Fjórir fulltrúar Íslands taka þátt í FEIF Youth Camp 2025

4. júlí 2025

Nú styttist óðfluga í að FEIF Youth Camp (FYCamp) sumarnámsbúðirnar verði haldnar á Hvanneyri en FYCamp fer fram þar daganna 9. til 14. júlí nk. FYCamp fór fyrst fram 1986 og mun þetta vera í fjóra sinn sem það fer fram á Íslandi.

Skipulagsnefnd á vegum æskulýðsnefndar LH hefur verið að störfum síðan í haust eða frá því að æskulýðsnefnd FEIF óskaði eftir að æskulýðsnefnd LH myndi taka að sér að halda FYCamp hérlendis í ár.


Búin var til fjögurra manna skipulagsnefnd sem falið var að halda utan um verkefnið, finna hentuga staðsetningu, skipuleggja dagskrá o.s.frv.. Leitað var til okkar mesta reynslubolta til að leiða nefndina í þeim tilgangi að aðrir í nefndinni gætu síðar tekið við keflinu. Skipulagsnefnd FYCamp 2025 skipa: Helga Björg Helgadóttir, Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, Guðrún Linda Björgvinsdóttir og Stefán G. Ármannsson.


FEIF Youth Camp eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu. Markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir hestamenningu annarra þjóða, auka skilning á menningarlegum mun og að gefa þeim tækifæri til að hitta og kynnast ungu fólk með sama áhugamál. Einnig fá þau frábært tækifæri til að efla enskuna sína. Dagskráin verður ákaflega spennandi en meðal annars verður boðið uppá reiðtúr, fyrirlestra, sýnikennslu, sætisæfingar og margt fleira.


Von er á um 40-50 þátttakendum frá 11 aðildarlöndum FEIF og á Ísland alls fjóra fulltrúa. Fulltrúar Íslands á FYCamp 2025 eru:

Kristín Lára Eggertsdóttir, Snæfellingur

Victoria Krystyna Slota, Blær

Edda Lind Einarsdóttir Hallbach, Freyfaxi

Rebecca Luise Lehmann, Snæfellingur


Formaður æskulýðsnefndar Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir verður fararstjóri íslenska hópsins.



Við óskum þessum flottu fulltrúum góðrar skemmtunar á Hvanneyri og vonum að reynslan muni efla þau og styrkja í áhugamálinu.


Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 7. júlí 2025
Sumarið er tíminn segja margir en í hestamennskunni er veturinn, vorið og haustið líka tíminn. Allar árstíðir hafa sinn sjarma þegar kemur að hestum hvort sem maður er áhugamaður, atvinnumaður, ræktandi, í tamningum eða útreiðum. Við eigum það eitt sameiginlegt að elska að vera með okkar frábæra íslenska hesti í alls konar veðri og aðstæðum og allt hefur sinn sjarma.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 4. júlí 2025
Nú er einn mánuður í að HM í Sviss hefjist. Þá er ekki úr vegi að minnast þeirrar gífurlegu stemningu og gleði sem einkenndi síðasta mót.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 3. júlí 2025
Skógarhólar hinn geysi vinsæli áningarstaður hestamanna í þjóðgarðinum á Þingvöllum hefur fengið góða andlitslyftinu á síðustu misserum og tekur nú enn betur á móti gestum. Nokkuð er um lausa daga í júlí.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 2. júlí 2025
Í dag eru 32 dagar í að HM í hestaíþróttum hefjist og óhætt að segja að farið sé að örla á töluverðri eftirvæntingu með hestaáhuga fólks, en ekki síst meðal þeirra knapa sem standa nú með tærnar rétt við rás markið og bíða þess og vona að verða kallaðir inn í hópinn, en línurnar eru að skýrast með það nú þegar Íslandsmóti er rétt lokið.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. júní 2025
Það má segja að það hafi kristallast í úrslitum Íslandsmóts í dag á hversu háu stigi íþróttakeppnin er. Litlu munar á milli knapa í flestum greinum og heilt yfir frábært mót og sterk úrslit. Veðrið lék ekki við keppendur í byrjun dags en átti heldur betur eftir batna þegar leið á daginn og lauk frábæru móti í fallegu Íslensku sumarveðri.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. júní 2025
Dásamlegur dagur að baki á Brávöllum, Selfossi þar sem veðrið lék við keppendur á Íslandsmótinu í hestaíþróttum.  Dagurinn hófst af krafti þegar seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði fóru fram en þar gerðu þeir Konráður Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk sér lítið fyrir og settu nýtt heimsmet þegar þeir fóru brautina á einungis 21,06 sek. Fyrra heimsmet var 21,07 sek.
27. júní 2025
Jón Ársæll leiðir keppni í Fimmgang, Fjórgang, Tölti og Slaktaumatölti ungmenna.
Eftir Berglind Karlsdóttir 27. júní 2025
Jón Ársæll leiðir líka í fimmgangi
Lesa meira