Æsi spennandi lokadagur Íslandsmóts

29. júní 2025

Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.

100m Skeið

Dagurinn hófst á keppni í 100 metra skeiði. Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk bætt við sig Íslandsmeistara titli þegar þeir fóru brautina á besta tímanum 7,40 sek.


En keppnin var jöfn og rétt á eftir þeim á tímanum 7,47 voru þau Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ. Í þriðja sæti voru svo Sigurður Sigurðarson og Tromma frá Skúfslæk á 7,51 sek.


Í ungmennaflokki voru það þau Kristján Árni og Krafla frá Syðri-Rauðalæk sem voru fljótustu en þau fóru 100 m. á tímanum 7,59 sek. Hann er einnig Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði. Í öðru sæti varð Guðrún Lilja og Glitnir frá Skipaskaga tímanum 7,84 og í því þriðja Sara Dís Snorradóttir á Djarfi frá Litla-Hofi á 7,84 sek.


Fjórgangur

Fyrsta atriði eftir hádegi var svo A úrslit í fjórgangi ungmenna. Þar var keppnin hörð og voru allir knapar með yfir 7 í einkunn. Það var þó glæsileg og jöfn sýning hjá Védísi Huld og Ísak frá Þjórsárbakka sem tryggði þeim sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn.


Í öðru sæti er Guðmar Hólm á Gretti frá Hólum  með 7,43 í einkunn og þriðji varð Ragnar Snær á Stimpil frá Strandarhöfði með 7,40 í einkunn. Ragnar keppir sem gestur á mótinu og tekur því ekki sæti. Fjórði var Jón Ársæll og Halldóra frá Hólaborg, en þau leiddu inn í úrslitin. Þau eru einnig Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum.


A úrslit í fjórgangi fullorðinna voru einnig ákaflega spennandi. Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði komu efst inn í úrslitin og sigruðu nokkuð örugglega með 8,20 í einkunn en líkt og í forkeppninni voru þeir og Jakob Svavar á Skarpi frá Kýrholti rétt á hælunum á þeim og enduðu með 8,07. Árni Björn og Kriki frá Krika gerðu líka harða atlögu í úrslitunum og enduðu með 8,03.


Barbara Wenzl og Loftur frá Kálfsstöðum hlutu að sýningu lokinni FT fjöðrina, í umsögn FT fjöðrina segir: ,,Reiðmennska þess sem FT fjöðrina hlýtur skal einkennast af léttleika, lipurð og samspili þar sem saman fer einstök útgeislun og jafnvægi. Knapi og hestur ljóma af heilbrigði, lífskrafti og gleði.“

Fimmgangur

Næst á dagskrá var keppni í fimmgang. Að venju hófust leikar í ungmennaflokki þar sem Jón Ársæll og Harpa frá Höskuldsstöðum áttu frábæra sýningu og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 7,55 í einkunn.  Næst á eftir þeim voru þau Fanndís  og Sproti frá Vesturkoti með 7,43 í einkunn.


Í þriðja sæti og jafnframt Íslandsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum var Þórgunnur Þórarinsdóttir á Djarfi frá Flatatungu með 7,36 í einkunn. Hún hlaut einnig FT fjöðrina. Glæsilegur árangur það.


A úrslit í flokki fullorðinna var einnig mjög spennandi og rak þar hver glæsi sýningin aðra. Það fór þó svo að Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 sem leiddu eftir forkeppni héldu uppteknum hætti og standa uppi sem Íslandsmeistarar í fimmgangi með 7,76 í einkunn.


Í öðru sæti voru þeir Teitur Árnason og Leynir frá Garðshorni með 7,71. Þriðja var svo  Glódís Rún á Snillingi frá Íbishóli með 7,62 í einkunn.




Slaktaumatölt

Þá var komið að keppni ungmenna í Slaktaumatölti. Þar voru það Jón Ársæll og Díana frá Bakkakoti sem áttu sviðið og nældu sér í sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. Í öðru sæti voru þau Lilja Rún og Arion frá Miklholti með 7,75 í einkunn, en þau eru gestir á mótinu og taka þar af leiðandi ekki sæti. Silfrið komi því hendur Huldu Maríu og Lifra frá Lindarlundi sem hlutu  7,63 í einkunn.


Í fullorðinsflokki var virkilega spennandi og máttu litlu muna milli keppenda. En það voru það svo þær Helga Una og Ósk frá Stað sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 8,63 í einkunn eftir glæsilega sýningu.

Jöfn í örðu sæti með 8,46 í einkunn voru svo þau Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum og Jakob Svavar Sigurðsson á Hrefnu frá Fákshólum.

Tölt

Það má segja að stemmingin hafi verið orðin rafmögnuð þegar komið var að keppni í tölti.  Dagurinn búinn að líða á ljóshraða á sterku og glæsilegu Íslandsmóti þar sem mótshaldarar eiga stórt hrós skilið.


Í ungmennaflokki komu efst inn Jón Ársæll og Heiður frá Eystra-Fróðholti, en þrátt fyrir drengilega keppni náður þeir ekki að skáka Védísi Huld og Ísak frá Þjórsárbakka sem hömpuðu sínum öðrum Íslandsmeistaratitli eftir frábæra sýningu sem hlaut 8,00 í einkunn. Jón og Heiður hlutu 7,89 og næstir á eftir þeim voru þeir Guðmar og Grettir frá Hólum með 7,78 í einkunn.


En dagurinn leið ekki án þess að þar væri að finna örlitla dramatík. Það var ljóst frá upphafi að það stefndi í feikilega spennandi keppni milli þeirra Ásmundar, Jakobs og Árna á sínum úrvals tölthestum Hlökk, Skarp og Kastaníu og mátti vart á milli muna fyrr en komið var að hraða töltinu en þá fór því miður skeifa undan Hlökk og þar með voru draumar þeirra Ásmundar um að bæta við sig titli út um þúfur. En þau leiddu inn í forkeppnina með 9,13 í einkunn og hefðu einnig getað keppt til úrslita í slaktaumatölti.


Jakob Svavar og Skarpur kláruðu hins vegar sýninguna sína með stæl og tryggðu sér Íslandsmeistaratitil eftir að hafa hlotið 9,33 í einkunn. Í örðu sæti voru þau Árni Björn og Kastanía frá Kvistum með 8,94 og í þriðja sæti voru þeir Flosi Ólafsson og Röðull frá Haukagili á Hvítársíðu með 8,89 í einkunn.



Frábæru Íslandsmóti er nú lokið við óskum öllum ný krýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju og þökkum öllum keppendum, mótshöldurum og sjálfboðaliðum fyrir þeirra aðkomu að þessu glæsilega móti.


Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira