Benedikt Líndal hlýtur heiðursmerki LH

14. október 2024

Benedikt Líndal hlaut heiðursmerki LH á uppskeruhátíð hestafólks sem fram fór í Gullhömrum þann 12. október. 

Guðni Halldórsson formaður LH veitti honum viðurkenninguna og flutti við það tilefni þessi orð: 

 

Benedikt er tamingameistari FT og hefur verið brautryðjandi í kennslu, tamningum og þjálfun íslenska hestsins. Hann hefur starfað sem reiðkennari við Landbúnaðarháskólana bæði á Hvanneyri og á Hólum og stundað reiðkennslu hérlendis og erlendis við góðan orðstír.

Benedikt eða Benni eins og hann er alla jafnan kallaður hefur verið frumkvöðull í þróun hestvænnar hestamennsku og tamningaaðferða. Sem kennari er áhersla hans alltaf á velferð hestsins í því flókna samspili sem samskipti manns og hests eru. Nemendur hans læra að skilja betur tungumál og tjáningarmáta hestsins hegðun hans og þarfir.

All flestir hestamenn hérlendis hafa án hefa komist í tæri við hugmyndafræði Benna í gegnum kennslumyndbönd, fjölda útgefinna bóka og kennsluefnis um tamningar og þjálfun og eru áhrif hans á reiðmennsku bæði atvinnumanna og leikmanna á Íslandi ótvíræð.

Yfirveguð nálgun hans á þjálfun unghrossa með það að markmiði að nálgast þau út frá þeirra forsendum og lundarfari hefur að margra mati gjörbreytt tamingaraðferðum hérlendis.

Benedikt Líndal er fyrirmynd annara hestamanna á mörgum sviðum ekki síst í framkomu þar sem fagmennska og kurteisi einkenna öll hans störf. Þá hefur hann gert garðinn frægan sem einn af okkar fremstu keppnisknöpum og ásamt konu sinni Sigríði Ævarsdóttur komið að þróun innanhúsmóta. Þá hefur hann í mörg ár verið í samvinnu við hinn þekkta reiðtygjaframleiðanda Stübben GmbH, og hannað og framleitt Benni´s Harmony hnakka.

Benni hefur stuðlað að framgangi hestamennskunnar með hestvænni og jákvæðri nálgun. Hann hefur verið talsmaður nýjunga sem eru hestinum til framdráttar og leitast ætíð við að vinna í sátt við hestinn.

Benedikt Líndal hlýtur hér með Heiðursmerki LH

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira