Kynbótadómar á HM

6. ágúst 2025

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum. Fulltrúi Íslands Í flokki fimm vetra hryssna er Óskastund frá Steinnesi en hún var sýnd af Árna Birni Pálssyni. Óskastund hlaut 8,47 fyrir hæfileika og 8,41 í aðaleinkunn. Faðir hennar er Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og móðir er Óskadís frá Steinnesi. Ræktandi hennar er Magnús Jósefsson en eigandi er Anja Egger og Kronshof. Óskastund hlaut í dag 8.47 fyrir hæfileika & 8.41 í aðaleinkunn. Óskastund stendur efst í sínum flokki eftir fordóm en yfirlitssýning fer fram á fimmtudag og föstudag. 




Í flokki fimm vetra stóðhesta er fulltrúi Íslands Sörli frá Lyngási sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Sörli stendur annar í sínum flokk með einkunina 8,38 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn. Ræktandi hans er Lárus Ástmar Hannesson en Sörli er undan Pensli frá Hvolsvelli og Athöfn frá Stykkishólmi. Hann hækkaði hæfileika einkunn sína frá því í vor og hlaut í dag 8.38 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn.

Í flokki sex vetra hryssna voru sýndar þrjár hryssur. Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Ólga frá Lækjamóti & sýnandi hennar Benjamín Sandur Ingólfsson. Ólga er undan Spaða frá Stuðlum og Ísey frá Lækjamóti en hún er ræktuð af Ísólfi Líndal Þórissyni og Vigdísi Gunnarsdóttur. Eigandi hennar er Stephanie Brassel. Ólga hlaut í dag 8.32 fyrir hæfileika og 8.21 í aðaleinkunn. Í flokki sex vetra stóðhesta mættu sjö hestar til dóms. Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Drangur frá Ketilsstöðum og sýnandi hans Viðar Ingólfsson. Ræktandi og eigandi er Bergur Jónsson. Drangur er undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Tíbrá frá Ketilsstöðum. Þeir áttu góða sýningu og hlutu 8.52 fyrir hæfileika og 8.53 í aðaleinkunn. Þeir eru efstir í sínum flokki eftir fordóm.

Í flokki sjö vetra og eldri hryssna, voru fimm hryssur sýndar. Fulltrúi Íslands er Eind frá Grafarkoti sýnd af Bjarna Jónassyni. Hún er undan Kiljani frá Steinnesi og Köru frá Grafarkoti, ræktandi hennar er Herdís Einarsdóttir en eigendur eru Bjarni Jónasson og Anja Egger-Meier. Hún hlaut í dag 8.43 fyrir hæfileika og 8.41 í aðaleinkunn. 

Í elsta flokki stóðhesta voru átta hestar sýndir.  Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sýndur af Árna Birni Pálssyni. Hann er undan Organista frá Horni og Tíbrá frá Ketilsstöðum. Ræktendur hans eru Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir en eigandi er Stutteri Egebjerggård I/S. Hljómur hlaut 8.77 í aðaleinkunn og 8.78 fyrir hæfileika sem er hæsta einkunn í þessum flokki eftir fordóm.




Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira