Landsmót hestamanna 2028 og 2030

24. maí 2023

Landsmót hestamanna ehf. auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga til mótshalds á Landsmótum hestamanna árin 2028 og 2030.

Umsóknum skulu fylgja greinargerðir, teikningar af viðkomandi svæði og stutt lýsing á staðarháttum ásamt áætlun um rekstur mótsins.

Nauðsynlegt er að umsókn fylgi upplýsingar um fjölda hesthúsaplássa á og við mótssvæði sem og fjöldi gistirýma í nágrenni við mótssvæði. Ef fleiri en eitt félag standa að umsókninni saman skal koma fram hvaða félög það eru.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel lög og reglugerðir LH er varða undirbúning og framkvæmd landsmóta sem má finna í lögum og reglum á vef LH,  https://www.lhhestar.is/is/log-og-reglur

 ásamt reglum og leiðbeiningum um kynbótasýningar sem nálgast má á vef Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins https://www.rml.is/is/kynbotastarf/hrossaraekt/kynbotasyningar

 Eftir að umsóknarfresti lýkur munu stjórnir LH og LM ehf. boða til fundar á mótsvæðum umsækjenda. Á fundina skulu umsóknaraðilar mæta ásamt fulltrúum viðkomandi sveitastjórnar/sveitastjórnum. Á fundinum skal fara fram kynning á svæðinu af hálfu umsóknaraðila.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023 og skal senda umsóknir á netfangið  lh@lhhestar.is.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa LH, 514-4030,  lh@lhhestar.is.

 

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira