Símenntun þjálfara og reiðkennara FEIF

23. mars 2022

Samkvæmt reglum/lögum FEIF eiga allir reiðkennarar (Trainer 1 - 4) að taka þátt í símenntunarnámskeiði sem samþykkt er af sínu landssambandi til þess að vera skráður reiðkennari á reiðkennaralista FEIF (Matrix list)

Af hverju símenntun?

  • Til að viðhalda gæðum reiðkennara
  • Stuðla  að reglulegri uppfærslu þekkingar og hæfni reiðkennara
  • Til að fylgja markmiðum FEIF í þjálfun hesta, reiðkennslu og hestavelferð
  • Svo svipuðum reglum sé fylgt milli landa
  • Til að tryggja sambærilegar kröfur milli landa

Lágmarkskröfur sem LH setur til að halda nafni sínu á reiðkennaralistanum

Á þriggja ára tímabili þarf að taka þátt í a.m.k.: 

  • einu tveggja daga símenntunarnámskeiði sem er samþykkt af menntanefnd LH  eða  að lágmarki taka 16 símenntunareiningar (45 mín) samþykktar af menntanefnd LH.

Til að komast aftur á listann þarf að fara á eitt opinbert símenntunarnámskeið samþykkt af Menntanefnd LH eða FEIF.

Kröfur til gildra símenntunarnámskeiða

  • Opinber námskeið, auglýst og/eða samþykkt sem símenntunarnámskeið af menntanefnd FEIF eða menntanefnd LH.  

Skilafrestir

Mælt er með að ef reiðkennarar hafi tryggingu fyrir því að hafa setið/tekið þátt í símenntunarnámskeiði 2021 að skila því inn fyrir 31. mars nú 2022, en að jafnaði fyrir 1. febrúar ár hvert.  Einfaldast er þó að senda inn staðfestingu á símenntun á hverju ári þegar við á, þannig uppfærir skrifstofa LH jafnóðum.

Hvað er reiðkennaralisti?/ FEIF Matrix list?

Reiðkennaralistinn er listi sem inniheldur virka reiðkennara og þjálfara og þurfa þeir að sjá til þess sjálfir að þeir séu á þessum lista ef þeir eru virkir með því að senda tilkynningu til LH þar að lútandi. Ef reiðkennarar eru hættir störfum og vilja ekki vera á listanum er hægt að láta taka sig út, og ef engin gögn um símenntun er skilað inn á 3ja ára tímabili, verður nafn viðkomandi tekið út. Ef reiðkennari sér að hann er ekki á réttum stað á listanum þá hafi hann samband við LH og láti laga það.

Þeir sem luku símenntunarnámskeiði LH í haust (rafræna menntaráðstefnan) þurfa ekki að skila inn gögnum þar um, enda allt skráð í gegnum LH fyrir það námskeið.  Hafi reiðkennari hug á að taka þátt í námskeiði sem ekki hefur verið formlega staðfest sem símenntun af LH, getur hann sótt um að svo verði, áður en námskeiðið á sér stað. 

Flestir starfandi reiðkennarar og þjálfarar sækja sér reglulega símenntun af ýmsu tagi, margir mun meira en þessi lágmarkskrafa sem LH setur. Það er allra hagur að þeir reiðkennarar sem eru á alþjóðlegum listum sem slíkir séu líka virkir og faglega sterkir. Símenntun styður þannig okkur öll.

Staðfestingarskjal

Hér og á heimasíðu LH er hægt að finna skjal sem getur þjónað sem staðfestingarskjal og má prenta út og láta skrifa undir þegar námskeiði er lokið.  Hér má nálgast skjalið
Senda þarf svo skjalið í tölvupósti á lh@lhhestar.is eða koma með það á skrifstofu LH. 

Viðburðir verða auglýstir sem símenntunarviðburðir og hvaða einingafjöldi þeir teljast og listaðir á heimasíðu LH sjá hér.

Símenntunarnámskeið framundan

Næsta námskeið sem hægt er að fá endurmetinn er Dagur Reiðmennskunnar sem haldin er laugardaginn 26. mars í TM höllinni í Víðidal sem er 8 einingar.
Hægt er að láta kvitta undir símenntunarskjalið á Hólabásnum. 

Velkomið er að senda tölvupóst til skrifstofu LH lh@lhhestar.is ef eitthvað er óljóst eða varðandi möguleg símenntunarnámskeið. 

Kveðja,  - Menntanefnd LH

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira