Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga

22. september 2020

63. landsþing LH verður haldið í Reykjavík 4. til 5. nóvember 2022. Kjörnefnd LH vekur athygli á að þau sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 21. október.

Sambandsstjórn skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára. Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH. Kjörnefnd hvetur þá sem áhuga hafa á að starfa í stjórn LH (stjórn eða varastjórn) að tilkynna framboð fyrir tilsettan tíma til kjörnefndar.

Kjörnefnd skipa:

Atli Már Ingólfsson (atli@landlogmenn.is)
María Júlía Rúnarsdóttir (maria.runarsdottir@icloud.com)
Þórður Ingólfsson (thoing@centrum.is)

Samkvæmt lögum og reglum LH, (grein 1.4.1 Kosning stjórnar), birtir kjörnefnd hér lista yfir þá einstaklinga sem sitja í stjórn og gefa kost á sér áfram. 

Framboð til stjórnar LH 2022-2024:

Til formanns

Guðni Halldórsson, formaður

Til aðalstjórnar:

Gréta V. Guðmundsdóttir, ritari
Hákon Hákonarson, gjaldkeri
Siguroddur Pétursson, meðstjórnandi - býður sig fram til vara í varastjórn.
Sóley Margeirsdóttir, meðstjórnandi

Eftirtaldir gefa EKKI kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu:

Aníta Aradóttir, varamaður
Einar Gíslason, meðstjórnandi
Ingimar Baldvinsson, varamaður
Lilja Björk Reynisdóttir, varamaður
Ómar Ingi Ómarsson, varamaður
Stefán Logi Haraldsson, varaformaður

Með kveðju,
kjörnefnd LH.

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira