Öflugt starf í U21-landsliðshópi LH

Berglind Karlsdóttir • 21. maí 2022

Starfssemi U21-landsliðshópsins hefur verið öflug í vetur. Nýr hópur fyrir árið var skipaður í byrjun desember og samanstendur hópurinn af 16 knöpum á aldrinum 16-21 árs, 7 stelpum og 9 strákum. Hópurinn var kallaður saman í desember þar sem farið var yfir skipulag ársins, hvað felst í því að vera landsliðsknapi og þætti eins og hegðunarviðmið í íþróttahreyfingunni. Við sama tækifæri fengu þau fyrirlestur frá Begga Ólafs, þjálfunarsálfræðingi.

Landsliðsþjálfarinn Hekla Katharína Kristinsdóttir gerir reglulega stöðumat á hópnum og var fyrsta mat gert í desember þar sem knapar sendu þjálfaranum myndbönd af æfingastund á sínum keppnishestum og fengu svo endurgjöf frá þjálfara í kjölfarið.

Knapar í U21-landsliðinu hafa sl. tvö ár tekið að sér að vera með upphitunarhesta í öllum greinum í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, prúðbúin í landsliðsjakkanum, og er það góð æfing fyrir komandi keppnistímabil. Yfirdómari í Meistaradeildinni hittir þau eftir og fer yfir sýningarnar með þeim.

Líkamlegar mælingar eru framkvæmdar árlega á landsliðshópum LH af íþróttafræðingi. Er þetta gert til að meta líkamlegt ástand þeirra og gefur þeim upplýsingar um ákveðna þætti varðandi er varðar áherslur í þjálfun á eigin líkama. Hópurinn fór í mælingar í mars og í kjölfarið fengu þau frábæran fyrirlestur frá frjálsíþróttaþjálfaranum Rúnari Hjálmarssyni og ábendingar um æfingar sem henta sérstaklega vel fyrir knapa til að styrkja færni sína í hnakknum.

Annað stöðumat ársins var gert í mars og var sami háttur hafður á, knapar sendu þjálfaranum myndband og fengu endurgjöf frá þjálfara.

U21-hópurinn var með glæsilegt opnunaratriði á „Allra sterkustu“, fjáröflunarviðburði landsliðsnefndar og sýndu þar faglega reiðmennsku á sínum bestu hestum. Sama dag var haldinn stór fyrirlestur um reynslu þeirra sem hafa farið á og komið að stórmótum eins og HM og NM. Hekla Katharína deildi reynslu sinni af því að keppa á HM en hún varð heimsmeistari í fjórgangi í ungmennaflokki árið 2011. Sigurbjörn Bárðarson A-landsliðsþjálfari fór yfir ýmsa praktíska þætti í aðdraganda og á stórmótum, Benjamín Sandur Ingólfsson sagði frá því þegar hann varð heimsmeistari í gæðingaskeiði í ungmennaflokki árið 2019, Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar fjallaði um liðsheild og starf landsliðsnefndar fyrir stórmót og Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri LH fór yfir verkefni skrifstofu LH í aðdraganda stórmóts.

Í byrjun maí var þriðja stöðumat ársins, en í þetta sinn úti á velli þar sem knaparnir riðu keppnisprógramm og voru fengnir alþjóðadómarar til að dæma sýningar þeirra og fara yfir með þeim hvað var gott og hvað mætti betur fara. Var þetta gert á þremur stöðum á landinu samtímis, á Hólum, á Selfossi og í Reyjavík. Mæltist þetta fyrirkomulag vel fyrir.

Framundan er Norðurlandamót í ágúst og stóra markmið allra knapanna í U21 er að fara á HM 2023. Það er ljóst að framtíðin er björt í hestaíþróttum á Íslandi og mikill auður býr í þessum flottu ungu knöpum sem skipa U21 árs landslið LH.

Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 30. apríl 2025
Dagur Íslenska hestsins er á morgun, 1. maí. Hestamannafélög hérlendis sem og erlendis munu í tilefni af deginum bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Við hverjum áhugasama til að kynna sér viðburði á sínu heimasvæði.  Þá verður einnig spennandi dagskrá í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum:
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 29. apríl 2025
Í gær mánudaginn 28. apríl fór fram stefnumótunarfundur Landssambands hestamannafélaga. Stjórn boðaði fundinn og voru fulltrúar hestamannafélaganna hvattir til að mæta á staðinn eða vera með á Teams. Markmið fundarins var að skapa sameiginlega framtíðarsýn fyrir samband allra hestamanna og var því ákaflega gleðilegt að sjá hversu margir tóku frá tíma til að vera með okkur í þessari vinnu en um 30 manns mættu á staðinn og 50 tóku þátt í fjarfundi. Petra Björk Mogensen stýrði fundinum ásamt Lindu Björk Gunnlaugsdóttur. Þær fengu svo dygga aðstoð frá þeim Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur og Anna Kristín Kristinsdóttir sem tóku saman niðurstöður fundarins.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 28. apríl 2025
Á 77. Íþróttaþingi ÍSÍ, sem fram fer dagana 16. og 17. maí nk. á Hótel Natura, verður kosið um forseta ÍSÍ til fjögurra ára og um sjö meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ, til fjögurra ára. Skilafrestur framboða rann út föstudaginn 25. apríl sl. kl. 16:00. Til kjörnefndar bárust fimm framboð til embættis forseta ÍSÍ og níu framboð til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Kjörnefnd ÍSÍ hefur úrskurðað öll innsend framboð gild.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 27. apríl 2025
Nú er rétt rúm vika síðan hinn glæsilegi viðburður Allra sterkustu fór fram. Mikil stemning myndaðist að venju enda glæsilegar sýningar, keppni, happadrætti og stóðhestavelta í gangi. Á kvöldum sem þessum er dásamlegt að hafa fullt hús af áhorfendum og var það rauninn þann 19. apríl. Hinsvegar komust ekki allir sem vildu á sýninguna og því gleður það að tilkynna að Eiðfaxi tók upp herlegheitin og verður hægt að horfa á alla sýninguna á streymisveitunni þeirra frá og með miðri næstu viku.
Eftir Berglind Karlsdóttir 24. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir samstarfssamning milli Topreiter og Landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Samningurinn gildir fram yfir Heimsmeistaramót 2027.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Hægt er að sækja vinningana á Skrifstofu LH Engjavegi 6 í Laugardal frá og með mánudeginum 28. apríl gegn framvísun happdrættismiðans.
Eftir Berglind Karlsdóttir 23. apríl 2025
Á Allra sterkustu var skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning milli Landsliðs Íslands í hestaíþróttum og Líflands.
Eftir Hinrik Sigurðsson 23. apríl 2025
Ákveðið hefur verið að framlengja skráningafresti fyrir fyrsta Íslandsmótið í gæðingalist sem verður haldið í Samskipahöllinni í Spretti dagana 29.apríl – 1.maí 2025. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 23.apríl.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni. Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 22. apríl 2025
Ný stikuð leið frá Dalakofa í Landmannahelli. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Hestamannafélaginu Geysi styrk á síðasta ári til að stika svokallaðan Dalastíg. Leiðin þykir gífurlega falleg en er bæði brött og villugjörn og því miklar úrbætur að fá leiðina betur merkta og skráða.
Lesa meira

Styrktaraðilar