Þórdís Anna Gylfadóttir kjörin í framkvæmdastjórn ÍSÍ
21. maí 2025
Þórdís Anna Gylfadóttir úr Hestamannafélaginu Spretti var kosin í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi 2025. Hún hlaut frábæra kosningu og hlaut næstflest greidd atkvæði af þeim níu frambjóðendum sem voru í kjöri.
Þórdís er fyrsti hestamaðurinn sem er kjörinn í stjórn ÍSÍ.
Landssamband hestamannafélaga óskar Þórdísi Önnu innilega til hamingu með kjörið í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og hlökkum til að fylgjast með hennar störfum í þágu íþróttahreyfingarinnar.
Fréttasafn

Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir
•
8. júlí 2025
Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt á morgun kl 15:00 og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á EiðfaxaTv Að venju ríkir mikil eftirvænting og hafa Landsliðsþjálfaranir lagt mikla vinnu í að setja saman liðin, um helgina fór svo fram dýralæknaskoðun, auk þess sem knaparnir mátuðu keppnis og æfingafatnað. Allur fatnaður knapa og teymis er styrktur af Topreiter og Lífland.
Eftir Jónína Sif Eyþórsdóttir
•
8. júlí 2025
Í síðustu viku og um helgina fór fram dýralæknaskoðun á þeim hestum og knöpum sem taldir eru líklegastir til að skipa lið Íslands á heimsmeistaramótinu í Sviss. Nokkuð margir voru kallaðir í skoðun og mátti greinilega skynja eftirvæntingu og spennu. Liðið verður tilkynnt miðvikudaginn 9. júlí, EiðfaxiTv verður með beina útsendingu frá viðburðinum.







