Norðurlandamótið 2022 er haldið í Álandseyjum 9. til 14. ágúst

Berglind Karlsdóttir • 5. ágúst 2022

Norðurlandamótið 2022 er handan við hornið og að þessu sinni fer það fram á Álandseyjum (Åland) á milli Finnlands og Svíþjóðar. Álandseyjar eru skerjagarður sem telur um 6500 eyjar á milli þessara tveggja landa. Mótið fer fram á  brokkkappreiðabraut sem kallast „travet mitt i havet“ („brokkið úti á hafi“) og liggur á meginlandi eyjanna rétt við Mariehamn.

Að venju sendum við Íslendingar landslið á mótið og hafa landsliðsþjálfarar okkar þegar tilkynnt liðið fyrir nokkru síðan þó einhverjar breytingar hafi orðið á uppstillingum á lokasprettinum. Hluti liðsins hélt utan í dag, föstudag 5. ágúst og síðustu knapar lenda á Álandseyjum á sunnudag 7. ágúst, því hluti hópsins er að keppa á Íslandsmóti barna og unglinga í Borgarnesi um helgina. Fyrir landsliðsteymi Íslands fara Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar, Hekla Katharína Kristinsdóttir U21-landsliðsþjálfari og Sigurbjörn Bárðarson A-landsliðsþjálfari.

Á mótinu er keppt í öllum hefðbundnum greinum í íþróttakeppni ásamt því að löndin senda hesta og knapa til þátttöku í gæðingakeppni í unglinga- og ungmennaflokki og A-og B- flokki gæðinga.

Eðli og staðsetning Norðurlandamótsins gera að verkum að nokkuð öðruvísi er staðið að vali á knöpum og hestum í liðið en á heimsmeistaramótsárum og snemma var sú ákvörðun tekin að höfuðáhersla yrði lögð á þátttöku unglinga- og ungmennalandsliðs Íslands hvað fjölda knapa varðar, og með þeim yrðu sterkir og reynslumiklir knapar í eldri hópnum.

Landslið Íslands í unglinga-og ungmennaflokki samanstendur af feiknalega sterkum knöpum sem hafa náð góðum árangri í keppni hér á landi og í hópnum eru bæði lánshestar, reynslumikil keppnishross sem eiga góðan árangur með sínum knöpum, og einn knapi tók með sér hest sinn frá Íslandi til Álandseyja.

Það er mál manna að Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari U21 liðsins hafi með góðum undibúningi og utanumhaldi náð að setja saman hörkuspennandi lið ungra knapa með góð hross í öllum greinum sem mætir til leiks á mótinu.

Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari A-landsliðsins mætir til leiks með nokkuð fámennan hóp knapa, sem er hokinn af reynslu og með sterkan hestakost. Staðsetning mótsins að þessu sinni gerði það að verkum að erfitt reyndist að flytja hesta af meginlandi Evrópu upp til Álandseyja í þá áreynslu sem slíkt mót er, og því var ákveðið að liðið yrði lítið en reynslumikið sem er einmitt gríðarlega mikilvægt til stuðnings þeim stóra hópi knapa sem keppir í yngri flokkum mótsins.

Það er von landsliðsnefndar LH að þessi samsetning landsliðsins muni skila sér í miklum lærdómi og reynslu til frambúðar fyrir þá knapa sem mótið sækja.

Norðurlandamótið hefst á þriðjudaginn 9. ágúst og lýkur þann 14. ágúst. Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með mótinu og greina frá gangi mála á meðan á því stendur.

Keppendur í íþróttakeppni í flokki ungmenna og unglinga:

Embla Lind Ragnarsdóttir og Smiður frá Slätterne - V1/T1
Eva Kærnested og Garri frá Fitjum - V1/T2
Glódís Rún Sigurðardóttir og Glaumur frá Geirmundarstöðum - F1/T1/P1/P2/PP1
Guðmar Hólm Líndal og Kjarkur frá Lækjamóti II - V1/T2
Hákon Dan Ólafsson og Viktor frá Reykjavík - V1/T1
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Heiður frá Boänge - V1/T1
Hekla Rán Hannesdóttir og Fylkir frá Oddsstöðum I - F1/T1/PP1
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ - F1/T2/PP1
Kristófer Darri Sigurðsson og Valur frá Heggsstöðum - V1/T2
Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði - V1/T1
Selma Leifsdóttir og Fjalar frá Selfossi - V1/T2
Védís Huld Sigurðardóttir og Stimpill frá Varmadal - V1/T2

Keppendur í gæðingakeppni í flokki ungmenna og unglinga:

Guðmar Hólm Líndal og Konráð frá Navåsen
Matthías Sigurðsson og Carúzo frá Torfunesi
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Glóð frá Háholti
Védís Huld Sigurðardóttir og Riddari frá Hofi

Keppendur í íþróttakeppni í flokki fullorðinna:

Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti - V1/T1
Sigurður Vignir Matthíasson og Starkar frá Egilsstaðakoti - F1/T1/P1/PP1/P2

Keppendur í B-flokki gæðinga:

Glæsir frá Torfunesi og Finnur Bessi Svavarsson
Leistur frá Toftinge og Hanna Rún Ingibergsdóttir

Keppendur í A-flokki gæðinga:

Blikar frá Fossi og Sigurður Vignir Matthíasson
Eldjárn frá Skipaskaga og Jakob Svavar Sigurðsson
Frami frá Arnarholl og Hanna Rún Ingibergsdóttir
Leikur frá Lækjamóti og Helga Una Björnsdóttir

 

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar