Glæsilegur árangur í slaktaumatölti

6. ágúst 2025

Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki. 




Nú er forkeppni í slaktaumatölti lokið.  Helga Una Björnsdóttir með Ósk frá Stað og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með Hulinn frá Breiðstöðum leiða eftir forkeppni í slaktaumatölti með einkunnina 8.17 eftir glæsilegar sýningar. Sara Sigurbjörnsdóttir og Spuni vom Heesberg gerðu fína sýningu og enduðu með einkunnina 7,47, sem tryggir þeim sæti í B úrslitum. 


Aðrir keppendur sem tryggðu sér sæti í A-úrslitum eru Christina Johansen og Nóri frá Vivildgård með einkunina 7,97 en þau keppa fyrir hönd Danmerkur, Oliver Egli og Hákon frá Bárekstöðum með einkunnina 7,87 og keppa þau fyrir hönd Sviss og loks Frauke Schenzel og Óðinn vom Habichtswald með einkunnina 7,80 en þau keppa fyrir Þýskaland. 


Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Arion frá Miklholti kepptu í slaktaumatölti í ungmennaflokki og skiluðu glæsilegum tölum með einkunnina 7,50 og efsta sæti inn í úrslit í sínum flokki. Þau fara langefst inn í A-úrslitin. Næst á eftir þeim eru Léni Köster og Rögnir frá Hvoli með einkunn upp á 6,80 en þau keppa fyrir hönd Þýskalands.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu í slaktaumatölti (T2.)






Fréttasafn

7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
Lesa meira