Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 kynning á panel umræðum

4. janúar 2024

Skráningu á fimm kvölda rafræna Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland lýkur 7.janúar! Það eru því síðustu forvöð til að skrá sig en fyrsti fyrirlesturinn er þriðjudagskvöldið 9.janúar nk frá kl 19 á ísl tíma/GMT. Þema ráðstefnunar er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukna þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni. Viltu taka þátt í umræðunni og fræðast um hvernig vísindin geta aðstoðað okkur í þessari umræðu? - Ekki gleyma að skrá þig!

 

Hér má sjá dagskrána í heild sinni ásamt nánari kynningu á fyrirlesurunum:

9. janúar : Michael Weishaupt prófessor við UZH – SLO / Félagslegt samþykki til ástundunar og hvernig rannsóknir geta haft áhrif í þeirri orðræðu.

11. janúar: Marie Rhodin, associate prófessor við SLU – Rannsóknir á heilsufari hrossa og sérstaklega fjallað um nýjar aðferð við heltigreiningu.

16. janúar: Guðrún Stefánsdóttir, dócent við Háskólann á Hólum – Áhrif þyngdar knapa á hesta og framtíðarstúdíur á því sviði.

18. janúar: Sveinn Ragnarsson, prófessor við Háskólann á Hólum – Pælingar um áhrif hesta á manneskjur og öfugt, samskipti manna og hrossa og stúdíur þar að lútandi.

23. janúar: Panelumræður með frábærum fulltrúum ýmissa geira hestamennskunnar

Panelumræður 23.janúar er lokakvöld Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland. Þar munum við fá sýn ýmissa hagsmunahópa hestamennskunnar. Þar koma fulltrúar tamningamanna, dýralækna, hestaferðaþjónustu, ræktunar og hestaíþrótta.

 

       

 

Atli Guðmundsson er fulltrúi FT, einn okkar reyndasti reiðkennari og virkur innan FT í meira en 3 áratugi. Hann á ófáa titla frá keppnisvellinum, hefur kennt víða um heim á síðustu 30 árum og er núna reiðkennari við Háskólann á Hólum. Atli hefur lengi rekið tamninga- og þjálfunarstöð og verið með marga unga og efnilega knapa í læri í gegnum árin.

Dr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur verið í fararbroddi fyrir hestavelferð í fjölda ára. Hún hefur séð um heilbrigðisskoðun keppnishesta á stórmótum í tvo áratugi og þróaði til þess fyrirkomulagið „klár í keppni“. Systa eins og hún er oftast kölluð er ekki síst virtur vísindamaður og hefur birt yfir 30 vísindagreinar um heilsu og velferð íslenska hestsins og er einnig hrossaræktandi að Kálfsstöðum í Hjaltadal.

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestaferðaþjónustufyrirtækið „Riding Iceland“ sem hefur höfuðstöðvar í Saltvík við Húsavík. Bjarni fagnaði 30 ára afmæli fyrirtækis síns og hefur líklega ferðast einna víðast allra Íslendinga, að jafnaði um 2000km á hverju sumri. Hann hefur mikið hugsað um hvers lags hross henta í þessa vinnu og í gegnum öll þessi ár öðlast gríðarlega reynslu á því sviði.

Dr. Elsa Albertsdóttir er sérfræðingur í kynbótafræði hrossa. Hún hefur séð um alla BLUP útreikninga fyrir íslenska hestinn í nær 2 áratugi og hefur verið afar virk innan ræktunarstarfsins sem kynbótadómari, vísindakona, leiðbeinandi doktors- og mastersnema og ekki síst núna síðustu 3 árin sem ábyrgðarmaður hrossaræktar á Íslandi. Hún er einnig menntaður reiðkennari og kennir alltaf svolítið með öðrum störfum sem og ræktar, temur og þjálfar eigin hross.

Hulda Gústafsdóttir er flestum kunn, hún situr í Sportnefnd FEIF til fjölda ára, er íþróttadómari sjálf og afar reynd keppniskona og hefur hlotið fjölda verðlauna á stórmótum. Hún rekur ásamt fjölskyldu sinni umfangsmikla starfsemi að Árbakka - Hestvit, tamninga- og þjálfunarstöð, útflutningsfyrirtæki og sölumiðstöð auk þess að stunda allnokkra hrossarækt.

Með kærri kveðju og tilhlökkun,
Menntanefnd LH og Horses of Iceland

Fréttasafn

6. nóvember 2025
This is a subtitle for your new post
30. október 2025
Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH næstu tvö árin
27. október 2025
Keppnishestabú ársins verða heiðruð á Uppskeruhátíð hestafólks
27. október 2025
Uppskeruhátíð hestafólks fer fram í Gamla Bíó laugardaginn 8. nóvember nk., þar sem hestafólk af landinu öllu kemur saman til að fagna frábæru keppnisári og heiðra þá sem skarað hafa fram úr. Kvöldið verður í senn hátíðlegt og skemmtilegt. Veitingar verða í höndum LÚX veisluþjónustu, sem býður upp á dýrindis mat í takt við hátíðlega stemninguna í Gamla Bíó. Knapar ársins í hverjum flokki verða verðlaunaðir ásamt keppnishestabúi ársins og hljóta glæsilega verðlaunagripi úr smiðju Inga í Sign. Að loknum kvöldverði og öðrum hefðbundnum dagskrárliðum mun Stuðlabandið halda uppi fjörinu fram eftir nóttu og tryggja alvöru partýstemningu. Miðasala fer fram í vefverslun LH - takmarkaður fjöldi sæta í boði!! Sjáumst 8.nóvember í Gamla bíó!
24. október 2025
Íslandsmót 2026 haldið 17. til 21. júní hjá Sörla
23. október 2025
Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestafólks
22. október 2025
Viðtal við nýjan formann Landsliðsnefndar um afreks- og landsliðsmál
22. október 2025
Þann 15. maí sl. staðfesti framkvæmdastjórn ÍSÍ úthlutunarreglur vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsverkefnum. Tilgangur reglnanna er að setja ramma um styrki til sérsambanda ÍSÍ vegna kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ í samræmi við Afreksstefnu ÍSÍ. Meginmarkmið styrkveitinganna er að styðja ungmenni fjárhagslega sem taka þátt í landsliðsstarfi á vegum sérsambanda ÍSÍ og þurfa að greiða kostnað vegna þátttökunnar að fullu eða að hluta. Einnig að jafna möguleika ungmenna á þátttöku í landsliðsstarfi sérsambanda ÍSÍ. LH sótti um styrk fyrir hönd þeirra sjö ungmenna sem fóru á HM sl. sumar og niðurstaðan varð sú að Afrekssjóður styrkir hvert og eitt þeirra um rúmar 200.000 kr. Styrkurinn er gríðarlega mikilvægur stuðningur við ungmennin okkar og mikil hvatning.  Er þetta hluti af því aukna fjármagni sem stjórnvöld hafa sett í Afrekssjóð á þessu ári og markar sú ákvörðun tímamót í allri umgjörð afreksíþrótta í heild sinni. Vonast er til að sambærilegt fjármagn verði til úthlutunar til sérsambanda úr Afrekssjóði til frambúðar.
17. október 2025
NICH - Nordic Icelandic Horse Collaboration
Lesa meira