Knapafundur fyrir keppendur og mótshaldara

9. febrúar 2024

Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga.

Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 3. hæð, mánudaginn 12. febrúar klukkan 19:00, og verður einnig sendur út í streymi. Farið verður yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2024, breytingar sem hafa átt sér stað, reglur fyrir Landsmótsúrtökur og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn:

  Dagskrá fundarins:

1. Mótahaldið almennt(mótastjóri LH)

    • Reglugerð um mótahald á Íslandi
    • Skráningar
    • Skýrslugerð mótshaldara
    • Samskiptaleiðir við LH kringum mótahald
    • Siðareglur LH

2. Breytingar á reglum eftir nýafstaðið FEIF þing - (fulltrúar Íslands í sportnefnd FEIF)

3. Framkvæmd kappreiða - ( formaður HÍDÍ)

    • 100m skeið
    • 150m / 250m skeið
    • Gæðingaskeið

4. Viðbragðsáætlun við slysum á mótsstað - ( Öryggisinefnd LH)

5. Úrtökur fyrir Landsmót(mótastjóri LH)

    • Félagsaðild
    • Einföld/tvöföld úrtaka

6. Landsmót 2024 – 

7. Spjaldanotkun - (formaður keppnisnefndar)

    • Hvað þýðir gult eða rautt spjald?
    • Hvað er opinber áminning?

8. Leyfður búnaður í keppni - (mótastjóri LH)

9. Spurningar

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira