Heimsmet á Íslandsmóti

28. júní 2025

Dásamlegur dagur að baki á Brávöllum, Selfossi þar sem veðrið lék við keppendur á Íslandsmótinu í hestaíþróttum.



Dagurinn hófst af krafti þegar seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði fóru fram en þar gerðu þeir Konráður Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk sér lítið fyrir og settu nýtt heimsmet þegar þeir fóru brautina á einungis 21,06 sek. Fyrra heimsmet var 21,07 sek.

Dásamlegur dagur að baki á Brávöllum, Selfossi þar sem veðrið lék við keppendur á Íslandsmótinu í hestaíþróttum.

Dagurinn hófst af krafti þegar seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði fóru fram en þar gerðu þeir Konráður Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk sér lítið fyrir og settu nýtt heimsmet þegar þeir fóru brautina á einungis 21,06 sek. Fyrra heimsmet var 21,07 sek.


Næstir voru þeir Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi á tímanum 21,72 sek. Þriðji besti tíminn var svo 21,97 sek hjá Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri.


Í ungmennaflokki var spennan einnig mikil. En þar var það næst besti tími Söru Dís Snorradóttur og Djarfs frá Litla-Hofi sem gerði útslagið, þar sem Sara og Djarfur áttu jafnan besta tíma og Guðmar Hólm og Alviðra frá Kagaðarhóli upp á 22,28 sek og sker þá næst besti tími parsins út um úrslitin. Í þriðja sæti voru svo þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk á 22,52 sek.


Í 150m skeiði var spennan síst minni og margir að fara sinn besta sprett á árinu. Hans Þór og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði náðu sér ekki á strik í fyrsta sprett en bættu fyrir það og leiddu alla hina sprettina og komu í mark á besta tímanum 13,93sek sem er einnig þeirra besti tími og Íslandsmeistaratitill í höfn.


Konráð Valur og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II voru með annan besta með tímann 14,10 sek. og þeir þriðju voru Þorgeir Ólafsson og Grunur frá Lækjarbrekku 2 á 14,19 sek.


Í ungmennaflokki var farinn einn gildur sprettur og voru það þær Sigurbjörg Helgadóttir og Hörpurós frá Helgatúni á fanta góðum tíma eða 14,83 sek og Íslandsmeistara titill í höfn en þess má geta að einungis 6 knapar í fullorðins flokk voru undir 15 sek.


Deginum var að öðru leyti varið í Búrslit sem voru mörg hver mjög jöfn og spennandi.


Í fullorðinsflokk fóru leikar svo:


Í Tölti var það Brynja Kristín og Sunna frá Haukagili Hvítársíðu sem áttu bestu sýninguna og koma í A úrslit á morgun, þær hlutu 8,33 í einkunn.


Í Slaktaumatölti voru það Hanne og Tónn frá Hjarðartúni sem nældu sér í sæti í A úrslitum með 8,04 í einkunn.


Í fjórgangi voru það þau Barbara og Loftur frá Kálfsstöðum sem stóðu efst með 7,83 í einkunn.


Í fimmgangi voru það þeir Teitur og Leynir frá Garðshorni á Þelamörk sem voru hlutskarpastir með 7,67 í einkunn.


Í ungmennaflokki tryggði Matthías Sigurðsson sig áfram í tveimur greinum, hann sýndi það á Landsmóti í sumar að það er leið sem hentar honum ágætlega, hann mun mæta til úrslita í Slaktaumatölti og Fjórgangi.



Í Tölti var það Eva og Logi frá Lerkiholti sem fara í Aúrslit og í fimmgangi var það Sara Dís og Kvistur frá Reykjavöllum sem tryggðu sig áfram og mæta til úrslita á morgun.

 


Fréttasafn

25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
Lesa meira