Kynning á fyrsta fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt

12. desember 2023

Kynning á fyrsta fyrirlesara á rafrænu Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt

Michael Weishaupt er vel þekktur og afar virtur vísindamaður og fyrirlesari á sviði hreyfifræði hesta og læknisfræði keppnishesta. Hann útskrifaðist sem dýralæknir 1989 frá Háskólanum í Bern í Sviss. Frá 1993 hefur hann unnið við Dýralæknadeild Zurich Háskólans, þar sem hann er yfirmaður „Equine Performance Center“ sem er bæði klínísk og rannsóknarstofnun innan Hestafræðideildarinnar.

Aðaláhugasvið Weishaupt eru læknisfræði keppnishesta og endurhæfing, þjálfunarlífeðlisfræði, sjúkdómar efri öndunarfæra, liða- og beinafræði hesta, járningar og almenn hreyfifræði. Weishaupt hefur birt yfir 100 ritrýndar greinar og bæði sem vísindamaður en einnig sem hestamaður, finnur hann vel fyrir breytingum á viðhorfi samfélagsins til þess að manneskjur noti dýr á hvers kyns hátt.

Fyrirlestur hans mun fjalla um Félagslegt samþykki til ástundunar eða „Social Licence to Operate“, hvað það er, þýðing þess fyrir hestamennskuna og hvernig vísindin geta komið að þeirri umræðu allri.

Weishaupt hefur gert nokkrar rannsóknir með íslensk hross, t.d. hófarannsóknina sem FEIF styrkti fyrir nokkrum árum og varð til þess að strangari reglur voru settar um hófalengd í keppni og kynbótasýningum. Hann er afar góður og skýr fyrirlesari og við hlökkum mikið til 9. janúar næst komandi þegar rafræna Menntaráðstefna LH hefst með fyrirlestri Michael Weishaupt.

 

Skráning er í fullum gangi og enn er 15% afsláttur sem gildir fyrir alla sem skrá sig og greiða fyrir 15.desember.

 

Hér er hægt að skrá sig:

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira