Áhugamannamót Íslands og Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí
Áhugamannamót Íslands fer fram dagana 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts. Þátttökurétt hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþróttakeppni á síðastliðnum 5 árum. Á sama tíma fer fram Áhugamannamót Spretts. 21.-23.júlí á félagssvæði Spretts, en það er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja auka við keppnisreynsluna, þar verður boðið upp á tvo flokka annarsvegar 2. flokk: Knapar með minni keppnisreynslu og 3. flokk: Knapar sem er byrjendur í keppni, fólk sem hefur t.d. eingöngu keppt á vetrarleikum eða minni mótum.
Undirbúningur er í fullum gangi og tínast styrktaraðilar í hús hver af öðrum. Veglegir vinningar verða í öllum greinum.
Skráningu lýkur 15.júlí . Lágmarks skráning í hvern flokk er 5 keppendur.
Nefndin áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki verður verður næg þátttaka.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Allar fyrirspurnir og afskráningar fara fram í gegnum netfangið motanefnd@sprettarar.is

Allir keppendur á Áhugamannamóti Íslands og Tommy Hilfilger og Áhugamannamóti Spretts og bílabankans fá 20% afslátt af öllum vörum í Ástund fram að móti og meðan á mótinu stendur. Eina sem þarf að gera er að sýna fram á skráningu í Kappa „appinu“

Play styrkir fljúgandi 100.m skeið í 2. flokki á Áhugamannamóti Spretts.
Play mun gefa gjafabréf í þrjú efstu sætin. Nú er um að gera að skrá sig í fljúgandi skeið og fljúga á vit ævintýranna með Play.

Þátttökurétt á Áhugamannamóti Íslands hafa allir sem náð hafa 22 ára aldri á keppnisárinu og hafa ekki keppt í meistaraflokki í íþróttakeppni á síðastliðnum 5 árum.
Keppt verður í 1.flokki. Hér keppa knapar með meiri keppnisreynslu.
Keppt veðrur í: Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Slaktaumatölt T4, Gæðingaskeið PP1, Fjórgangur V5, Tölt T7 einnig verður keppt í Gæðingakeppni, A og B flokki.
Áhugamannamót Spretts og Bílabankans .

Keppt verður í 2. flokki . Hér keppa knapar með minni keppnisreynslu.
Keppt verður í: Tölt T3, Fjórgangur V2, Fimmgangur F2, Slaktaumatölt T4, Fjórgangur V5, Tölt T7.
Keppt verður í 3. flokki Hér keppa knapar sem er byrjendur í keppni, fólk sem hefur t.d. eingöngu keppt á vetrarleikum eða minni mótum .
Keppt verður í: Tölt T7 og Fjórgangur V5
Við bendum keppendum á nýjar reglur varðandi beislabúnað í keppni https://www.lhhestar.is/is/frettir/hvad-ma-eiginlega
Fréttasafn






Styrktaraðilar







