Öflugt starf í U21-landsliðshópi LH

21. maí 2022

Starfssemi U21-landsliðshópsins hefur verið öflug í vetur. Nýr hópur fyrir árið var skipaður í byrjun desember og samanstendur hópurinn af 16 knöpum á aldrinum 16-21 árs, 7 stelpum og 9 strákum. Hópurinn var kallaður saman í desember þar sem farið var yfir skipulag ársins, hvað felst í því að vera landsliðsknapi og þætti eins og hegðunarviðmið í íþróttahreyfingunni. Við sama tækifæri fengu þau fyrirlestur frá Begga Ólafs, þjálfunarsálfræðingi.

Landsliðsþjálfarinn Hekla Katharína Kristinsdóttir gerir reglulega stöðumat á hópnum og var fyrsta mat gert í desember þar sem knapar sendu þjálfaranum myndbönd af æfingastund á sínum keppnishestum og fengu svo endurgjöf frá þjálfara í kjölfarið.

Knapar í U21-landsliðinu hafa sl. tvö ár tekið að sér að vera með upphitunarhesta í öllum greinum í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, prúðbúin í landsliðsjakkanum, og er það góð æfing fyrir komandi keppnistímabil. Yfirdómari í Meistaradeildinni hittir þau eftir og fer yfir sýningarnar með þeim.

Líkamlegar mælingar eru framkvæmdar árlega á landsliðshópum LH af íþróttafræðingi. Er þetta gert til að meta líkamlegt ástand þeirra og gefur þeim upplýsingar um ákveðna þætti varðandi er varðar áherslur í þjálfun á eigin líkama. Hópurinn fór í mælingar í mars og í kjölfarið fengu þau frábæran fyrirlestur frá frjálsíþróttaþjálfaranum Rúnari Hjálmarssyni og ábendingar um æfingar sem henta sérstaklega vel fyrir knapa til að styrkja færni sína í hnakknum.

Annað stöðumat ársins var gert í mars og var sami háttur hafður á, knapar sendu þjálfaranum myndband og fengu endurgjöf frá þjálfara.

U21-hópurinn var með glæsilegt opnunaratriði á „Allra sterkustu“, fjáröflunarviðburði landsliðsnefndar og sýndu þar faglega reiðmennsku á sínum bestu hestum. Sama dag var haldinn stór fyrirlestur um reynslu þeirra sem hafa farið á og komið að stórmótum eins og HM og NM. Hekla Katharína deildi reynslu sinni af því að keppa á HM en hún varð heimsmeistari í fjórgangi í ungmennaflokki árið 2011. Sigurbjörn Bárðarson A-landsliðsþjálfari fór yfir ýmsa praktíska þætti í aðdraganda og á stórmótum, Benjamín Sandur Ingólfsson sagði frá því þegar hann varð heimsmeistari í gæðingaskeiði í ungmennaflokki árið 2019, Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar fjallaði um liðsheild og starf landsliðsnefndar fyrir stórmót og Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri LH fór yfir verkefni skrifstofu LH í aðdraganda stórmóts.

Í byrjun maí var þriðja stöðumat ársins, en í þetta sinn úti á velli þar sem knaparnir riðu keppnisprógramm og voru fengnir alþjóðadómarar til að dæma sýningar þeirra og fara yfir með þeim hvað var gott og hvað mætti betur fara. Var þetta gert á þremur stöðum á landinu samtímis, á Hólum, á Selfossi og í Reyjavík. Mæltist þetta fyrirkomulag vel fyrir.

Framundan er Norðurlandamót í ágúst og stóra markmið allra knapanna í U21 er að fara á HM 2023. Það er ljóst að framtíðin er björt í hestaíþróttum á Íslandi og mikill auður býr í þessum flottu ungu knöpum sem skipa U21 árs landslið LH.

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira