Opnun Sögusetur íslenska hestsins

2. júní 2025

Í gær sunnudaginn 1. júní var opnuð ný sýning í húsnæði setursins á Hólum í Hjaltadal.

Á nýrri sýningu verður lögð enn meiri áhersla á fræðslu, en fram að þessu hefur aðal útgangspunkturinn verið saga hestsins. Aukin fræðsla og aðgengi að henni er  í takt við það mikla fræðastarf sem fram fer á Hólum.


Gestir geta meðal annars fræðst um hestaliti og erfðir þeirra, kynnst upprunaættbókinni -  WorldFeng – og skoðað fjölbreytta og áhugaverða muni í frægðarhorni safnsins.


Við hvetjum alla hestamenn til að gera sér ferð að hólum í sumar, safnið verður opið almenningi frá og með þriðjudeginum 3. júní, alla daga nema mánudaga, frá kl. 10:00 til 16:00.


Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni


Heimasíða Sögusetursins

Fréttasafn

20. júlí 2025
Úrslit á glæsilegu Íslandsmóti barna og unglinga.
20. júlí 2025
Laugardagur á Íslandsmóti barna og unglinga hófst á keppni í unglinga- og barnaflokki í gæðingakeppni. Þetta voru síðustu greinar í forkeppni mótsins og seinnipartinn fóru fram B-úrslit í öllum flokkum.
19. júlí 2025
Fyrsti Íslandsmeistarinn krýndur á Íslandsmóti barna og unglinga
18. júlí 2025
Nú stendur yfir Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Hafnarfirði
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 16. júlí 2025
Íslandsmót barna- og unglinga 2025
15. júlí 2025
Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands hefur nú birt endanlegan lista yfir þau kynbótahross sem munu mæta fyrir Íslands hönd á kynbótasýningu á HM.
14. júlí 2025
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk slóu fyrra heimsmet um 0,01 sek.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 9. júlí 2025
Þá hefur landslið Íslands fyrir HM í Sviss verið tilkynnt, en það var gert við hátíðlega athöfn í húsakynnum Icelandair Cargo að Flugvöllum í Hafnarfirði. Eiðfaxi Tv var með beina útsendingu og hægt verður að horfa á viðburðinn á vefnum hjá þeirra.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir 8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss.  Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.
Lesa meira