Kynbótadómar á HM

6. ágúst 2025

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.

Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum. Fulltrúi Íslands Í flokki fimm vetra hryssna er Óskastund frá Steinnesi en hún var sýnd af Árna Birni Pálssyni. Óskastund hlaut 8,47 fyrir hæfileika og 8,41 í aðaleinkunn. Faðir hennar er Adrían frá Garðshorni á Þelamörk og móðir er Óskadís frá Steinnesi. Ræktandi hennar er Magnús Jósefsson en eigandi er Anja Egger og Kronshof. Óskastund hlaut í dag 8.47 fyrir hæfileika & 8.41 í aðaleinkunn. Óskastund stendur efst í sínum flokki eftir fordóm en yfirlitssýning fer fram á fimmtudag og föstudag. 




Í flokki fimm vetra stóðhesta er fulltrúi Íslands Sörli frá Lyngási sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Sörli stendur annar í sínum flokk með einkunina 8,38 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn. Ræktandi hans er Lárus Ástmar Hannesson en Sörli er undan Pensli frá Hvolsvelli og Athöfn frá Stykkishólmi. Hann hækkaði hæfileika einkunn sína frá því í vor og hlaut í dag 8.38 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn.

Í flokki sex vetra hryssna voru sýndar þrjár hryssur. Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Ólga frá Lækjamóti & sýnandi hennar Benjamín Sandur Ingólfsson. Ólga er undan Spaða frá Stuðlum og Ísey frá Lækjamóti en hún er ræktuð af Ísólfi Líndal Þórissyni og Vigdísi Gunnarsdóttur. Eigandi hennar er Stephanie Brassel. Ólga hlaut í dag 8.32 fyrir hæfileika og 8.21 í aðaleinkunn. Í flokki sex vetra stóðhesta mættu sjö hestar til dóms. Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Drangur frá Ketilsstöðum og sýnandi hans Viðar Ingólfsson. Ræktandi og eigandi er Bergur Jónsson. Drangur er undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Tíbrá frá Ketilsstöðum. Þeir áttu góða sýningu og hlutu 8.52 fyrir hæfileika og 8.53 í aðaleinkunn. Þeir eru efstir í sínum flokki eftir fordóm.

Í flokki sjö vetra og eldri hryssna, voru fimm hryssur sýndar. Fulltrúi Íslands er Eind frá Grafarkoti sýnd af Bjarna Jónassyni. Hún er undan Kiljani frá Steinnesi og Köru frá Grafarkoti, ræktandi hennar er Herdís Einarsdóttir en eigendur eru Bjarni Jónasson og Anja Egger-Meier. Hún hlaut í dag 8.43 fyrir hæfileika og 8.41 í aðaleinkunn. 

Í elsta flokki stóðhesta voru átta hestar sýndir.  Fulltrúi Íslands í þeim flokki er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sýndur af Árna Birni Pálssyni. Hann er undan Organista frá Horni og Tíbrá frá Ketilsstöðum. Ræktendur hans eru Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir en eigandi er Stutteri Egebjerggård I/S. Hljómur hlaut 8.77 í aðaleinkunn og 8.78 fyrir hæfileika sem er hæsta einkunn í þessum flokki eftir fordóm.




Fréttasafn

7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
Lesa meira