FEIF Youth Cup hefst í dag

Jónína Sif Eyþórsdóttir • 17. júlí 2024

Nú fer fram FEIF Youth Cup í Sviss. Sex þátttakendur eru frá Íslandi, þau flugu út til Sviss á fimmtudaginn síðasta og hafa nýtt tímann vel til að kynnast aðstæðum þar úti. Í dag hefst svo keppnin og er hægt að fylgjast með henni í IceTest smáforritinu.

Ferðin hefur fram að þessu verkið mikið ævintýri fyrir þátttakendur, veðrið hefur verið til smá trafala sökum mikilla rigninga og þrumuveðurs. En hér má lesa brot úr pistil frá Dagbjörtu Huldu Guðbjörnsdóttur en hún, Rakel Katrín Sigurhansdóttir og Elísabet Jóhannsdóttir fylgja hópnum í ferðinni.

 

Svisslendingar eru mjög stolt af sjálfstæði sínu og herinn skipar stóran sess hér í landi og frá unga aldri eru þau vön að fara í sumarbúðir þar sem neðanjarðar birgi eru nýtt sem gisting. Fyrir okkur og krakkanna hljómar það undarlegt og skrítin tilhugsun að sofa neðanjarðar en það kom a.m.k. mér á óvart hvernig aðstæður eru og rúmin svipuð og fjallakofar heima nema engir gluggar.

Hér er fótarferðartími upp úr kl 6 (4 á Íslandi) og því fer hópurinn í byrgið kl 20 og ró þarf að vera komin á hér kl 22 á kvöldin.

Á laugardaginn fórum við til Münsingen. Dagurinn fór í að koma okkur til Sólfaxa, koma hestunum okkar aftur inn í hesthúsið þar sem búið var að dreifa hálmi/stráum í stíurnar þar sem svæðið var mjög blautt. En þar sem Helgi Leifur sagði okkur að sínir hestar mættu eingöngu borða súrhey og sumir hestarnir byrjuðu að smakka á hálminum þá fór hellings vinna í að ýmist moka honum út eða finna nýjar stíur.

Svæðið hjá hesthúsinu var mjög blautt eftir nóttina. Sumir skór voru ekki orðnir þurrir eftir þrumuveðrið daginn áður og hluti af krökkunum ákváðu að fórna strigaskónum sínum þótt þeim hafi verið bent á að þau yrði hvort heldur sem er blaut í fæturna.

Dagurinn fór líka í að búa til beitarhólf fyrir hestanna. Krakkarnir fóru með hestanna sína í dýralæknisskoðun sem allir stóðust en dýralæknir hafði þó áhyggjur af einum hesti þegar líða tæki á vikuna og mælti með að fundinn yrði annar, ef hægt væri en hitaspáinn hér fyrir fimmtudag og föstudag er 29-30°c.

Catherine sem heldur utan um skipulagið hér er þaulreynd og vel undirbúin og hafði því gert ráð fyrir að þessi staða gæti komið upp hjá einhverjum og var með auka hest hér í hesthúsi á Sólfaxa svo það fór eins vel og hægt var. Þá um kvöldið var krökkunum skipt upp í alþjóðleg lið.

Á sunnudaginn tóku liðsstjórar við þeim í morgunmatnum og voru þau á fyrirlestrum fyrir hádegi og fóru öll í einn reiðtíma, hvert með sínu liði. Inn á milli unnu þau verkefni með sínum liðum og sinntu hestunum þegar þau gátu. Sjálf eyddi ég deginum aðallega í að laga til stíurnar fyrir hestanna og sá um að þau fengju að borða o.s.fv. síðan eftir kvöldmat var einn fyrirlestur áður en við héldum aftur í byrgið.

Á mánudaginn fór hvert lið í tvo reiðtíma, borðuðu morgun- og hádegismat með sínum liðum. Ég hef aðallega hitt þau í hesthúsinu þegar þau eru þar eða á kaffistofunni þar sem við CL getum sést niður og slakað aðeins á milli anna. Við fengum hrós á mánudaginn fyrir hvað stíurnar væru fínar en krakkarnir hafa staðið sig mjög vel þegar þau hafa átt frítíma við að sinna hestunum og gera hreint hjá þeim. Eftir kvöldmat var síðan þjóðarkvöldið þar sem hvert land kemur með atriði. Krakkarnir ætluðu að hafa kviss en þegar við áttuðum okkur á að atriðið mætti bara vera 5-7 mín. Þá ákváðum við að vera ekkert að finna upp hjólið og sýndum YouTube myndbönd, fyrst The true Icelandic Horse sem sýnir hvað hestinum okkar þykir um að vera stundum kallaður Pony og svo The Hardest Karaoke Song in the World eða The A to Ö of Iceland. Atriðin voru mjög fjölbreytt og eftir þau bauð hvert land upp á nammi eða góðgæti frá heimalandinu og buðum við upp á Þrista. Það kvöld kom aftur þrumuveður og stóð yfir fram eftir nóttu.

Við komuna upp í hesthús á þriðjudag beið okkar CL að setja alla hesta út í beitarhólf eða í aðra aðstöðu og gefa morgungjöf þar. Krakkarnir fóru með sínum liðum í reiðtíma og unnu hópaverkefni en þess á milli stóðu þau sig mjög vel í að aðstoða mig sem eyddi lunganu úr deginum í að moka út blautan spænir og hálm til að stíurnar gætu mögulega þornað aftur í hitanum sem gekk upp að mestu.

Fyrir kvöldmat voru þjálfarar kvaddir og viðtók sýnikennsla í fjórgang og fimmgang. Áður en farið var í byrgið vann hópurinn vel saman og græjuðu stíurnar fyrir nóttina.

Dagurinn í dag byrjaði að ferð til NPZ eða Svissnesku hestasamtakanna og sáum þar ýmsar aðrar hestategundir, fylgdumst með heimsmeistaramótinu í Vaulting eða fimleikum á hestum. Síðan var okkur boðið upp á margskonar osta, brauð, álegg og ostasúpu. Nú erum við á leið í Fit to Compet skoðun og svo byrjar keppnin kl 17 í dag á Trail. Hægt er að fylgjast með mótinu inn á IceTest.

Áfram Ísland!

Krakkar munið: Njóta, hafa gaman og styðja hvert annað

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar