Lausir dagar á Skógarhólum í júlí

3. júlí 2025

Skógarhólar hinn geysi vinsæli áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur fengið góða andlitslyftinu á síðustu misserum og tekur nú enn betur á móti gestum. Nokkuð er um lausa daga í júlí.

Skógarhólar eiga sérstakan stað í hjörtum margra hestamanna en þar voru lögð drögin að stofnun LH auk þess sem fyrsta Landsmótið var haldið þar. Staðurin er falin perla, umvafinn einstakri náttúru, sögu og skemmtilegum reiðleiðum.



Þjóðgarðurinn skartar sínu fegursta um þessar mundir. Hægt er að nálgast upplýsingar um laus pláss með því að senda póst á skogarholar@lhhestar.is. Húsið tekur 30 í gistingu og matsalur rúmar allt að 50 manns. Fimm næturhólf eru fyrir hesta á Skógarhólum auk hólfa í Svartagili. Þá er einnig hægt að tjalda á staðnum.


Gjaldskrá og frekari upplýsingar má finna hér á síðunni: Skógarhólar


Þá er einnig um að gera að fylgja Skógarhólum á facebook: Skógarhólar á Facebook


Fyrr í sumar heyrðum við í Helgu Skowronski er umsjónarmanni Skógarhóla:


Er komið sumar á Skógarhólum?


,,Já, nú er sumarið komið á fullt hér á Skógarhólum, blóm í haga allt að verða eins best verður á kosið. Hér eru öll herbergi nýmáluð, klósett aðstaðan er orðin betri og nýlega var tekin í gagnið sturta sem gerir heimsóknir hingað enn betri. Þá er líka búið að lakka gólfin í eldhúsi og á gangi. Setustofan heldur líka mun betur hita eftir að gaflinn var þéttur og nýtt bárujárn sett yfir.“


En úti hvernig er staðan þar?


„Úti er búið að taka gamla pallinn sem var fyrir framan herbergin og var orðinn nokkuð lúinn í staðinn er komin möl sem kemur vel út, auk þess sem mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið á staðnum sem breytir ásýndinni og gerir þetta allt snyrtilegra.“


„Hér eru svo komin ný grill sem Húsasmiðjan gaf okkur og vil ég að sjálfsögðu þakka kærlega fyrir það.“


En hvernig hafa bókanir farið af stað?


„Það hefur verið ágætis rennirí hingað í vor enda veðrið búið að vera gott og um helgina koma tveir stórir hópar, svo það má sannarlega segja að hér sé sumarið að komast á fullt, en enn er nóg af lausum dögum fyrir þá sem ekki hafa enn skipulagt ferð sína hingað í sumar.“


Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Skógarhólar í eigu Hestamannafélaganna í landinu þar býðst hestamönnum sem eru í hestamannafélögum býðst gisting á sérstökum kjörum. Staðurinn er tilvalinn fyrir hópa og hverskonar hópefli, til dæmis æskulýðshópa hestamannafélaganna. Þá er einnig tilvalið fyrir hópa að koma með hross, gista eina nótt og ríða út í hinu ómótstæðilega umhverfi sem þjóðgarðurinn býður upp á.


Húsið tekur 30 í gistingu og matsalur rúmar allt að 50 manns. Fimm næturhólf eru fyrir hesta á Skógarhólum auk hólfa í Svartagili. Þá er einnig hægt að tjalda á staðnum.


Tekið er á móti bókunum á skogarholar@lhhestar.is, gjaldskrá og frekari upplýsingar má finna hér á síðunni: Skógarhólar


Þá er einnig um að gera að fylgja Skógarhólum á facebook: Skógarhólar á Facebook




Fréttasafn

30. september 2025
Sigurbjörn Eiríksson er nýr formaður landsliðsnefndar LH
25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
Lesa meira