Æsi spennandi lokadagur Íslandsmóts

29. júní 2025

Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.

100m Skeið

Dagurinn hófst á keppni í 100 metra skeiði. Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk bætt við sig Íslandsmeistara titli þegar þeir fóru brautina á besta tímanum 7,40 sek.


En keppnin var jöfn og rétt á eftir þeim á tímanum 7,47 voru þau Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ. Í þriðja sæti voru svo Sigurður Sigurðarson og Tromma frá Skúfslæk á 7,51 sek.


Í ungmennaflokki voru það þau Kristján Árni og Krafla frá Syðri-Rauðalæk sem voru fljótustu en þau fóru 100 m. á tímanum 7,59 sek. Hann er einnig Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði. Í öðru sæti varð Guðrún Lilja og Glitnir frá Skipaskaga tímanum 7,84 og í því þriðja Sara Dís Snorradóttir á Djarfi frá Litla-Hofi á 7,84 sek.


Fjórgangur

Fyrsta atriði eftir hádegi var svo A úrslit í fjórgangi ungmenna. Þar var keppnin hörð og voru allir knapar með yfir 7 í einkunn. Það var þó glæsileg og jöfn sýning hjá Védísi Huld og Ísak frá Þjórsárbakka sem tryggði þeim sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn.


Í öðru sæti er Guðmar Hólm á Gretti frá Hólum  með 7,43 í einkunn og þriðji varð Ragnar Snær á Stimpil frá Strandarhöfði með 7,40 í einkunn. Ragnar keppir sem gestur á mótinu og tekur því ekki sæti. Fjórði var Jón Ársæll og Halldóra frá Hólaborg, en þau leiddu inn í úrslitin. Þau eru einnig Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum.


A úrslit í fjórgangi fullorðinna voru einnig ákaflega spennandi. Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði komu efst inn í úrslitin og sigruðu nokkuð örugglega með 8,20 í einkunn en líkt og í forkeppninni voru þeir og Jakob Svavar á Skarpi frá Kýrholti rétt á hælunum á þeim og enduðu með 8,07. Árni Björn og Kriki frá Krika gerðu líka harða atlögu í úrslitunum og enduðu með 8,03.


Barbara Wenzl og Loftur frá Kálfsstöðum hlutu að sýningu lokinni FT fjöðrina, í umsögn FT fjöðrina segir: ,,Reiðmennska þess sem FT fjöðrina hlýtur skal einkennast af léttleika, lipurð og samspili þar sem saman fer einstök útgeislun og jafnvægi. Knapi og hestur ljóma af heilbrigði, lífskrafti og gleði.“

Fimmgangur

Næst á dagskrá var keppni í fimmgang. Að venju hófust leikar í ungmennaflokki þar sem Jón Ársæll og Harpa frá Höskuldsstöðum áttu frábæra sýningu og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 7,55 í einkunn.  Næst á eftir þeim voru þau Fanndís  og Sproti frá Vesturkoti með 7,43 í einkunn.


Í þriðja sæti og jafnframt Íslandsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum var Þórgunnur Þórarinsdóttir á Djarfi frá Flatatungu með 7,36 í einkunn. Hún hlaut einnig FT fjöðrina. Glæsilegur árangur það.


A úrslit í flokki fullorðinna var einnig mjög spennandi og rak þar hver glæsi sýningin aðra. Það fór þó svo að Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 sem leiddu eftir forkeppni héldu uppteknum hætti og standa uppi sem Íslandsmeistarar í fimmgangi með 7,76 í einkunn.


Í öðru sæti voru þeir Teitur Árnason og Leynir frá Garðshorni með 7,71. Þriðja var svo  Glódís Rún á Snillingi frá Íbishóli með 7,62 í einkunn.




Slaktaumatölt

Þá var komið að keppni ungmenna í Slaktaumatölti. Þar voru það Jón Ársæll og Díana frá Bakkakoti sem áttu sviðið og nældu sér í sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. Í öðru sæti voru þau Lilja Rún og Arion frá Miklholti með 7,75 í einkunn, en þau eru gestir á mótinu og taka þar af leiðandi ekki sæti. Silfrið komi því hendur Huldu Maríu og Lifra frá Lindarlundi sem hlutu  7,63 í einkunn.


Í fullorðinsflokki var virkilega spennandi og máttu litlu muna milli keppenda. En það voru það svo þær Helga Una og Ósk frá Stað sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 8,63 í einkunn eftir glæsilega sýningu.

Jöfn í örðu sæti með 8,46 í einkunn voru svo þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum og Jakob Svavar Sigurðsson á Hrefnu frá Fákshólum.

Tölt

Það má segja að stemmingin hafi verið orðin rafmögnuð þegar komið var að keppni í tölti.  Dagurinn búinn að líða á ljóshraða á sterku og glæsilegu Íslandsmóti þar sem mótshaldarar eiga stórt hrós skilið.


Í ungmennaflokki komu efst inn Jón Ársæll og Heiður frá Eystra-Fróðholti, en þrátt fyrir drengilega keppni náður þeir ekki að skáka Védísi Huld og Ísak frá Þjórsárbakka sem hömpuðu sínum öðrum Íslandsmeistaratitli eftir frábæra sýningu sem hlaut 8,00 í einkunn. Jón og Heiður hlutu 7,89 og næstir á eftir þeim voru þeir Guðmar og Grettir frá Hólum með 7,78 í einkunn.


En dagurinn leið ekki án þess að þar væri að finna örlitla dramatík. Það var ljóst frá upphafi að það stefndi í feikilega spennandi keppni milli þeirra Ásmundar, Jakobs og Árna á sínum úrvals tölthestum Hlökk, Skarp og Kastaníu og mátti vart á milli muna fyrr en komið var að hraða töltinu en þá fór því miður skeifa undan Hlökk og þar með voru draumar þeirra Ásmundar um að bæta við sig titli út um þúfur. En þau leiddu inn í forkeppnina með 9,13 í einkunn og hefðu einnig getað keppt til úrslita í slaktaumatölti.


Jakob Svavar og Skarpur kláruðu hins vegar sýninguna sína með stæl og tryggðu sér Íslandsmeistaratitil eftir að hafa hlotið 9,33 í einkunn. Í örðu sæti voru þau Árni Björn og Kastanía frá Kvistum með 8,94 og í þriðja sæti voru þeir Flosi Ólafsson og Röðull frá Haukagili á Hvítársíðu með 8,89 í einkunn.



Frábæru Íslandsmóti er nú lokið við óskum öllum ný krýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju og þökkum öllum keppendum, mótshöldurum og sjálfboðaliðum fyrir þeirra aðkomu að þessu glæsilega móti.


Fréttasafn

25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
Lesa meira