Yfirlitssýning 5 og 6 vetra hrossa á HM

7. ágúst 2025

Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.

 Íslensku hrossin áttu sannkallaðan stórleik á yfirlitssýningu í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa á HM.


Óskastund frá Steinnesi stendur efst í flokki 5 vetra hryssna, sýnd af Árna Birni Pálssyni. Óskastund hlaut tvær 9,0 fyrir bæði tölt og samstarfsvilja og hvorki meira né minna en 9,5 fyrir skeið og í aðaleinkunn 8,46.


Efstur í flokki 5 vetra stóðhesta varð Sörli frá Lyngási sýndur af Agnari Þór Magnússyni. Sörli hlaut 8,43 í aðaleinkunn og þar af 9,0 fyrir samstarfsvilja. 


Drangur frá Ketilsstöðum stóð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með knapa sínum Víðari Ingólfssyni. Drangur hlaut 8,58 í aðaleinkunn og þar af þrjár 9,0 fyrir tölt, fet og samstarfsvilja. 


Í flokki 6 vetra hryssna varð Ólga frá Lækjamóti önnur eftir yfirlitið með aðaleinkunn upp á 8,32 og þar af tvær 9,0 fyrir bæði tölt og samstarfsvilja. Ólga var sýnd af Benjamín Sandi Ingólfssyni.


 





Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 29. júlí 2025
Flutningskeðjan til Sviss - vant fólk í hverju rúmi
Lesa meira