Allra sterkustu 20. apríl

24. mars 2022

Allra sterkustu, fjáröflunarmót landsliðs Íslands í hestaíþróttum, verður haldið síðasta vetrardag 20. apríl í TM-reiðhöllinni í Víðidal. Allur ágóði af mótinu rennur til landsliðsins sem fer á Norðurlandamót í ágúst í Álandseyjum.

Mótið er með léttu yfirbragði, þar sem knapar í U21 landsliðhópnum sýna listir sínar og A-landsliðsknaparanir mætast á sínum sterkustu hestum. Einnig verður boðið upp á glæsisýningar hátt dæmdra kynbótahrossa og glens og gaman.  Að sýningu lokinni verður tónlist og spjall í anddyri reiðhallarinnar fram eftir kvöldi.

Stóðhestaveltan verður á sínum stað, þar sem 100 tollar undir hátt dæmda stóðhesta verða í pottinum en síðustu ár hafa færri fengið en vilja.

Happdrætti með veglegum vinningum verður til styrktar landsliðsknöpum yngri flokka sem keppa á Norðurlandamóti.

Mætum öll, gleðjumst saman og styrkjum landsliðið okkar.

Áfram Ísland!

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira