Lausir dagar á Skógarhólum í júlí

3. júlí 2025

Skógarhólar hinn geysi vinsæli áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur fengið góða andlitslyftinu á síðustu misserum og tekur nú enn betur á móti gestum. Nokkuð er um lausa daga í júlí.

Skógarhólar eiga sérstakan stað í hjörtum margra hestamanna en þar voru lögð drögin að stofnun LH auk þess sem fyrsta Landsmótið var haldið þar. Staðurin er falin perla, umvafinn einstakri náttúru, sögu og skemmtilegum reiðleiðum.



Þjóðgarðurinn skartar sínu fegursta um þessar mundir. Hægt er að nálgast upplýsingar um laus pláss með því að senda póst á skogarholar@lhhestar.is. Húsið tekur 30 í gistingu og matsalur rúmar allt að 50 manns. Fimm næturhólf eru fyrir hesta á Skógarhólum auk hólfa í Svartagili. Þá er einnig hægt að tjalda á staðnum.


Gjaldskrá og frekari upplýsingar má finna hér á síðunni: Skógarhólar


Þá er einnig um að gera að fylgja Skógarhólum á facebook: Skógarhólar á Facebook


Fyrr í sumar heyrðum við í Helgu Skowronski er umsjónarmanni Skógarhóla:


Er komið sumar á Skógarhólum?


,,Já, nú er sumarið komið á fullt hér á Skógarhólum, blóm í haga allt að verða eins best verður á kosið. Hér eru öll herbergi nýmáluð, klósett aðstaðan er orðin betri og nýlega var tekin í gagnið sturta sem gerir heimsóknir hingað enn betri. Þá er líka búið að lakka gólfin í eldhúsi og á gangi. Setustofan heldur líka mun betur hita eftir að gaflinn var þéttur og nýtt bárujárn sett yfir.“


En úti hvernig er staðan þar?


„Úti er búið að taka gamla pallinn sem var fyrir framan herbergin og var orðinn nokkuð lúinn í staðinn er komin möl sem kemur vel út, auk þess sem mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið á staðnum sem breytir ásýndinni og gerir þetta allt snyrtilegra.“


„Hér eru svo komin ný grill sem Húsasmiðjan gaf okkur og vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir það.“


En hvernig hafa bókanir farið af stað?


„Það hefur verið ágætis rennirí hingað í vor enda veðrið búið að vera gott og um helgina koma tveir stórir hópar, svo það má sannarlega segja að hér sé sumarið að komast á fullt, en enn er nóg af lausum dögum fyrir þá sem ekki hafa enn skipulagt ferð sína hingað í sumar.“


Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Skógarhólar í eigu Hestamannafélaganna í landinu þar býðst hestamönnum sem eru í hestamannafélögum býðst gisting á sérstökum kjörum. Staðurinn er tilvalinn fyrir hópa og hverskonar hópefli, til dæmis æskulýðshópa hestamannafélaganna. Þá er einnig tilvalið fyrir hópa að koma með hross, gista eina nótt og ríða út í hinu ómótstæðilega umhverfi sem þjóðgarðurinn býður upp á.


Húsið tekur 30 í gistingu og matsalur rúmar allt að 50 manns. Fimm næturhólf eru fyrir hesta á Skógarhólum auk hólfa í Svartagili. Þá er einnig hægt að tjalda á staðnum.


Tekið er á móti bókunum á skogarholar@lhhestar.is, gjaldskrá og frekari upplýsingar má finna hér á síðunni: Skógarhólar


Þá er einnig um að gera að fylgja Skógarhólum á facebook: Skógarhólar á Facebook




Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 4. júlí 2025
Nú er einn mánuður í að HM í Sviss hefjist. Þá er ekki úr vegi að minnast þeirrar gífurlegu stemningu og gleði sem einkenndi síðasta mót.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 2. júlí 2025
Í dag eru 32 dagar í að HM í hestaíþróttum hefjist og óhætt að segja að farið sé að örla á töluverðri eftirvæntingu með hestaáhuga fólks, en ekki síst meðal þeirra knapa sem standa nú með tærnar rétt við rás markið og bíða þess og vona að verða kallaðir inn í hópinn, en línurnar eru að skýrast með það nú þegar Íslandsmóti er rétt lokið.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. júní 2025
Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. júní 2025
Dásamlegur dagur að baki á Brávöllum, Selfossi þar sem veðrið lék við keppendur á Íslandsmótinu í hestaíþróttum.  Dagurinn hófst af krafti þegar seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði fóru fram en þar gerðu þeir Konráður Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk sér lítið fyrir og settu nýtt heimsmet þegar þeir fóru brautina á einungis 21,06 sek. Fyrra heimsmet var 21,07 sek.
27. júní 2025
Jón Ársæll leiðir keppni í Fimmgang, Fjórgang, Tölti og Slaktaumatölti ungmenna.
Eftir Berglind Karlsdóttir 27. júní 2025
Jón Ársæll leiðir líka í fimmgangi
Eftir Berglind Karlsdóttir 27. júní 2025
Tilkynning frá stjórn LH um þátttökurétt á Fjórðungsmóti Vesturlands
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 26. júní 2025
Kristján Árni og Súla frá Kanastöðum eru Íslandsmeistarar í ungmennaflokki, annað árið í röð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 25. júní 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót í hestaíþróttum á Brávöllum, Selfossi. Mótið hófst á keppni í fjórgangi.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 25. júní 2025
Icelandair Cargo hefur áratuga reynslu af hestaflutningum á milli landa og hefur um margra ára skeið verið einn okkar sterkustu bakhjarla, í apríl síðastliðinn var skrifað undir styrktarsamning til tveggja ára, milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Icelandair Cargo.
Lesa meira