Elvar og Fjalladís leiða í 250m skeiði

9. ágúst 2023

Fjórir knapar hófu leik í 250m skeiði í kvöld. Stemningin á skeiðbrautinni var gífurleg og bekkirnir þétt setnir. Í fyrsta holli störtuðu Hans Þór og Jarl og Elvar og Fjalladís saman. Fjalladís hóf þar með sinn fyrsta keppnis sprett í 250m skeiði. Ný krýndir heimsmeistarar Elvar og Fjalladís voru í feikna stuði og náðu frábærum sprett og tóku forystuna á tímanum 22,69 og leiddu eftir fyrstu umferð. 

Sigríður Ingibjörg og Ylfa áttu einnig góðan fyrsta sprett á tímanum 23,95

Í seinni umferð kvöldsins var gífurleg eftirvænting en af þeim 27 hestum sem skráðir voru til leiks náðu einungis 12 hestar að klára gildan sprett. 

Fyrstur af íslenska liðinu í seinni umferðinni var Daníel og Eining, þau náðu sjöunda besta tímanum 23,43. Hvorki Hans né Sigríður náðu gildum sprettum í seinni umferðinni. 

Lokasprettur kvöldsins var svo æsispennandi en þar öttu kappi Fjalladís og Fjolvi fra Hedegaard. Elvar og Fjalladís gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þann sprett á tímanum 22,17 sem er hreint út sagt frábær árangur hjá þeim. Það verður því án efa ákaflega spennandi að fylgjast með 250m skeiðinu á morgun þegar úrslitin ráðast. 

Áfram Ísland!

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira