Landsmót hestamanna óskar eftir sjálfboðaliðum

4. apríl 2022

Vilt þú taka þátt í að skapa eftirminnilega umgjörð á stærsta hestaviðburði ársins ?

Landsmót hestamanna óskar eftir sjálfboðaliðum í ýmis störf fyrstu daga viðburðarins. Lagt er upp með að hver og einn skili fjórum 5 klst vöktum.

Þeir sem taka þátt í Landsmóti hestamanna fá:
- Vikupassa á Landsmót hestamanna 2022
- Mat á sinni vakt
- Jakka merktan Landsmóti hestamanna 2022

Landsmót hestamanna hafa í áranna rás verið borin uppi af óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða úr hestamannafélögum landsins. Sami eldmóður og hugsjón einkenna starfið í dag og í upphafi og margir sjálfboðaliðar gefa vinnu sína ár eftir ár. Gífurlegur undirbúningur liggur að baki þess að skipuleggja Landsmót og til að mæta kröfum nútímans um aðbúnað. Við reisum heilt þorp fyrir allt að 15.000 manns. Þitt framlag er því gríðarlega mikilvægt og skiptir höfuðmáli til að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta.

Fyrirkomulag vakta er enn í vinnslu og verða þeir sjálfboðaliðar sem skrá sig til leiks látnir vita af fyrirkomulaginu um leið og það er ákveðið.

Allar nánari upplýsingar um sjálfboðastarf á Landsmóti hestamanna 2022 má nálgast með því að smella hér.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira