Stóðhestavelta landsliðsins
Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu , verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.
Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.
Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:
Blesi frá Heysholti 8,48
Blesi hefur hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi. Fyrir byggingu er Blesi með hvorki meira né minna en 8.58 og þar af 10 fyrir prúðleika, 8.5 fyrir háls/herðar og bóga, bak og lend, samræmi, fótagerð, réttleika og 9.0 fyrir hófa. Fyrir hæfileika er Blesi með 8.42, 8.5 fyrir tölt, 9 fyrir skeið með lýsingunni ferðmikið, sterk yfirlína, taktgott, öruggt. Einnig hefur Blesi hlotið 8.5 hægt tölt, greitt stökk og fegurð í reið og 9 fyrir samstarfsvilja. Myndband af Blesa
Atlas frá Hjallanesi 8,76
Atlas frá Hjallanesi er annað hæst dæmda afkvæmi Spuna frá Vesturkoti og hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt og 9,5 fyrir stökk. Myndband af Atlasi
Valíant frá Garðshorni á Þelamörk 8,42
Valíant stóð efstur 4ra vetra stóðhesta á LM 2022. Hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,61, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi, og 8,31 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet. Myndband af Valíant
Þór frá Torfunesi 8,80
Þór frá Torfunesi var annar í flokki fimm vetra stóðhesta á landsmóti 2018. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend og 9,5 fyrir samræmi. Myndband af Þór
Frami frá Hjarðarholti 8,50
Frami hefur hlotið fyrir sköpulag 8,35, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga og fyrir hæfileika 8,58, þar af 9,5 fyrir greitt stökk, 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Frama
Muninn frá Litla-Garði 8,33
Muninn hefur hlotið 8,52 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi, fótagerð og prúleika og 8,22 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir tölt, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet. Myndband af Muninn
Safír frá Mosfellsbæ 8,51
Safír hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir brokk, 9,5 fyrir fegurð í reið og fet og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk, höfuð, háls/herðar/bóga og samræmi. Safír var í úrslitum í b-flokki á landsmóti 2022. Myndband af Safír
Goði frá Oddgeirshólum 4
Goði hefur hlotið í kynbótadómi 8,30 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir bak og lend, og 8,32 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir fet og 8,5 fyrir tölt, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.
Sægrímur frá Bergi 8,75
Sægrímur frá Bergi hefur hlotið fyrir sköpulag 8,61, þar af 9,5 fyrir höfuð og fyrir hæfileika 8,83, þar af 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Sægrími
Steinar frá Stuðlum 8,35
Steinar hefur hlotið í kynbótadómi 8,54 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir samræmi og fótagerð, og 8,25 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fet. Myndband af Steinar
i
Fréttasafn






Styrktaraðilar







