Staðan eftir fyrri umferð í 250 m. skeiði

7. ágúst 2025

Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna

Fimm íslenskir knapar hófu leik í 250m skeiði. Stemningin á skeiðbrautinni var gífurleg.


Fyrstur íslensku keppendanna mættu þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ en þeir voru í feikna stuði og náðu góðum spretti á tímanum 22,73 sek. Í seinni sprettinum bættu þeir fyrri tíma á 21,97 sek og eru með annan besta tímann í fullorðinsflokki eftir fyrri umferð. 


Næstur íslensku keppendanna í braut voru þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk og náðu þau frábærum tíma 22,72 sek og leiddu þar með ungmennaflokkinn eftir fyrsta sprett. í seinni sprett gerðu þau enn betur á tímanum 22,38 sek og héldu þar af leiðandi forystu eftir fyrri umferð með töluverðum yfirburðum. 

Þriðju í braut íslensku keppendanna mættu silfurhafarnir úr gæðingaskeiðinu þau Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka og röðuðu sér beint í toppbaráttuna á tímanum 22,82 sek. Í seinni umferð bættu þau tímann með glæsilegum spretti á 22,64 sek og eru í sjöunda sæti eftir fyrri umferð. 


Fjórðu í braut íslensku keppendanna mættu þau Matthías Sigurðsson og Magnea frá Staðartungu en þau skiluðu ekki gildum spretti í fyrri spretti. Í seinni spretti fóru þau brautina á 25,10 sek. 


Síðust íslensku keppendanna mættu þau Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri 2 en þau áttu frábæra spretti og voru með fjórða besta tímann eftir fyrri sprett eða 22,54 sek. Í seinni sprettinum hlupu þau á tímanum 22,62 sek og enda í sjötta sæti eftir fyrri umferð. 


Ríkjandi heimsmeistarinn Fjalladís frá Fornusöndum sem sigraði 250m skeiðið með knapa sínum Elvari Þormarssyni á heimsmeistaramótinu 2023 mætti aftur til leiks með nýjum knapa, Sigurði Óla Kristinssyni og keppir þau fyrir hönd Danmerkur. Fjalladís og Sigurður Óli Kristjánsson skiluðu frábærum tíma og hlupu á 22.21 og eru með fjórða besta tímann eftir fyrstu umferð. 


Eftir fyrri umferð leiða því þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk ungmennaflokkinn á tímanum 22,38 en í fullorðinsflokki leiðir danski knapinn Natalia Fischer og Ímnir frá Egeskov fullorðinsflokk á tímanum 21,91. 



Seinni umferð í 250 m. skeiði fer fram á föstudagsmorgun og stefnir í æsispennandi keppni þar sem íslensku knaparnir ætla sér ekkert annað en sigur.



Fréttasafn

7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 28. júlí 2025
Breyting á landsliðshópnum - Þórarinn Ragnarsson & Herkúles frá Vesturkoti koma inn
Lesa meira