Hestarnir okkar keppa á MUSTAD

2. júlí 2025

Í dag eru 32 dagar í að HM í hestaíþróttum hefjist og óhætt að segja að farið sé að örla á töluverðri eftirvæntingu með hestaáhuga fólks, en ekki síst meðal þeirra knapa sem standa nú með tærnar rétt við rás markið og bíða þess og vona að verða kallaðir inn í hópinn, en línurnar eru að skýrast með það nú þegar Íslandsmóti er rétt lokið.

Í undirbúningi á vegferð sem þessari þarf að huga að mörgu og eitt af því sem skiptir sköpum í ferlinu er að huga vel að járningum bæði heima áður en haldið er út en ekki síst á meðan á mótinu sjálfu stendur. Í teymi Íslands er því járningamaður og líkt og undangengin ár mun Erlendur Árnason fylgja liðinu á HM.


Við slógum á þráðinn til Ella á Skíðbakka eins og hann er jafnframt kallaður.


Hvað hefur oft fylgt liðnu á stórmót?

„Það er nú ekkert svo langt síðan ég fór að fylgja liðinu, hef farið á síðustu þrjú mót og fer með til Sviss. Ég tel að það sé mikilvægt að það sé járningamaður í teyminu sem hefur mikla reynslu af keppnis- og kynbótajárningum. Það er margt sem getur komið upp á ögurstundu og þá er gott að búa að reynslunni sem getur skilið á milli þess hvort hesturinn verði keppnisfær eða ekki, eins og sýndi sig sannarlega á síðasta móti þegar skeifa fór undan hjá hestinum hennar Herdísar rétt áður en komið var að keppni í tölti, hennar einu grein á mótinu. Það fór á besta mögulega veg og þau stóðu uppi sem Heimsmeistarar.“


„Á mótinu er ég ekki einungis að huga að járningum, ég sé einnig um að fara með hestana í fóta -og búnaðarskoðun og tek þannig það álag af knöpunum. Þar er ég mjög reyndur þekki þetta af eigin raun sem dómari og er með allar reglur á hreinu.“


„Sem hluti af landsliðsteyminu eru svo fjölmörg önnur verkefni ég tek að mér þegar á mótið er komið til dæmis redda reiðhjólum og bílaleigubílum fyrir utan annað snatt. Svo getur ýmislegt komið upp á sem þarf að redda og þá hef ég oft getað lagt mitt af mörkum. Til dæmis slasaðist knapi á ökla á síðasta móti og þá gat ég stigið inn í verkefnin hans.“


Þú járnar töluvert af keppnis og kynbótahrossum ekki satt?


,,Jú heldur betur, ég sérhæfi mig algjörlega í því og á síðustu árum hef ég verið að járna í kringum 20% af öllum sýndum kynbótahrossum á landinu þá taldist mér til að um þriðjungur af hestunum í fullorðinsflokki á Íslandsmóti hafi verið járnaður af mér.“


„Stór hluti þeirra hesta sem hafa verið að fara á HM síðustu ár hef ég einnig verið að járna og það er mjög mikill kostur fyrir mig, þá þekki ég hestinn og hvað það er sem ég vil leggja til í járningum og hófhirðu þess hests.“


„Ég er að vinna alla daga, við að járna hesta fyrir þessi verkefni og legg mig gífurlega mikið fram við það. Alla jafna er ég að járna 6-7 hesta á dag, fimm daga vikunnar. Þannig reiknast mér til að ég hafi járnað um 50.000 hesta á ferlinum sem verður að teljast nokkuð gott. En þetta er mjög krefjandi vinna og eins og aðrir íþróttamenn og þeir sem vilja vera í fremstu röð þarf maður að hugsa vel um skrokkinn á sér. Ég fer til mynda alltaf í ræktina áður en ég fer að járna til að styrkja mig og halda mér í góðu formi. Það gengur ekki að vera með bumbuna út í loftið ef maður ætlar að vera að járna á þessu leveli.“


Hvernig kom það til að þú fórst að járna?


„Ég er alinn upp í sveit og í kringum hesta og þeir hafa alltaf verið mitt aðal áhugamál. Ég fór á Hóla fyrir 35 árum og fór svo í framhaldinu að vinna í Þýskalandi þar sem ég var að þjálfa og temja hesta. Þar var ég einnig að járna með fram hinu en fann svo þegar ég kom heim aftur í kringum 2004 að köllunin mín lægi meira á sviði járninga en tamninga. Það skiptir hins vegar miklu máli að ég hef góða þekkingu og tilfinningu fyrir hreyfifræði hesta og ég hef alltaf spáð mikið í því. Þegar maður er að járna hesta fyrir ákveðin verkefni er lykilatriði að skilja hvernig hesturinn hreyfir sig og hvað þarf til, svo að járningin bæti þá góðu kosti sem hesturinn hefur yfir að búa. Járningin er einn af þessum hlekkjum sem þurfa að hanga saman svo hesturinn geti náð sínum besta árangri.“


Nú keppir landsliðið á Mustad skeifum hvernig hefur það reynst?


„Það skiptir auðvitað mjög miklu máli að vera með góðar skeifur og Mustad býður upp á skeifur í fremstu röð. Ég vel skeifur sem passa hestinum vel og hef verið sérstaklega ánægður með nýju Mustad Libero Ice afturfótaskeifurnar, þar hafa gott lag og passa vel undir flesta hesta. Þær henta okkar íslenska gang hesti vel og það er mín tilfinning að það sé mun minna um ágrip þegar þær eru notaðar.“


„Við vorum einnig að nota Mustad á síðasta móti og þar vantaði ekki árangurinn og ég geri ráð fyrir því að þær muni einnig hjálpa okkur að ná langt á þessu móti.“

 

Við þökkum Ella kærlega fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í sínum verkefnum á HM.  Við bendum jafnframt á að Mustad skeifurnar fást í verslunum Líflands, en það eru OJ&K sem eru með umboðið fyrir Mustad á Íslandi.



#Áfram Ísland.

 

Fréttasafn

30. desember 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari U21-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
Lesa meira