Hæfileikamótun heimsótti Hóla

22. október 2024

Um liðna helgi fóru helmingur þátttakenda í Hæfileikamótun að Hólum, hinn hluti hópsins mun einnig fara norður, en vegna fjölda þátttakenda þarf að hafa hópinn tvískipta . Ferðin markar upphaf vetrarstarfsins og nýtist vel til að hrista hópinn saman. Sigvaldi Lárus Guðmundsson er yfirþjálfari Hæfileikamótunar.

Á Hólum var að vanda vel tekið á móti krökkunum og hófst formleg dagskrá á laugardagsmorgni en þá tók Atli Guðmundsson á móti hópnum en hann ásamt Caro Böse og Sigvalda sáu um kennsluna.

Alls fengur þátttakendur fjóra reiðtíma, tvo með Atla þar sem farið var yfir mörg grunnatriði í reiðmennsku. Caro Böse tók fyrir sætisæfingar þar sem áhersla var lögð á ásetu og jafnvægi og Sigvaldi var með kennslu í skeiði þar sem hver þátttakandi fékk að prufa tvo mismunandi skeiðhesta. Þar var líka farið í hvernig á að undirbúa hest fyrir skeið og hvað þarf að vera til staðar í upphafi og enda skeiðspretts.

Kennslunni lauk svo með sýnikennslu frá Atla þar sem hann mætti með ungan keppnishest frá sér og sagði frá því hvað hann er að gera með honum í þjálfun.

Þá fengu þátttakendur einnig rúman tíma til að leika sér í körfubolta og fótbolta auk þess sem tekist var á í spurningakeppni að reiðkennslu lokinni.

Á sunnudag var stoppað á Nautabúi í Hjaltadal hjá Þórarni Eymundssyni og konu hans Sigríði Gunnarsdóttur á Nautabúi þar sem boðið var upp á frábæra sýnikennslu um upphaf vetrar þjálfunar á ungri hryssu í eigu dætra þeirra ásamt því að rölta um hesthúsið þar sem sagt var frá þeim og dagsdaglega lífinu á bænum.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira