Kynning á fyrsta fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt

12. desember 2023

Kynning á fyrsta fyrirlesara á rafrænu Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Michael Weishaupt

Michael Weishaupt er vel þekktur og afar virtur vísindamaður og fyrirlesari á sviði hreyfifræði hesta og læknisfræði keppnishesta. Hann útskrifaðist sem dýralæknir 1989 frá Háskólanum í Bern í Sviss. Frá 1993 hefur hann unnið við Dýralæknadeild Zurich Háskólans, þar sem hann er yfirmaður „Equine Performance Center“ sem er bæði klínísk og rannsóknarstofnun innan Hestafræðideildarinnar.

Aðaláhugasvið Weishaupt eru læknisfræði keppnishesta og endurhæfing, þjálfunarlífeðlisfræði, sjúkdómar efri öndunarfæra, liða- og beinafræði hesta, járningar og almenn hreyfifræði. Weishaupt hefur birt yfir 100 ritrýndar greinar og bæði sem vísindamaður en einnig sem hestamaður, finnur hann vel fyrir breytingum á viðhorfi samfélagsins til þess að manneskjur noti dýr á hvers kyns hátt.

Fyrirlestur hans mun fjalla um Félagslegt samþykki til ástundunar eða „Social Licence to Operate“, hvað það er, þýðing þess fyrir hestamennskuna og hvernig vísindin geta komið að þeirri umræðu allri.

Weishaupt hefur gert nokkrar rannsóknir með íslensk hross, t.d. hófarannsóknina sem FEIF styrkti fyrir nokkrum árum og varð til þess að strangari reglur voru settar um hófalengd í keppni og kynbótasýningum. Hann er afar góður og skýr fyrirlesari og við hlökkum mikið til 9. janúar næst komandi þegar rafræna Menntaráðstefna LH hefst með fyrirlestri Michael Weishaupt.

 

Skráning er í fullum gangi og enn er 15% afsláttur sem gildir fyrir alla sem skrá sig og greiða fyrir 15.desember.

 

Hér er hægt að skrá sig:

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira