Heimsmeistari í gæðingaskeiði
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli þegar Jón Ársæll Bergmann & Harpa frá Höskuldsstöðum sigruðu gæðingaskeið ungmenna með einkunnina 7,67! Í fimmta sæti var Matthías Sigurðsson með Magneu frá Staðartungu og einkunnina 6,46. Þórgunnur Þórarinsdóttir hlaut 6,13 í einkunn og áttunda sæti.
Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka gáfu allt í þetta og skildu ekkert eftir á vellinum. Þau uppskáru annað sæti í gæðingaskeiði með einkunn upp á hvorki meira né minna en 8,79 en sigurvegari var Laura Enderes frá Þýskalandi á Fannari von der Elschenau með einkunnina 8,92. Í kvöld báru þau höfuð og herðar yfir aðra keppendur og sýndu svo sannarlega hvað í þeim býr. Í þriðja sæti var Ladina Sigurbjörnsson Foppa með Styrlu frá Skarstad en þær hlutu 8,04 í einkunn.

Fréttasafn







