Kynning á þriðja fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - doktor Guðrún Stefánsdóttir
Hvað má maður vera þungur á hestbaki?
Öll höfum við heyrt þessa umræðu og hefur hún orðið háværari og mikilvægari undanfarin ár. Þriðji fyrirlesarinn á menntaráðstefnu LH mun fjalla um hvaða áhrif mismunandi þyngd knapa hefur á hestinn. Það er dósent í hestafræðum á Hólum, hrossaræktandi, knapi og mikill hestaferðamaður doktor Guðrún Stefánsdóttir sem hefur rannsakað álag á hross undir manni til fjölda ára. Fyrir nokkrum árum rannsakaði hún líkamlegt álag ungra hrossa í kynbótasýningum, og undanfarin ár hefur hún rannsakað hvaða áhrif mismunandi þyngd knapa hefur á hesta í reið. Guðrún mun fara yfir stöðu þekkingar á þessu sviði. Hvað vitum við um líkamleg áhrif þyngdar knapa á hestinn? Hvernig ganga slíkar rannsóknir fyrir sig? Hvað er verið að rannsaka núna og á næstunni?
Ætlarðu að hafa skoðun eða taka þátt í umræðunni um knapaþyngd? Ekki láta þennan fyrirlestur framhjá þér fara.
Skráðu þig á Rafræna Menntaráðstefnu LH fyrir 15. Des og fáðu 15% afslátt.
Hér er hægt að s krá sig : SKRÁNING
Fréttasafn






Styrktaraðilar







