Mánuður í HM

4. júlí 2025

Nú er einn mánuður í að HM í Sviss hefjist. Þá er ekki úr vegi að minnast þeirrar gífurlegu stemningu og gleði sem einkenndi síðasta mót.

Eins og margir muna tók Holland á móti keppendum með al íslensku sumarveðri, þar ringdi nánast viðstöðulaust fyrstu dagana og svæðið var á floti. Því bættist við hefðbundin verkefni knapana að grafa skurði til að veita vatni frá hesthúsunum og kannski var það lykillinn að góðu gengi, enda fátt sem þjappar fólki betur saman en slík landbúnaðar vinna. Mótið gekk ákaflega vel og því gaman að rifja upp árangurinn og stemninguna. Við hvetju alla til að láta meðfylgjandi myndskeið rúlla, og hafa kveikt á hátölurunum.


Dagur eitt


Mótið byrjaði af krafti þegar fyrstu heimsmeistaratitlarnir komu í hús en það voru þau  Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum sem áttu tvo yfirburða spretti í gæðingaskeiðinu þau hlutu einkunnina 8,92. Næst besti árangur kvöldsins var svo hjá þeim Benedikt Ólafssyni og Leiru-Björk frá Naustum III. Þau hlutu 8,0 í einkunn og heimsmeistaratitil ungmenna sem og annað sæti yfir alla keppendur kvöldsins óháð aldri.


Dagur tvö


Þar með var það skrifað í skýinn, eitthvað ótrúlegt fara að fara að eiga sér stað á þessu móti og sú varð sannarlega raunin. Á öðru degi HM fóru fram yfirlitssýningar, fyrir yfirlitið voru allir íslensku hestarnir efstir í sínum flokk. Það var greinilegt að hugur var í knöpunum sem voru búnir að fínpússa atriðin sín og komu af feiknakrafti inn í yfirlitið og skilaði það fjórum heimsmeistaratitlum í hús


Ársól frá Sauðanesi, sýnandi Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Hún varð efst fimm vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,48.


Höfði frá Bergi, sýnandi Þorgeir Ólafsson. Höfði var efstur fimm vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,39.


Hrönn frá Fákshólum, sýnandi Jakob Svavar Sigurðsson. Hrönn var efst sex vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,68.


Geisli frá Árbæ, sýnandi Árni Björn Pálsson. Geisli var fyrir yfirlitið jafn Hraða frá Skovhuset en tók vel fram úr honum í dag og endaði efstur sex vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,60.


Dagur þrjú


Á þriðja degi hélt hópurinn áfram að raða inn verðlaunum, þá fóru fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Elvar og Fjalladís áttu fyrir kvöldið besta tíman 22,17 sek. Fyrstur Íslendinga í braut þetta kvöld var Hans Þór og Jarl. Þeir náðu áttu sprett upp á 22,68 sem tryggði þeim 6. sætið. Næst var það Sigríður og Ylfa þær tví bættu besta tíman sinn í 250m skeiði, sannarlega flottur árangur það. Daníel og Eining áttu fyrir kvöldið í kvöld 7. besta tíman með sprett upp á 23,43 sek. Þau komu sjóðandi heiti út úr básunum og náðu öðrum besta tímanum 22,36. Elvar og Fjalladís náðu ekki gildum sprett í 3. umferð.


Í byrjun 4. umferðar leiddu því Íslendingar og ljóst að Elvar og Danni myndu starta saman í síðasta sprettinum. Næst síðasti sprettur kvöldsins var geysi spennandi en þegar í ljós kom að Natalie Fischer á Ímni frá Egeskov kæmist ekki nær okkar mönnum var ljóst að Heimsmeistaratitilinn færi til Íslands. En spretturinn sem þá tók við þar sem Elvar og Fjalladís og Daníel og Eining öttu kappi verður lengi í minnum hafður. Þvílíkur sprettur, Elvar og Fjalladís leiddu til að byrja með en Daníel og Eining sóttu fast og voru þau allt að því jöfn þegar komið var að endamörkum, en það var enginn önnur en Fjalladís frá Fornusöndum sem var fljótari og bætti tíman sinn í 22,15sek og annar heimsmeistaratitill í hús.


Dagur 4


Fjórði dagur HM var tileinkaður tölti og þar var heldur betur boðið upp á  stórsýningar. Jóhanna Margrét og Bárður byrjuðu daginn á stórkostlegri sýningu sem lét engan ósnortinn og uppskáru þau standandi lófatak frá allir stúkunni að henni lokinni. Þau hlutu 8,77 sem er hæsta einkunn dagsins í T1. Næstur Íslendinga í braut voru Viðar og Þór. Einbeitingin skein af þeim við upphitunarhringinn og það fór um stúkuna þegar þeir komu inn. Glæsileg sýning hjá þeim og mjög sanngjörn einkunn upp á 8,00 og ljóst að þeir eiga nóg inni. Þeir eru með fimmtu bestu einkunn dagsins.


Jón Ársæll og Frár komu svo sjóðandi heitir inn með kraftmikla sýningu upp á 7,67 sem var lang besta einkunnin í ungmennaflokki. Þessi einkunn hefði jafnframt dugað þeim í B úrslit fullorðinna. Herdís og Kvarði lokuðu deginum fyrir okkur. Herdís var yngsti keppandinn okkar og einn allra yngsti keppandi mótsins. Þarna mætti hún á stóra sviðið með hreint út sagt frábæra sýningu og sýndi svo sannarlega hvað í henni býr. Algjörlega geggjuð sýning hjá þeim upp á 7,17 og önnur besta einkunn dagsins í ungmennaflokki í hús og 12 besta einkunn dagsins. Það var þó ekki nóg að mati stúkunnar sem baulaði þegar lægsta einkunnin var lesin og vildi klárlega fá enn hærri einkunn á þetta flotta par.


Eins og þetta væri ekki nóg til að allir gætu farið glaðir að sofa þá tryggði þessi árangur Jóhönnu og Bárði fyrsta heimsmeistaratitilinn þeirra í samanlögðum fjórgangsgreinum og Jóni Ársæli og Frá heimsmeistaratitil ungmenna í fjórgangsgreinum.


Dagur fimm


Á fimmtadegi var keppt í 100m skeið þar sem við áttum 6 fulltrúa. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig öll ofboðslega vel og áttu öll spretti á undir 8 sek. Heimsmeistaratitilinn í 100m skeiði fór til Helgu Hochstöger og Nóru von Oed frá Austurríki en þær áttu glæsilegan sprett upp á 7,27 sek. Næst á eftir og eftir að hafa leitt með besta tíma dagsins nánast alla keppnina voru Teitur og Drottning með tíman 7,29. Þar á eftir komu Elvar og Fjalladís í fjórða sæti á tímanum á 7,45 ásamt Hans Þór og Jarl sem einnig voru  á 7,45 sek. Daníel og Eining kláruðu svo á níunda besta tímanum 7,62 sek.


Í ungmennaflokki var það Alicia Palm og Ljúfa från Ekeholm sem urðu heimsmeistarar á 7,65 rétt eins og í fullorðinsflokk var það ekki fyrr en rétt í lokin sem hún skaust upp fyrir Sigríði og Ylfu en þær voru á tímanum 7,70 sek. Benedikt og Leira-Björk enduðu fimmtu í ungmennaflokk á tímanum 7,93. Góður árangur á skeiðbrautinni, þrátt fyrir að ekkert gull hafi komið þaðan þennan daginn.


Í framhaldinu voru hæst dæmdu kynbótahryssurnar heiðraðar. Þar áttum við þrjá fulltrúa, þar á meðal hæst dæmda hrossið á mótinu Kötlu frá Hemlu ll, sýnandi Árni Björn með einkunnina 8,76. Auk þess voru þar kynntar Ársól frá Sauðanesi, sýnandi Aðalheiður Anna. Hún varð efst fimm vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,48 og Hrönn frá Fákshólum, sýnandi Jakob Svavar. Hrönn var efst sex vetra hryssna og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,68.


Eftir því sem leið á daginn fór eftirvæntingin eftir B úrslitum í fimmgangi fullorðinna og A úrslitum í fimmgangi ungmenna að verða áþreifanlegri, stúkurnar voru orðnar smekkfullar löngu áður en úrslitin byrjuðu og stemningin var gífurleg. Við áttum tvo fulltúra í B úrslitum fullorðinna þá Þorgeir og Goðastein og Benjamín Sand og Júní. Þorgeir og Goðasteinn sem afskráðu sig úr slaktaumatölti til að einbeita sér betur að fimmganginum áttu frábæra sýningu og greinilegt að skipulagið gekk upp. Þeir enduðu stigahæstir með 7,38 og miða í Aúrslit.


Í A úrslitum í fimmgangi ungmenna áttu við einnig tvo fulltrúa þau Glódísi og Sölku og Benjamín og Leiru-Björk. Glódís kom af þvílíkum krafti og öryggi inn í úrslita keppnina og það var aldrei nein spurning um að hún ætlaði sér að vinna þennan titil og það mátti heyra stúkuna varpa öndinni samtaka og byrja að fanga um leið og hún klárið fyrri tvo skeiðsprettina með glæsibrag. Þær enduðu efstar með 7,21 í einkunn og þar með heimsmeistarar í fimmgangi ungmenna. Benjamín og Leira-Björk komu einnig beitt inn í fimmganginn og enduðu í 4 sæti með 6,10 sem gulltryggði þeim heimsmeistara titilinn í samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna.


Loka dagurinn


Það má sko með sanni segja að loftið hafi verið rafmagnað í Orischot frá sólarupprás. Dagurinn hófst á úrslitum í T2. Þar áttum við ekki fulltrúa, en Íslendingarnir í stúkunni fönguðu þó ákaft þegar Máni Hilmarsson sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar á hestinum Gljátoppi frá Miðhrauni sigraði með 8,75 í einkunn. Heimsmeistari ungmenna varð Lena Becker á Bikar frá Ytra-Vallholti með 7,46 í einkunn.


Að loknum úrslitum í T2 var komið að ungmennaflokki í fjórgangi. Þar áttum við frábæra fulltrúa Jón Ársæl og Frá. Þeir voru með yfirburðasýningu og hlutu 7,50 í einkunn og hömpuðu þar með sýnum öðrum heimsmeistaratitli!


Fjórgangur fullorðinna var næstur á dagskrá, úrslitin voru gífurlega sterk og frábærir fulltrúar þangað mættir. Fyrir keppnina var ljóst að keppnin milli Jóhönnu, Frauke Schenzel og Christinu Lund yrði jöfn. Þær buðu allar upp á stórsýningu og spennan var ólýsanleg. Aðeins munaði 0,03 á fyrsta og öðru sæti sem kom í hlut Jóhönnu og Bárðar sem hlutu einkunnina 8,00 en Frauke hampaði heimsmeistara titlinum á Jódísi vom Kronshof með 8,03. Viðar og Þór áttu á köflum góða sýningu en enduðu í 7. sæti í fjórgangi.


Þá var komið að úrslitum í fimmgangi fullorðinna. Fyrir úrslitin var það mál manna að hér færu fram einhver sterkustu fimmgangs úrslit seinni ára, það virtist þó ekki trufla Söru og Flóka sem komu inn í sýninguna með léttleika og stemningu og það var einhvern veginn skrifað í skýin að þau myndu taka þetta þrátt fyrir að Máni Hilmarsson hafi leitt keppnina í upphafi. Þorgeir og Goðasteinn komu einnig mjög sannfærandi til leiks en voru því miður dæmdir úr keppi eftir dýralæknaskoðun að keppni lokinni. Sara og Flóki hlutu 7,90 og áttu heilt yfir mjög jafna góða sýningu og eru vel að heimsmeistaratitlinum komin. Það er gaman að segja fá því að faðir hennar, Sigurbjörn Bárðarson vann einmitt fimmganginn á HM í Hollandi fyrir 30 árum áður.


Eftir þessa stórsýningu var komið að því að kynna hæstdæmdu stóðhesta mótsins. Þar áttum við þrjá fulltrúa. Höfði frá Bergi, sýnandi Þorgeir, var efstur fimm vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari með aðaleinkunnina 8,39. Geisli frá Árbæ, sýnandi Árni Björn hlaut 8,60 og endaði efstur sex vetra stóðhesta og þar með heimsmeistari. Í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta var okkar fulltrúi Hersir frá Húsavík, sýnandi Teitur hlutu 8,60 í aðaleinkunn og enduðu þar með næstefstir og tóku silfurverðlaun.


Eftir því sem leið á daginn jókst stemningin og eftirvæntingin eftir tölt T1 úrslitunum, að venju hófst keppnin á ungmennaflokki þar sem okkar fulltrúar þau Herdís Björg og Jón Ársæll voru hlutskörpust í forkeppninni. Eftir fyrstu grein leiddi Jón Ársæll, en þá var eins og kveikt hefði verið á Herdísi og hún og Kvarði skildu alla eftir í reiknum, þvílík sýning hjá þessu pari sem sökum ungs aldurs rétt náðu inn á heimsmeistaramót. Þau enduðu með 7,22 í einkunn og þar með efst ungmenna og heimsmeistarar í tölti T1!  Jóni Ársæli og Frá fipaðist aðeins þegar teip losnaði á fæti Frá í miðri sýningu og dró það þá töluvert niður en þrátt fyrir það hömpuðu þeir fimmta sætinu.


Lokakeppni mótsins var svo tölt T1 í fullorðinsflokki. Stúkurnar voru algjörlega smekkfullar og eftirvæntingin áþreifanleg. Okkar fulltrúar voru þau Jóhanna Margrét og Bárður og Viðar og Þór. Fyrir keppnina voru þær Jóhanna og Sys Pilegaard á Abel fra Tyrevoldsdal taldar sigurstranglegastar og þær voru báðar með stórsýningu. Jóhanna og Bárður voru þó beittari og með yfirburða útgeislun og áttu svo sannarlega skilið að sigra með einkunnina 8,94. Þvílíkur árangur hjá þessu fallega pari og ákaflega gleðilegt að sjá Jóhönnu lyfta tölthorninu fyrir fram hátt í  12.000 manns.


Í samantekt að móti loknu segir: Samtals hlaut íslenski hópurinn 16 gullverðlaun og þrjú silfur. Þar af fimm gull og eitt silfur á kynbótabrautinni, en alls 11 gull og þrjú silfur í íþróttakeppninni. Allir keppendur okkar í ungmennaflokki komust á pall. Árangur þessa móts er einhver sá besti sem liði hefur náð frá upphafi. Það er mál manna að samheldnin og liðsandinn hafi líka sjaldan verið eins góður og vakti það eftirtekt og umræður hér í Orischot hversu samheldinn og öflugur Íslenski hópurinn var meðal annara liða og starfsmanna. Landsliðsþjálfararnir og landsliðsnefnd og eiga stórt hrós skilið fyrir alla eljuna sem þau hafa sett í undirbúning og utanumhald fyrir þetta mót! Til hamingju Ísland með frábært landslið og frábæran árangur í Hollandi.


Nú þegar er mánuður til stefnu er ekki laust við að spennan fyrir næsta móti sé farin að vaxa og hver veit nema enn fleiri heimsmeistaratitlar bætist í safnið!


Áfram Ísland!



