Happdrætti Allra sterkustu
Dregið verður í happdrætti Allra sterkustu þriðjudaginn 26. apríl og verða vinningsnúmer birt á heimasíðu LH.
Enn er hægt að kaupa miða til mánudags á vefverslun LH. Miðar sem eru keyptir í vefverslun verða sendir til kaupenda með pósti.
Ágóði happdrættisins rennur til knapa í yngri flokkum á Norðurlandamóti.
LH þakkar styrktaraðilum happdrættis kærlega fyrir stuðninginn.
Er til mikils að vinna því vinningarnir eru aldeilis veglegir.
Vinningarnir eru:
Top Reiter Titan hnakkur sem Top Reiter og Lífland gefa.
Þráðlaus myndavél í hestakerrur frá Leikni
Hestaflutningar frá Sleipni 2 gjafabréf að verðmæti 25000 kr hvort
Hestaflutningar frá B. Kóngi 2 gjafabréf að verðmæti 20000 kr hvort
Hestaflutningar frá Fákafari 1 gjafabréf að verðmæti 50000 kr hvort
Reiðtími hjá Viðari Ingólfssyni
Reiðtími hjá Gústafi Ásgeiri Hinrikssyni
Reiðtími hjá Jóhönnu Margréti Snorradóttur
Reiðtími hjá Arnari Bjarka Sigurðarsyni
Reiðtími hjá Hönnu Rún Ingibergsdóttur
3 bretti frá Furuflís
Gjafabréf frá Baldvin og Þorvaldi að verðmæti 25000 kr
Gjafabréf hjá Sumarliðabæ – Gisting eina nótt og reiðkennsla. Einka aðgangur að nátttúrulaugum.
3 Spónabretti frá Límtré – Vírnet
3 gjafabréf að verðmæti 50000 kr hvort frá BM vallá
Rúm frá Vogue - Glódís 20 - 160x200
Gjafabréf í 3 tíma í markþjálfun Löve
MJ art - 2 gafabréf að verðmæti 50000 kr hvort.
2 gjafabréf frá Gigju Einarsdóttur ljósmyndara.
1 vikupassi á Landsmót
*Athugið að happdrættið er ekki það sama og stóðhestaveltan. Dregið verður úr stóðhestaveltunni sama dag og miðar sendir heim til kaupenda*
Fréttasafn






Styrktaraðilar







