Gleðin heldur áfram á Landsmóti

4. júlí 2024

Bjartur og fallegur dagur að kvöldi kominn í Víðidalnum. Fjórði dagur landsmóts og frábær stemningin í brekkunni.

Dagurinn hófst á milliriðli í ungmennaflokki, þar voru það Eik Elvarsdóttir og Blær frá Prestsbakka sem náðu bestum árangri og eru efst eftir milliriðla með 8,75 í einkunn. Þau bættu sig töluvert en þau fóru með 8,62 inn í milliriðla. 

Síðan hófst milliriðill í B flokk gæðinga. Þar voru það þeir Þröstur frá Kolsholti 2 og Helgi Þór Guðjónsson sem enduðu efstir með 8,86 sem er sama einkunn og þeir komu með inn í riðilinn. Kór frá Skálakoti og Jakob Svarar Sigurðsson sem leiddu inn í milliriðil lækkuðu sig úr 8,89 í 8,68 og fara í B-úrslit.

Þá var komið að milliriðli í A flokki gæðinga. Leynir frá Garðshorni á Þelamörk og Eyrún Ýr Pálsdóttir áttu góða sýningu og standa efst með 8,94 og rétt á eftir þeim eru Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn sem voru efst eftir sérstaka forkeppni en fóru úr 9,07 í 8,91.

Þá var komið að setningarathöfninni sem var einkar hátíðleg þar sem sólin braust út úr skýjunum og fulltrúar allra hestamannafélaga landsins fylltu völlinn á fallegu hestunum sínum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra leiddi reiðina en hún stundar hestamennsku í Fáki og hefur gert frá blautubarnsbeini. Mótið setti Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fór fögrum orðum um hið góða samtarfs sem Fákur og Sprettur hafa átt við framkvæmd mótsins. Hann minnti líka á það mikilvæga hlutverk sem sjálfboðaliðar gegna á móti sem þessu en án þeirra væri illmögulegt að halda stórmót af þessu tagi. Þá tóku þau Áslaug Arna, Ásmundur Einar Daðason ráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri til máls, fóröll fögrum orðum um hestamennskuna og því mikilvæga menningarlega og félagslegahlutverki sem hún gengir í Íslensku samfélagi. 

Frábærum degi lauk svo á keppni í Tölti T1 þar sem hver glæsisýningin rak aðra fyrir fram spennta áhorfendur sem nutu sín í kvöldsólinni. Efstur eftir forkeppni er Árni Björn Pálsson á Kastaníu frá Kvistum með 8,77. Þar á eftir koma Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti með 8,50 og Teitur Árnason og Fjalar frá Vakurstöðum í þriðja sæti með 8,47.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira