Hvert stefnir hestamennskan - pallborðsumræður

1. febrúar 2024

Rafræn menntaráðstefna LH og HOI sem fram fór í byrjun janúar vakti mikla athygli og áhuga á SLO umræðunni. SLO stendur fyrir social license to operate eða félagslegt leyfi til ástundunar. Fyrirlestraröðinni lauk með pallborðsumræðum þar sem þátttakendur ráðstefnunnar gátu sent inn spurningar sem vaknað höfðu á meðan á fyrri fyrirlestrum stóð. Umræðurnar urðu því einkar áhugaverðar og gefa innsýn inn í þau fjölmörgu atriði sem við sem viljum stunda ábyrga hestamennsku þurfum að hafa í huga og hvert íþróttin okkar og menningin í tengslum við hana stefnir.

Öll leitumst við vafalaust að því að tryggja okkar traustustu vinum það besta sem við getum boðið þeim, en hvað segja vísindin og hver er tilfinning fagfólks um það hvert við stefnum og hvað við þurfum að gera til að tryggja að atlæti og aðbúnaður sé eins og best verður á kosið? Til að gefa innsýn inn í það ætlum við að bjóða áhugasömum aðgang að pallborðsumræðunni.

Hér má nálgast pallborðsumræðurnar: https://youtu.be/QIHPvuj4_rM

Þeir sem vilja kaupa aðgang að ráðstefnunni í heild geta enn gert það, efnið verður aðgengilegt til 23 febrúar. Hægt er að kaupa ráðstefnuna í  vefversluninni – til að fá linkinn sendan þarf að senda staðfestingu á kaupunum á lhhestar@lhhestar.is

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira