Heimsmeistari í gæðingaskeiði

6. ágúst 2025

Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025

Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli þegar Jón Ársæll Bergmann & Harpa frá Höskuldsstöðum sigruðu gæðingaskeið ungmenna með einkunnina 7,67! Í fimmta sæti var Matthías Sigurðsson með Magneu frá Staðartungu og einkunnina 6,46. Þórgunnur Þórarinsdóttir hlaut 6,13 í einkunn og áttunda sæti. 



Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka gáfu allt í þetta og skildu ekkert eftir á vellinum. Þau uppskáru annað sæti í gæðingaskeiði með einkunn upp á hvorki meira né minna en 8,79 en sigurvegari var Laura Enderes frá Þýskalandi á Fannari von der Elschenau með einkunnina 8,92. Í kvöld báru þau höfuð og herðar yfir aðra keppendur og sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr. Í þriðja sæti var Ladina Sigurbjörnsson Foppa með Styrlu frá Skarstad en þær hlutu 8,04 í einkunn. 


Fréttasafn

7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
Lesa meira