Enn leiðir Jón Ársæll!

27. júní 2025

Jón Ársæll leiðir keppni í Fimmgang, Fjórgang, Tölti og Slaktaumatölti ungmenna.

Þriðji dagur Íslandsmóts hófst á æsispennandi forkeppni ungmenna í Slaktaumatölti. Tvö pör leiða eftir forkeppnina það eru þau Jón Ársæll og Díana frá Bakkakoti með 7,50 sömu einkunn og Glódís Rún og Breki frá Sunnuhvoli hlutu. Fanndís og Ötull frá Narfastöðum eru þriðju inn í A úrslit með 7,30 og rétt á hæla þeirra eru svo tvö jöfn pör með einkunnina 7,27 það voru þau Jón Ársæll og Skjóni frá Skálakoti og Lilja Rún og Arion frá Miklakoti. Þess má geta að Jón Ársæll og Bassi frá Grund ll hlutu einnig 8. bestu einkunn í forkeppninni 7,07. Ótrúlegur árangur það.


Í flokki fullorðinna áttu þau Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði frábæra sýningu og leiða með einkunnina 9,07. Næst á eftir þeim eru Helga Una og Ósk frá Stað með 8,40. Aðalheiður Anna og Hulinn frá Breiðastöðum er rétt á hælum þeirra með 8,37. Teitur og Drangur frá Steinnesi hlutu 8,13. Jöfn með fimmtu bestu einkunn í forkeppni voru þau Jakob Svavar og Hrefna frá Fákshólum með 8,10 líkt og Arnhildur og Frosi frá Hjarðartúni.


Kvöldinu lauk svo á keppni í Tölti. Þar mættu ungmennin fyrst til leiks. Enn er það Jón Ársæll sem stendur uppi efstur eftir forkeppni. Hann og Halldóra frá Hólaborg hlutu 7,80 en þau voru einnig með hæstu einkunn í forkeppni í fimmgang á miðvikudaginn. En það var ekki nóg, annar besti árangur dagsins var einnig hjá Jóni og nú á Heiðri frá Eystra-Fróðholti og hlutu þeir 7,63. Saman urðu þeir Íslandsmeistarar í Tölti í fyrra. Þeir hafa einnig verið hlutskarpastir á Reykjarvíkurmeistaramóti og tvö ár í röð.


Védís Huld og Ísak frá Þjórsárbakka áttu einnig glæsilega sýningu og standa jöfn með aðra bestu einkunnina eða 7,63. Guðmar og Glettir frá Hólum hlutu 7,50 og jöfn með 7,27 voru þau Hekla Rán og Móeiður frá Vestra-Fíflholti og Matthías og Tumi frá Jarðbrú.


Heilt yfir mjög jöfn og spennandi keppni í ungmennaflokki.


Meistaraflokkur var ekki síður spennandi. Þar mættu aftur til leiks Ásmundur Ernir og Hlökk frá Strandarhöfði þau voru greinilega í miklu stuði eftir frábæra sýningu í Slaktaumatölti og standa einnig efst með 9,13 í einkunn, sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í T1 á WR mótum á árinu. En einkunn þeirra í T2 er einnig hæsta einkunn ársins í Slaktaumatölti.


Jakob Svavar og Skarpur frá Kýrholti eru næstir með 9,00 í einkunn og þriðju bestu einkunn kvöldsins hlutu Árni Björn og Kastanía frá Kvistum með 8,83. Til A úrslita mæta einnig Benjamín Sandur og Elding frá Hrímnisholti með 8,40 og Flosi og Röðull frá Haukagili Hvítársíðu með 8,37 í einkunn.


Þar sem Jakob Svavar og Árni Björn hefðu einnig geta tryggt sig inn í B úrslit, munu tvö sæti opnast sem tryggir núverandi heimsmeistara í Tölti Jóhönnu Margréti með hestinn Kormák frá Kvistum tækifæri til að keppa til B úrslita, ásamt Ragnhildi og Úlf frá Mosfellsbæ.


Dagskrá morgundagsins hefst svo kl 10:00 á úrslitum í 250m skeiði og 150m skeiði.


Í framhaldinu taka við B úrslit í öllum flokkum. Við hvetjum alla hestamenn til að kíkja á Selfoss um helgina og sjá íþróttakeppni eins og hún gerist best.


Fréttasafn

25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
Lesa meira