi og sammæltist um að framkvæmd kynbótadóma verði að mestu leyti eins í Sviss 2025. Þá kom Mike Weishaupt inn á fundinn og fjallaði um ýmis málefni er tengjast ræktun hrossa. Friðrik Már Sigurðsson tók sæti í nefndinni fyrir hönd Íslands og situr þar ásamt Olil Amble.

Menntanefnd hittist á afkastamiklum fundi þar sem mörg mál fengu afgreiðslu. Fyrir nefndinni liggur að að uppfæra þjálfara-matrixuna með tilliti til hestavelferðar, líkamlegs atgervis knapa og nýlegra rannsókna á reiðmennsku og þjálfun hesta. Þá var lagt til að gerður yrði sameiginlegur gagnagrunnur af fræðigreinum sem hugsaður væri fyrir hestatengda fjölmiðla til að koma vísindagreinum áfram til almennings. Herdís Reynisdóttir er fulltrúi Íslands í nefndinni.

Í frístundarnefndinni var meðal annars ákveðið að vinna enn frekar að framgöngu og skipulagningu á degi Íslenska hestsins. Rætt var um ukið aðgengi frístundaknapa að þekkingu og fræðslu undir yfirskriftinni „The leisure Academy“ þar sem unnið yrði með þekkingarmiðlun, Rider/Horse Profile (matskerfi við kaup og sölu á hestum til frístundaiðkunnar) og samstarf með menntanefnd og viðurkenningarkerfi fyrir þá sem lokið hafa námskeiðum tengdum frístundarútreiðum. Nefndin leggur einnig til að komið verði á fót viðburðadagatali þar sem viðburðir tengdir frístundareiðmennsku verði auglýstir til þess að auka sýnileika og aðgengi að viðburðum innan íslenska hestasamfélagsins á heimsvísu.

Æskulýðsnefnd fjallaði um nýliðið Youth Camp og komandi Youth Cup. Þá voru miklar umræður um hvernig við tryggjum öryggi barna og unglinga í íþróttinni. Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir situr í nefndinni fyrir hönd Íslands.

Formenn landssambandanna hittust á fundi þar sem félagslegt leyfi til ástundunar og velferðarmál tengd íslenska hestinum voru í forgrunni. Þá var verklag innan FEIF, uppbygging og ábyrgð nefnda og vinnuhópa, framtíð stjórnar FEIF, framtíð heimsmeistaramóta og fjármál FEIF til umræðu. Þá voru staðsetningar næstu fulltrúaráðsfunda ákveðnar næstu árin í þessari röð: Færeyjum, Ungverjalandi, Austurríki og Hollandi.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira