Staðan eftir fyrri umferð í 250 m. skeiði

7. ágúst 2025

Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna

Fimm íslenskir knapar hófu leik í 250m skeiði. Stemningin á skeiðbrautinni var gífurleg.


Fyrstur íslensku keppendanna mættu þeir Sigursteinn Sumarliðason og Krókus frá Dalbæ en þeir voru í feikna stuði og náðu góðum spretti á tímanum 22,73 sek. Í seinni sprettinum bættu þeir fyrri tíma á 21,97 sek og eru með annan besta tímann í fullorðinsflokki eftir fyrri umferð. 


Næstur íslensku keppendanna í braut voru þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk og náðu þau frábærum tíma 22,72 sek og leiddu þar með ungmennaflokkinn eftir fyrsta sprett. í seinni sprett gerðu þau enn betur á tímanum 22,38 sek og héldu þar af leiðandi forystu eftir fyrri umferð með töluverðum yfirburðum. 

Þriðju í braut íslensku keppendanna mættu silfurhafarnir úr gæðingaskeiðinu þau Hinrik Bragason og Trú frá Árbakka og röðuðu sér beint í toppbaráttuna á tímanum 22,82 sek. Í seinni umferð bættu þau tímann með glæsilegum spretti á 22,64 sek og eru í sjöunda sæti eftir fyrri umferð. 


Fjórðu í braut íslensku keppendanna mættu þau Matthías Sigurðsson og Magnea frá Staðartungu en þau skiluðu ekki gildum spretti í fyrri spretti. Í seinni spretti fóru þau brautina á 25,10 sek. 


Síðust íslensku keppendanna mættu þau Daníel Gunnarsson og Kló frá Einhamri 2 en þau áttu frábæra spretti og voru með fjórða besta tímann eftir fyrri sprett eða 22,54 sek. Í seinni sprettinum hlupu þau á tímanum 22,62 sek og enda í sjötta sæti eftir fyrri umferð. 


Ríkjandi heimsmeistarinn Fjalladís frá Fornusöndum sem sigraði 250m skeiðið með knapa sínum Elvari Þormarssyni á heimsmeistaramótinu 2023 mætti aftur til leiks með nýjum knapa, Sigurði Óla Kristinssyni og keppir þau fyrir hönd Danmerkur. Fjalladís og Sigurður Óli Kristjánsson skiluðu frábærum tíma og hlupu á 22.21 og eru með fjórða besta tímann eftir fyrstu umferð. 


Eftir fyrri umferð leiða því þau Kristján Árni Birgisson og Krafla frá Syðri-Rauðalæk ungmennaflokkinn á tímanum 22,38 en í fullorðinsflokki leiðir danski knapinn Natalia Fischer og Ímnir frá Egeskov fullorðinsflokk á tímanum 21,91. 



Seinni umferð í 250 m. skeiði fer fram á föstudagsmorgun og stefnir í æsispennandi keppni þar sem íslensku knaparnir ætla sér ekkert annað en sigur.



Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira