Heimsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum

11. ágúst 2023

Hreint út sagt frábær dagur að kvöldi kominn hér í Orischot. Dagurinn var tileinkaður tölti og byrjaði á T2. Þar voru hlutskarpastir Máni Hilmarsson og Gljátoppur frá Miðhrauni. Máni keppir fyrir hönd Svíþjóðar þar sem hann býr. Sýningin hjá þeim var glæsileg og hlutu þeir 8,70. Hæsta einkunn í ungmennaflokki kom í hlut Lenu Becker frá Þýskalandi sem fékk 7,60. Benedikt og Leira-Björk áttu á köflum ágæta sýningu en enduðu neðst ungmenna að þessu sinni með 4,23. Þrátt fyrir það leiðir hann keppnina um heimsmeistaratitill ungmenna í samanlögðum fimmgangs greinum, þar sem fátt getur komið í veg fyrir að hann happi titlinum að loknum 100m skeið sprettinum á morgun.

Í tölti T1 fengum við heldur betur stórsýningar. Jóhanna Margrét og Bárður byrjuðu daginn á stórkostlegri sýningu sem lét engan ósnortinn og uppskáru þau standandi lófatak frá allir stúkunni að henni lokinni. Þau hlutu 8,77 sem er hæsta einkunn dagsins í T1. Næstur Íslendinga í braut voru Viðar og Þór. Einbeitingin skein af þeim við upphitunarhringinn og það fór um stúkuna þegar þeir komu inn. Glæsileg sýning hjá þeim og mjög sanngjörn einkunn upp á 8,00 og ljóst að þeir eiga nóg inni. Þeir eru með fimmtu bestu einkunn dagsins.

Jón Ársæll og Frár komu svo sjóðandi heitir inn með kraftmikla sýningu upp á 7,67 sem var lang besta einkunnin í ungmennaflokki. Þessi einkunn myndi jafnframt duga þeim í B úrslit fullorðinna. Herdís og Kvarði lokuðu deginum fyrir okkur. Herdís er yngsti keppandinn okkar og einn allra yngsti keppandi mótsins. Hér mætti hún á stóra sviðið með hreint út sagt frábæra sýningu og sýndi svo sannarlega hvað í henni býr. Algjörlega geggjuð sýning hjá þeim upp á 7,17 og önnur besta einkunn dagsins í ungmennaflokki í hús og 12 besta einkunn dagsins. Það var þó ekki nóg að mati stúkunnar sem baulaði þegar lægsta einkunnin var lesin og vildi klárlega fá enn hærri einkunn á þetta flotta par.

Eins og þetta væri ekki nóg til að allir gætu farið glaðir að sofa þá tryggði þessi árangur Jóhönnu og Bárði fyrsta heimsmeistaratitilinn þeirra í samanlögðum fjórgangsgreinum og Jóni Ársæli og Frá heimsmeistaratitil ungmenna í fjórgangsgreinum. Gullin raðast inn hér á fjórða degi HM – frábær árangur það!

Morgundagurinn hefst svo á B úrslitum í tölti, en þar eigum við engan fulltrúa. Kl 13:30 ( 11:30 á ísl tíma) hefst svo keppni í 100m skeiði. Þar munu mæta til leiks: Elvar og Fjalladís, Daníel og Eining, Hans Þór og Jarl, Teitur og Drottning, Benedikt og Leira-Björk og Sigríður og Ylfa.

Kl 15:00 verða svo bestu kynbótamerarnar kynntar og þar á eftir hefjast B úrslit í fimmgangi fullorðinna þar sem Þorgeir og Goðasteinn mæta til leiks og þar á eftir verða A úrslit í fimmgangi ungmenna þar sem við eigum tvo fulltrúa Glódísi Rún og Sölku og Benedikt og Leiru-Björk. Þar á eftir verða svo verðlauna afhendingar. Stór dagur og mikil gleði framundan á næst síðasta degi HM. 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira