Fulltrúaþing FEIF fór fram um helgina

Berglind Karlsdóttir • 8. febrúar 2024

Fulltrúaþing FEIF fór fram um liðna helgi í Lúxemborg. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Samvinna við vísindi“ og voru þeir Mike Weishaupt og Johannes Amplatz með fyrirlestra þar sem Mike fjallaði um áhrif keppnis járninga á hreyfilífffræði og hófheilsu íslenskra hesta og Johannes fjallaði um yfirstandandi rannsókn sína um þyngd knapa sem hófst á HM 2023. Þátttaka á þinginu var með besta móti en alls voru 125 þátttakendur frá 17 af 21 aðildarlandi FEIF á staðnum. Fyrir þinginu lágu 18 mál, þar með talið tillaga um að samþykkja Rúmeníu sem nýtt aðildarland FEIF. Af þeim tillögum sem lágu fyrir þinginu var það þó tillaga um að fella út þá reglu að hæsta og lægst einkunn þegar fimm dómarar dæma falli út og einkunn allra dómara gildi í staðinn sú tillaga sem fékk hvað mesta athygli og umræður. Fór svo að tillagan var felld og reglur um einkunnargjöf standa því óbreyttar. Nýsamþykktar reglur gilda frá og með 1. apríl 2024.

Eðli málsins samkvæmt fer mikill hluti þingsins fram í nefndum. Inge Kringeland formaður ræktunarnefnd FEIF og Tone Klones formaður úrskurðarnefnd voru bæði endurkjörin. Atli Már Ingólfsson var kjörinn formaður frístundanefndar, Mark Timmerman var kjörin formaður menntanefndar. Gunnar Sturluson var kosinn sem formaður aganefndar og Will Covert heldur áfram sem formaður sportnefndar.

Í sportnefnd tók Michael Weishaupt þátt í umræðum nefndarinnar og fjallaði um laktósamælingar hrossa eftir skeiðkeppnir. Nefndin tók til umræðu upplýsingar frá vinnuhóp sem fjallaði um aðgengi fatlaðra knapa var ákveðið að halda þeirri vinnu áfram. Nefndin samþykkti einnig að leggja nokkur atriði til atkvæðagreiðslu á næsta þingi þar á meðal um að fækka leyfilegum „störtum“ á dag per hest í keppni auk þess að leyfa að hestur sé járnaður upp á nýtt og fái keppnisleyfi í næstu grein eftir að hafa verið dæmdur í úr keppni vegna ófullnægjandi járningar. Nefndin fjallaði einnig um hvernig dæma skuli rétta staðsetningu hnakka, auka gildi gulu spjaldanna og tafarlausa stöðvun sýningar þegar vart verður við að hestur sé alvarlega haltur. Í sportnefnd sitja fyrir Íslands hönd Sigurbjörn Bárðarson og Hulda Gústafsdóttir.

Í kynbótanefnd fjallaði um HM í Hollandi og sammæltist um að framkvæmd kynbótadóma verði að mestu leyti eins í Sviss 2025. Þá kom Mike Weishaupt inn á fundinn og fjallaði um ýmis málefni er tengjast ræktun hrossa. Friðrik Már Sigurðsson tók sæti í nefndinni fyrir hönd Íslands og situr þar ásamt Olil Amble.

Menntanefnd hittist á afkastamiklum fundi þar sem mörg mál fengu afgreiðslu. Fyrir nefndinni liggur að að uppfæra þjálfara-matrixuna með tilliti til hestavelferðar, líkamlegs atgervis knapa og nýlegra rannsókna á reiðmennsku og þjálfun hesta. Þá var lagt til að gerður yrði sameiginlegur gagnagrunnur af fræðigreinum sem hugsaður væri fyrir hestatengda fjölmiðla til að koma vísindagreinum áfram til almennings. Herdís Reynisdóttir er fulltrúi Íslands í nefndinni.

Í frístundarnefndinni var meðal annars ákveðið að vinna enn frekar að framgöngu og skipulagningu á degi Íslenska hestsins. Rætt var um ukið aðgengi frístundaknapa að þekkingu og fræðslu undir yfirskriftinni „The leisure Academy“ þar sem unnið yrði með þekkingarmiðlun, Rider/Horse Profile (matskerfi við kaup og sölu á hestum til frístundaiðkunnar) og samstarf með menntanefnd og viðurkenningarkerfi fyrir þá sem lokið hafa námskeiðum tengdum frístundarútreiðum. Nefndin leggur einnig til að komið verði á fót viðburðadagatali þar sem viðburðir tengdir frístundareiðmennsku verði auglýstir til þess að auka sýnileika og aðgengi að viðburðum innan íslenska hestasamfélagsins á heimsvísu.

Æskulýðsnefnd fjallaði um nýliðið Youth Camp og komandi Youth Cup. Þá voru miklar umræður um hvernig við tryggjum öryggi barna og unglinga í íþróttinni. Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir situr í nefndinni fyrir hönd Íslands.

Formenn landssambandanna hittust á fundi þar sem félagslegt leyfi til ástundunar og velferðarmál tengd íslenska hestinum voru í forgrunni. Þá var verklag innan FEIF, uppbygging og ábyrgð nefnda og vinnuhópa, framtíð stjórnar FEIF, framtíð heimsmeistaramóta og fjármál FEIF til umræðu. Þá voru staðsetningar næstu fulltrúaráðsfunda ákveðnar næstu árin í þessari röð: Færeyjum, Ungverjalandi, Austurríki og Hollandi.

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar