Andlát, Hörður Hákonarson
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.

Hörður var fæddur þann 22. október árið 1955 og andaðist á heimili sínu í Reykjavík 2. ágúst 2025. Eftirlifandi maki hans er Margrét Aðalheiður Frederiksen og eftirlifandi dóttir Harðar er Elín Björg sjúkraþjálfari og barnabörnin Tryggvi Garðar og Arna Sif.
Hann stundaði hestamennskuna af kappi frá unglingsárum með læriföðurinn sem Þorgeir Jónsson bónda í Gufunesi, og áfram með fjölskyldu sinni úr hesthúsi fjölskyldunnar hjá Fáki í Reykjavík, og á ferðalögum. Þekktastur var Hörður fyrir störf sín sem alþjóðlegur hestaíþróttadómari í yfir 30 ár. Hann var yfirdómari á fjölda móta hér heima m.a. á Íslandsmótum sem og á mótum erlendis m.a. Heimsmeistaramótum. Hörður ferðaðist víða í tengslum við þau störf, þar sem þekking hans og dómgreind naut virðingar jafnt hér heima sem erlendis.
Þá var Hörður virkur meðlimur í Hestaíþróttadómarafélagi Íslands og sat þar í stjórn og var formaður félagsins um tíma.
Landssamband hestamannafélaga vottar fjölskyldu Harðar innilega samúð og þakkar Herði fyrir ómetanleg störf sín í þágu hestaíþrótta. Minningin um góðan hestamann og félaga lifir.
Fréttasafn