Fréttasafn

14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
9. nóvember 2025
Á Uppskeruhátíð LH voru krýndir knapar ársins 2025 og keppnishestabú ársins valið. Að baki valinu er valnefnd sem er skipuðuð fjölbreyttum hópi og þar eiga fulltrúa stjórn LH, GDLH, HÍDÍ, FT og fjölmiðlar. Knapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson Konungur kappreiðanna á Íslandi þessi misserin er Konráð Valur, en hann átti frábært ár í skeiðgreinum. Konráð setti á árinu heimsmet í 250 m skeiði, hann er tvöfaldur Íslandsmeistari í skeiðkappreiðum, vann tvo Reykjavíkurmeistaratitla og er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins. Íþróttaknapi ársins 2025 er Ásmundur Ernir Snorrason Ásmundur varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á Hlökk frá Strandarhöfði, samanlagður Íslandsmeistari í fimmgangsgreinum á Aski frá Holtsmúla ásamt því að sigra fjölda greina á Reykjavíkurmeistaramóti. Hann náði þeim eftirtektarverða árangri á Hlökk að ríða oftar en einu sinni yfir 9 í meðaleinkunn bæði í T1 og T2 á árinu. Skeiðknapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson Konráð setti á árinu heimsmet í 250 m skeiði á Kastor frá Garðshorni þegar þeir félagar hlupu sprettinn á 21,06 sek á Íslandsmótinu í sumar. Konráð er þar að auki Íslandsmeistari í 100 m skeiði og 250 m skeiði ásamt því að hafa sigrað sömu greinar á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins og þar með Ödershafinn 2025. Gæðingaknapi ársins 2026 er Jakob Svavar Sigurðsson Jakob sigraði B-flokk á Fjórðungsmóti Vesturlands á eftirminnilegan hátt á Kór frá Skálakoti með einkunina 9,24. Reiðmennska Jakobs geislar ávallt af fagmennsku og krafti. Kristján Árni Birgisson og Védís Huld Sigurðardóttir eru efnilegustu knapar ársins 2025 Kristján Árni Birgisson Kristján varð á árinu tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki þegar hann sigraði 100 m skeið og 250 m skeið á Kröflu frá Syðri-Rauðalæk. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 100 m skeiði á Kröflu og gæðingaskeiði ungmenna á Súlu frá Kanastöðum. Védís Huld Sigurðardóttir Védís varð á árin tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki, í tölti og fjórgangi á Ísak frá Þjórsárbakka. Hún sigraði einnig tölt og fjórgang á Íslandsmótinu á Ísaki. Sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ungmennaflokki hlaut Jón Ársæll Bergmann Jón Ársæll Bergmann varð á árinu þrefaldur heimsmeistari í ungmennaflokki á Hörpu frá Höskuldsstöðum. Hann sigraði fimmgang, gæðingaskeið og samanlagðar fimmgangsgreinar á mótinu ásamt því að ná frábærum árangri á fjölda móta hér á Íslandi sumarið 2025. Keppnishestabú ársins 2025 er Strandarhöfuð Strandarhöfuð hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem eitt af sterkustu ræktunarbúum keppnishrossa í hestamennskunni á Íslandi. Kórónan í ræktuninni er án efa Hlökk frá Strandarhöfði sem á árinu varð Íslandsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum auk þess að standa upp úr í töltsýningum í T1 og T2.
Eftir Berglind Karlsdóttir 7. nóvember 2025
Það er í mörg horn að líta í afreksmálum sérsambands af þeirri stærðargráðu sem Landssamband Hestamannafélaga er.  Nú á haustdögum hefur landsliðsnefnd LH unnið að skoðun afreksmálanna í heild sinni og fjölmargir komið að þeirri vinnu ásamt starfshópnum sem skipaður var til verksins af stjórn LH. Samningar landsliðsþjálfaranna voru í gildi fram í lok september 2025 og runnu þar með sitt skeið og í kjölfarið hafa ýmsar hliðar afreksmálanna verið skoðaðar með það í huga að styrkja starfið enn frekar. Afreks- og landsliðsnefnd hefur á þessum tíma unnið skýran ramma um afreksstarfið byggt á afreksstefnu LH og ÍSÍ, skilgreint verkefni og skyldur þjálfara landsliðanna ásamt verkefnum og skyldum afreksstjóra LH. Þar að auki haf ýmsir verkferlar verið bættir innan afreksstarfsins og þeirra hópa sem starfrækir eru innan þess. Valteymi var sett á laggirnar til aðstoðar þjálfurum hópanna við val í afrekshópa. Valteymið samanstendur af þjálfara hvers hóps ásamt formanni landsliðsnefndar og afreksstjóra LH. Valteymið aðstoðar við gagnaöflun, greiningu árangurs og undirbúning valferlis fyrir hópana og hefur ráðgefandi hlutverk. Landsliðsþjálfari/yfirþjálfari Hæfileikamótunar hefur þó endanlegt ákvörðunarvald um val í hópa sína og ber ábyrgð á því vali. Hóparnir sem starfa undir afreksstarfi LH eru Hæfileikamótun LH, U21-landsliðið og A-landslið. 42 verðandi afreksknapar á aldrinum 14-17 ára voru á dögunum teknir inn í Hæfileikamótun LH sem samanstendur af tveimur hópum. Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar er fullur tilhlökkunnar inn í starfsárið sem hefst þegar fyrsti hópur fer námsferð að Hólum í komandi viku. Svo verða vinnuhelgar eftir áramótin með eigin hest og tveir stórir fræðsludagar með sýnikennslum, fyrirlestrum og foreldrafundi. Hvað landsliðin tvö varðar er það skýrt markmið landsliðsnefndar að sterkustu knapar landsins hverju sinni skipi landsliðshópa LH sem starfrækir eru yfir árið. Landsliðsumgjörðin veitir hópunum reglulega fræðslu og utanumhald, vinnur að fjáröflunarmálum með ýmsum viðburðum og veitir knöpum hópanna tækifæri á að efla og styrkja sig sem afreksknapa árið um kring samhliða því að sinna íþróttinni á sínum heimavelli. Því er það stefnan að landsliðshóparnir nái yfir afreksknapana okkar og eðli málsins samkvæmt þrengjast svo hóparnir þegar líður að stórmótum líkt og HM um þá knapa og hesta sem eru í baráttu um sæti í lokahóp og staðfest er hvaða hestar eru í boði inn í verkefnið. Hlutverk hvers knapa þegar kemur að lokahóp fyrir stórmót skal vera skýrt og við kynningu lokahópa verða varaknapar tilkynntir og þeir hafa gríðarlega mikilvægt hlutverk alveg fram að brottför hrossa frá Íslandi á HM. Nú vinnur afreks- og landsliðsnefnd að því að finna landsliðsþjálfara U21 og A-landsliðanna til starfa, og áhugasömum þjálfaraefnum er bent á að hafa samband við Sigurbjörn Eiríksson formann landsliðsnefndar landslidsnefnd@lhhestar.is eða Berglindi Karlsdóttur framkvæmdarstjóra LH berglind@lhhestar.is og láta þannig vita að sér.
6. nóvember 2025
Íslenska landsliðinu í hestaíþróttum var boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Björn bóndi hennar tóku móti hópnum. Tilefni boðsins var frábær árangur Íslenska landsliðsins á HM í Sviss sl. sumar en íslenska landsliðið hlaut alls 9 gullverðlaun á mótinu auk þess að vinna liðabikarinn, stigahæst liða á mótinu. Mótakan var hin hátíðlegasta og var landsliðinu mikill heiður sýndur með því að vera boðið til hennar. Halla fór fögrum orðum um íslenska hestinn sem einn mikilvægasta sendiherra Íslands, því hvert sem hún færi bæri fljótlega á góma íslenski hesturinn og hans sérstaka lundarfar og gangtegundirnar fimm. Einnig hafði hún á orði hversu mikið afrek það væri að vinna liðabikarinn þar sem liðsheildin væri mikilvæg. Svo var gestum boðið að rölta um hið merka hús á Bessastöðum, skoða listaverkin og gjafir hinna ýmsu þjóðhöfðingja í gegnum tíðina, sem prýða húsið. Að lokum var stillt upp fyrir hópmyndatöku á tröppunum á Bessastöðum í haustblíðunni.
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
Lesa meira