Norðurlandamóti í hestaíþróttum lokið

15. ágúst 2022

Norðurlandamót í hestaíþróttum

 

Norðurlandamótið í hestaíþróttum árið 2022 fór fram á Álandseyjum nú um liðna helgi.

Mótið fór fram á keppnissvæði sem í raun tilheyrir kerrubrokkkappreiðum, en hefur einnig verið byggt upp sem keppnissvæði fyrir íslenska hestinn meðfram því.

Hvað þátttöku íslenska landsliðsins varðar eru Norðurlandamótin iðulega töluvert frábrugðin heimsmeistaramótunum, og þátttaka liðsins byggir að stærstum hluta á knöpum sem taka þátt á lánshestum frá Norðurlöndunum. Að þessu sinni var aðeins einn knapi sem flutti með sér hest frá Íslandi til þátttöku á mótinu.

Knapar liðsins keppa því flestir á hestum sem þeir þekkja takmarkað sem gerir samkeppnisstöðu liðsins á mótinu frábrugðna keppendum annara landsliða, sem mæta til leiks með þrautreynd keppnispör í allar greinar. 

Landsliðsþjálfarar Íslands og landsliðsnefnd tóku snemma árs ákvörðun um að áhersla yrði lögð á  unglinga- og ungmennaflokkana á mótinu þetta árið, og Ísland sendi nokkuð stórt lið til þátttöku í yngri flokkum mótsins, en á móti fámennt en reynslumikið lið fullorðinna knapa.

Mótið tókst vel, en vallaraðstæður þóttu þó ögn erfiðar á aðalvelli mótsins, og höfðu mótshaldarar í nógu að snúast við að halda vellinum í nothæfu ástandi á meðan á keppni stóð.

Lið Svíþjóðar vann liðabikarinn mótsins sem stigahæsta þjóðin og unnu til fjölda verðlauna á mótinu. Svíar voru sigursælir í skeiðgreinum mótsins í öllum flokkum og unnu til fjölda gullverðlauna þar ásamt góðum árangri í hringvallargreinum.

Danir voru sigursælir í hringvallargreinum íþróttakeppninnar og áttu sigurvegara í tölti og fjórgangi fullorðinna ásamt því að eiga sigurvegara í öllum flokkum slaktaumatölts T2.

Lið Íslands komst á verðlaunapall í mörgum greinum á mótinu, og munaði heldur betur um gullverðlaun Matthíasar Sigurðssonar í Tölti T1 ungmenna, og Eysteins Tjörva Kristinssonar í ungmennaflokki gæðingakeppninnar, en þeir lögðu sín lóð heldur betur á vogarskálar liðsins.

Matthías vann tölt T1 ungmenna á Roða frá Garði ásamt því að næla sér í silfurverðlaun í fjórgangi V1. Hann endaði svo í 3. Sæti í unglingaflokki gæðingakeppninnar á Caruzo frá Torfunesi.

Eysteinn Tjörvi Kristinsson var eini knapi íslenska liðsins sem tók keppnishest sinn frá Íslandi til þátttöku á mótinu. Laukur frá Varmalæk tók ferðalaginu og veðurbreytingum vel, og gerðu þeir félagar sér lítið fyrir og sigruðu ungmennaflokk nokkuð örugglega.

Leikur frá Lækjarmóti kom, sá og sigraði í A-flokki gæðinga með Helgu Unu Björnsdóttur í hnakknum, en Helga Una tók við hestinum í úrslitum fyrir James Faulkner sem kom tveimur hestum inn í úrslit í A-flokki, og hann reið sjálfur á Eldjárni frá Skipaskaga og enduðu þeir í 7. Sætinu.

Í fullorðinsflokki íþróttakeppninnar voru aðeins tveir knapar skráðir til leiks fyrir Íslands hönd, og það voru þeir Sigurður Vignir Matthíasson sem keppti í fimmgangi og gæðingaskeiði á Starkari frá Egisstaðakoti og Jakob Svavar Sigurðsson sem keppti í fjórgangi og tölti á Hálfmána frá Steinsholti. 

Jakob Svavar og Hálfmáni lentu í óhappi í forkeppni fjórgangsins og hættu keppni þar sem þeir urðu fyrir utanaðkomandi truflun og því miður fengu þeir félagar ekki tækifæri á því að endurtaka sína sýningu eftir töluverða reikistefnu hjá mótsstjórn.

Í tölti T1 komu þeir svo sterkir til leiks og komust í A-úrslit í sterkri keppni og enduðu svo í 6 .sæti töltsins.

 Heilt yfir má segja að árangur íslenska liðsins á mótinu hafi verið nokkuð góður og allir knapar í unglinga- og ungmennaliði Íslands náðu að komast í úrslit eða verðlaunasæti í einhverjum greinum. Knapar liðsins sýndu mikla fagmennsku og yfirvegun við að kynnast og keppa á nýjum hrossum eftir stutta viðkynningu og náðu í ljósi þessa mjög góðum árangri á mótinu.

Landslið Íslands á mótinu, þjálfarar og landsliðsnefnd geta vel við unað í mótslok og ljóst að það verður heilmargt um að hugsa þegar horft er fram á næsta stóra verkefni íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem er þátttaka á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi næsta sumar.

 

Norðurlandamót verðlaunahafar Íslands

T1 unglinga

Embla Lind Ragnarsdóttir og Smiður från Slätterne 4. Sæti eftir forkeppni 5,57

T1  ungmenna

Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði 1. Sæti 7,06 (4. Sæti í forkeppni með 6,37)

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Heiður från Boänge 7. Sæti  6,33 (8. Sæti fork. 6,23)

T1 Fullorðnir

Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti 6. Sæti 7,72 (5. Sæti 8,03 í forkeppni)

 

F1 ungmenni

Glódís Rún Sigurðardóttir og Glaumur frá Geirmundarstöðum 5. Sæti 6,33 (4.sæti 6,03 í forkeppni)

Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ 7. Sæti (3. Sæti 6,17 í forkeppni)

F1 fullorðnir

Sigurður Vignir Matthíasson og Starkar frá Egilsstaðakoti 8. Sæti 6,4 (6. Sæti 6,6  í forkeppni)

 

V1 unglinga

Embla Lind Ragnarsdóttir og Smiður från Slätterne 3. Sæti í forkeppni 6,27

V1 ungmenna

Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði 2. Sæti 6,77 (2. Sæti í forkeppni 6,63)

Hákon Dan Ólafsson og Viktor frá Reykjavík 3. Sæti 6,60 (2. Sæti í forkeppni (6,63)

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Kjarkur frá Lækjarmóti II 8. sæti  6,37 (7. Sæti i forkeppni 6,47)

 

T2 ungmenna

Eva Kærnested og Garri frá Fitjum 3. Sæti 6,46 (3. Sæti í forkeppni 6,63)

Védís Huld Sigurðardóttir og Stimpill frá Varmadal 4. Sæti 6,21 (3. Sæti í forkeppni 6,63)

Guðmar Hólm Ísólfsson og Kjarkur frá Lækjarmóti II 5. Sæti 5,58 (5. Sæti í forkeppni 6,50)

Kristófer Darri Sigurðsson og Valur frá Heggsstöðum 7. Sæti  6,50 (11. Sæti í forkeppni 5,90)

Selma Leifsdóttir og Fjalar frá Selfossi 9. Sæti  5,96 (7. Sæti í forkeppni 6,17)

Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ 11. Sæti  5,63 (8. Sæti í forkeppni 6,13)

 

PP1 gæðingaskeið fullorðinna

Sigurður Vignir Matthíasson og Starkar frá Egilsstaðakoti 7. Sæti 6,58

PP1 ungmenna

Hulda María Sveibjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ 4. Sæti 5,17

Hekla Rán Hannesdóttir og Fylkir frá Oddsstöðum I 5. Sæti 5,04

 

Gæðingakeppni unglingaflokkur

Caruzo frá Torfunesi og Matthías Sigurðsson 3. Sæti 8,46 (4. Sæti í forkeppni 8,39)

Konráð från Navåsen og Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal 5. Sæti 8,44 (5. Sæti í forkeppni 8,38)

Gæðingakeppni ungmennaflokkur

Laukur frá Varmalæk og Eysteinn Kristinsson 1. Sæti 8,64 (1. Sæti í forkeppni 8,46)

Riddari frá Hofi og Védís Huld Sigurðardóttir 6. Sæti 8,38 (6. Sæti í forkeppni 8,36)

Glóð frá Háholti og Hulda María Sveinbjörnsdóttir 10. Sæti  8,26 (10. Sæti í forkeppni 8,21)

Gæðingakeppni B-flokkur

Leistur från Toftinge og Hanna Rún Ingibergsdóttir  7. Sæti 8,52 (6. Sæti í forkeppni 8,44)

Gæðingakeppni A-flokkur

Leikur frá Lækjamóti II og Helga Una Björnsdóttir  1. Sæti 8,71(6. Sæti í forkeppni 8,45 með James Faulkner)

Eldjárn frá Skipaskaga og James Faulkner 7. Sæti 8,32 (7. Sæti í forkeppni 8,45)

Blikar frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson 11. Sæti 8,49 (12. Sæti í forkeppni 8,33)

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira