Forkeppni í fimmgangi á Íslandsmóti

27. júní 2025

Jón Ársæll leiðir líka í fimmgangi

Virkilega spennandi keppni í fimmgangi fór fram á Íslandsmótinu í hestaíþróttum í gær. Í ungmennaflokki var það Jón Ársæll og Harpa frá Höskuldsstöðum sem stóðu efst eftir forkeppni með 7,50 sem er þeirra besti árangur. Jón Ársæll er einnig efstur eftir fjórganginn. Glæsilegur árangur það. Þórgunnur og Djarfur frá Flatatungu komu næst með 7,03 í einkunn og Fanndís og Sproti frá Vesturkoti voru þriðju með 6,83. Matthías og Hlekkur frá Saurbæ og Þórey Þula og Kjalar frá Hvammi II munu einnig mæta í A-úrslit. Þórgunnur, Fanndís, Matthías og Þórey leiða því keppni í samanlögðum fimmgangsgreinum og verður því einnig spennandi að sjá hvernig þeim mun ganga í töltgreinunum. 


Í fullorðinsflokki eru það þau Þorgeir og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 sem leiða eftir forkeppni með 7,60. Önnur eru Glódís Rún og Snillingur frá Íbishóli með 7,30 og á hæla þeirra eru Hans Þór og Ölur frá Reykjavík með 7,27. Önnur í A úrlitum verða einnig Guðmundur og Gandi frá Rauðalæk og Gústaf Ásgeir og Eik frá Efri-Rauðalæk.


Áhugavert er að benda á að fimm knapar deila sjöunda sætinu en þau hlutu öll 7,07. Til þess að velja inn í B-úrslitin þegar hestar eru jafnir með sömu tölu eftir forkeppni eru tölur allra dómara reiknaðar inn til þess að skera úr um hverjir ríða viðkomandi úrslit. Þessi aðferð er einungis til að velja inn í úrslit en hefur ekki áhrif á lokaeinkunn eftir viðkomandi keppnisgrein og er einungis ráðstöfun sem hugsuð er til að koma í veg fyrir að of margir knapar séu í úrslitum. Til upprifjunar má benda á að við hefðbundinn útreikning falla út hæstu og lægstu einkunnir dómara. Það má því segja að hestarnir sem koma inn í B-úrslit séu ákaflega jafnir.


Í gær fóru einnig fram fyrri tveir sprettirnir í 250m og 150m skeiði. Konráð Valur og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk voru með besta tímann 21,81 og næst besta tímann einnig 22,08. Þar á eftir eru Sigursteinn og Krókus frá Dalbæ með tímann 22,38 og Daníel og Kló frá Einhamri með tímann 22,45.

Í ungmennaflokk voru það þau Sara Dís og Djarfur frá Litla-Hofi sem voru fljótust á tímanum 22,87 og Guðmar Hólm og Alviðra frá Kagaðarhóli á 22,91 sek.

Í 150 metra skeið var það einnig Konráð Valur sem var fljótastur nú á Kjark frá Árbæjarhjáleigu II en þeir fóru á 14,10 sek. Næst voru Hans Þór og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði á 14,31 sek og rétt á hæla þeirra Þorgeir og Grunur frá Lækjarbrekku á 14,36 sek.

Í ungmennaflokk var einn gildur sprettur hjá þeim Sigurbjörgu og Hörpurós frá Helgatúni en þær fóru á 14,83 sek.

Fréttasafn

25. september 2025
Dagur þjálfarans
10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
Lesa meira