Leiðin að gullinu

22. júlí 2009

 

Leiðin að gullinu

Menntadagur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum

10 desember kl. 10:30-15:30 í TM reiðhöllinni í Víðidal

Missið ekki af frábæru tækifæri til þess að fræðast og fá innblástur frá okkar allra bestu knöpum.

Meðal atriða verður sannkallaður “master class” í töltkeppni þar sem þau Jakob Svavar Sigurðsson og Helga Una Björnsdóttir fjalla um sérhæfða þjálfun fyrir töltkeppni T1 og þeir Ámundur Ernir Snorrason og Viðar Ingólfsson fjalla um þjálfun og undirbúning fyrir slaktaumatölt T2.

Jakob Svavar er fyrrum heimsmeistari í Tölti T1 og Helga Una er kynbótaknapi ársins 2022. Þau koma sannarlega ekki að tómum kofanum þegar skoðað er í verkfærakistuna fyrir þjálfun og töltreiðmennsku.

Þeir Viðar Ingólfsson og Ásmundur Ernir eru einnig meðal okkar allra færustu knapa í töltkeppni og þeir munu beina sjónum okkar að þjálfun og undirbúningi fyrir slaktaumatölt T2.

Hvernig er undirbúningi hagað með keppnishross í tölti?

Hvernig kennum við hestinum tölt við slakan taum?

Hvernig eru hraðabreytingar útfærðar? 

Menntadagur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum verður haldinn þann 10 desember næstkomandi í TM reiðhöllinni í Víðidal klukkan 10:30-15:30.

Þetta er einstakt tækfæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að koma og læra, hitta hestamenn og fylgjast með veglegri fræðsludagskrá á vegum landsliðsknapa okkar.

Sýnikennslur verða í gangi yfir allann daginn um mismunandi efni, vegleg veitingasala og ýmiss varningur til sölu á staðnum til styrktar landsliðinu.

Tryggðu þér miða á www.lhhestar.is

Fréttasafn

7. ágúst 2025
Þá er forkeppni í fimmgangi lokið, við áttum fimm fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og tvo í ungmennaflokki.
7. ágúst 2025
Eftir yfirlit í flokki fimm og sex vetra kynbótahrossa standa þrjú af fjórum hrossum frá Íslandi efst í sínum flokki.
7. ágúst 2025
Kristján Árni og Sigursteinn standa efstir íslensku keppendanna
7. ágúst 2025
Árni Björn leiðir í tölti með miklum yfirburðum
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Þá er forkeppni í slaktaumatölti lokið. Þar átti Ísland fjóra fulltrúa, þrjá í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Ísland landaði sínum fyrsta heimsmeistaratitli á HM 2025
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 6. ágúst 2025
Heimsmeistaramót Íslenska hestsins hófst á kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Sig­ur­björn seg­ir alla hest­ana vera í góðu standi eft­ir ferðalagið. Hann bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að styðja við bak liðsfé­lag­anna þegar keppn­in hefst á morg­un.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 4. ágúst 2025
Heims­meist­ara­mót ís­lenska hests­ins hefst með form­leg­um hætti í fyrramálið og kynbótadómum.
Eftir Unnur Rún Sigurpálsdóttir 1. ágúst 2025
Nú er heldur betur farið að styttast í að mótið hefjist
Lesa meira