Leiðin að gullinu- dagskrá

5. desember 2022

Leiðin að Gullinu - Menntadagur landsliðsins í hestaíþróttum í TM reiðhöllinni í Víðidal, 10. desember klukkan 10:30-15:30.

Það verður frábær dagskrá á menntadegi landsliðslins á laugardaginn þegar landsliðsknapar okkar halda sýnikennslur með með mismunandi þema og áherslum yfir daginn. Fræðsla og fróðleikur fyrir alla áhugasama hestamenn, á öllum stigum hestamennskunnar verður í boði þar sem landsliðsknaparnir veita innsýn í undirbúning sinn og þjálfun í aðdraganda HM í sumar. 

Dagskrá :
10:30 – 12:10, sýnikennslur
12:10 – 13:30, matarhlé
13:30 - 15:10, sýnikennslur

Fyrri hluti 10:30-12:10 

  1.   Þjálfun  í upphafi vetrar
Kennarar : Benjamín Sandur og Guðmundur Björgvinsson
Benjamín og Gummi ætla að fjalla um upphaf vetrarþjálfunar. Hvaða atriði ber að hafa í huga í upphafi vetrar, aðlögun þjálfunar, styrkur, þol og mýkt. 

  2.    Tölt -T2
Kennarar: Ásmundur Ernir Snorrason og Viðar Ingólfsson
Viðar og Ási eru margreyndir knapar í keppni í slaktaumatölti, og ætla að leiða áhorfendur í allan sannleikann þegar kemur að undirbúningi undir T2. Hvernig er hestinum kennt að ganga tölt á slökum taum? Hverjar eru forsendurnar? 

  3.      Þjálfun kappreiða skeiðhesta,  100, 150 og 250 m skeið
Kennarar: Konráð Valur Sveinsson , Sigursteinn Sumarliðason
Konráð og Sigursteinn eru meðal alfljótustu skeiðknapa heimsins í dag. Þeir ætla að fræða um uppbyggingu og þjálfun kappreiðaskeiðhesta og áherslur í mismundandi vegalengdum kappreiðanna. Start úr rásbásum eða fljótandi start og ýmislegt spennandi. 

  4.    Tölt T1
Kennarar:  Jakob Svavar Sigurðsson og Helga Una Björnsdóttir
Jakob og Helga Una ætla að fjalla um uppbyggingu og þjálfun keppnishesta í tölti T1. Hvað þarf til? Hvernig ríðum við hraðabreytingar? Þau koma sannarlega ekki að tómum kofunum þegar kemur að þjálfun ofurtöltara. 

12:10-13:30 Matarhlé  
Veislumatur í veislusal reiðhallarinnar 2. hæð.

Seinni hluti - 13:30-15:30 

5.      Gæðingaskeið
Kennarar: Elvar Þormarsson og Hans Þór Hilmarsson
Hans og Elvar eru miklir skeiðgarpar og ætla að fjalla um gæðingaskeið. Þeir munu ræða um tæknilega útfærslu á þvi að leggja á skeið. Aðdragandi, niðurtaka, skeiðkafli og niðurhæging.  

  6.   Fjór gangur
Kennarar: Jóhanna Margrét Snorradóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir
Ragga og Hanna Magga hafa átt gríðarlega góðu gegni að fagna í fjórgangi og þeirra sýnikennsla miðar að því að fræða um áherslur í þjálfun fjórgangshesta. 

7.     Fimm gangur
Kennarar:  Eyrún Ýr Pálsdóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir
Eyrún og Sara eru fyrrverandi og núverandi Íslandsmeistarar í fimmgangi og þær ætla að kafa inn í þjálfun og uppbyggingu fimmgangshestsins og hvað ber að hafa í huga við þjálfun hans. 

8.      Hvers vegna  æ fingar?
Kennarar: Árni Björn Pálsson og  Teitur Árnason
Árni Björn og Teitur loka deginum með sýnikennslu um æfingar við þjálfun, tilgang þeirra og notkun við þjálfun reið- og keppnishesta. 

Það er ljóst að dagskráin verður fróðleg og skemmtileg og því er lag fyrir alla fróðleiksþyrsta hestamenn að taka daginn frá og kíkja á okkar allra færasta fagfólk í greininni gefa innsýn í sinn hugarheim þegar kemur að uppbyggingu og þjálfun hestsins. 

Flottar veitingar á staðnum, og þetta er kjörinn vettvangur til þess að hitta hestafólk og læra. 

Miðasala fer fram í vefverslun LH. og verslun Líflands Lynghálsi

 

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira