Ljósmyndasamkeppni Feif, IPZV og ÖIV 2022
1. júní 2022
FEIF, IPZV (þýska íslandshestasambandið) og nú ÖIV (austurríska íslandshestasambandið) halda á hverju ári 4 ljósmyndasamkeppnir tileinkaðar hverri árstíð. Þriðja þemað í ár er "Friendship" eða "vinátta".
Myndirnar verður að senda í landscape og í góðum gæðum. Leyfilegt er að senda inn allt að 3 myndir.
Mikilvægt er að hafa í huga:
- Myndirnar verða að innihalda íslenska hestinn
- Myndin verður að vera tekin af þér eða fjölskyldu eða vinum. Myndir frá atvinnuljósmyndurum eru ekki samþykktar.
- Skylda er að vera með hjálm ef knapi er á baki á myndinni.
- Vinsamlegast setjið inn heimilisfang svo hægt sé að senda sigurvegara keppninnar vinninginn.
Alþjóðleg dómnefnd velur 10 bestu myndirnar og 3 bestu myndirnar verða síðan valdar til kosningar á netinu. 3 bestu myndirnar verða svo í dagatali FEIF á næsta ári.
Með því að senda inn mynd ertu að samþykkja að FEIF, IPZV og ÖIV noti þær áfram.
Veglegir vinningar í boði.
Sendið myndirnar á photo@feif.org
Síðasti skiladagur er 31. ágúst 2022.
Fréttasafn







