Rafræn menntaráðstefna LH í janúar 2024 kynning á panel umræðum

4. janúar 2024

Skráningu á fimm kvölda rafræna Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland lýkur 7.janúar! Það eru því síðustu forvöð til að skrá sig en fyrsti fyrirlesturinn er þriðjudagskvöldið 9.janúar nk frá kl 19 á ísl tíma/GMT. Þema ráðstefnunar er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukna þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni. Viltu taka þátt í umræðunni og fræðast um hvernig vísindin geta aðstoðað okkur í þessari umræðu? - Ekki gleyma að skrá þig!

 

Hér má sjá dagskrána í heild sinni ásamt nánari kynningu á fyrirlesurunum:

9. janúar : Michael Weishaupt prófessor við UZH – SLO / Félagslegt samþykki til ástundunar og hvernig rannsóknir geta haft áhrif í þeirri orðræðu.

11. janúar: Marie Rhodin, associate prófessor við SLU – Rannsóknir á heilsufari hrossa og sérstaklega fjallað um nýjar aðferð við heltigreiningu.

16. janúar: Guðrún Stefánsdóttir, dócent við Háskólann á Hólum – Áhrif þyngdar knapa á hesta og framtíðarstúdíur á því sviði.

18. janúar: Sveinn Ragnarsson, prófessor við Háskólann á Hólum – Pælingar um áhrif hesta á manneskjur og öfugt, samskipti manna og hrossa og stúdíur þar að lútandi.

23. janúar: Panelumræður með frábærum fulltrúum ýmissa geira hestamennskunnar

Panelumræður 23.janúar er lokakvöld Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland. Þar munum við fá sýn ýmissa hagsmunahópa hestamennskunnar. Þar koma fulltrúar tamningamanna, dýralækna, hestaferðaþjónustu, ræktunar og hestaíþrótta.

 

       

 

Atli Guðmundsson er fulltrúi FT, einn okkar reyndasti reiðkennari og virkur innan FT í meira en 3 áratugi. Hann á ófáa titla frá keppnisvellinum, hefur kennt víða um heim á síðustu 30 árum og er núna reiðkennari við Háskólann á Hólum. Atli hefur lengi rekið tamninga- og þjálfunarstöð og verið með marga unga og efnilega knapa í læri í gegnum árin.

Dr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur verið í fararbroddi fyrir hestavelferð í fjölda ára. Hún hefur séð um heilbrigðisskoðun keppnishesta á stórmótum í tvo áratugi og þróaði til þess fyrirkomulagið „klár í keppni“. Systa eins og hún er oftast kölluð er ekki síst virtur vísindamaður og hefur birt yfir 30 vísindagreinar um heilsu og velferð íslenska hestsins og er einnig hrossaræktandi að Kálfsstöðum í Hjaltadal.

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestaferðaþjónustufyrirtækið „Riding Iceland“ sem hefur höfuðstöðvar í Saltvík við Húsavík. Bjarni fagnaði 30 ára afmæli fyrirtækis síns og hefur líklega ferðast einna víðast allra Íslendinga, að jafnaði um 2000km á hverju sumri. Hann hefur mikið hugsað um hvers lags hross henta í þessa vinnu og í gegnum öll þessi ár öðlast gríðarlega reynslu á því sviði.

Dr. Elsa Albertsdóttir er sérfræðingur í kynbótafræði hrossa. Hún hefur séð um alla BLUP útreikninga fyrir íslenska hestinn í nær 2 áratugi og hefur verið afar virk innan ræktunarstarfsins sem kynbótadómari, vísindakona, leiðbeinandi doktors- og mastersnema og ekki síst núna síðustu 3 árin sem ábyrgðarmaður hrossaræktar á Íslandi. Hún er einnig menntaður reiðkennari og kennir alltaf svolítið með öðrum störfum sem og ræktar, temur og þjálfar eigin hross.

Hulda Gústafsdóttir er flestum kunn, hún situr í Sportnefnd FEIF til fjölda ára, er íþróttadómari sjálf og afar reynd keppniskona og hefur hlotið fjölda verðlauna á stórmótum. Hún rekur ásamt fjölskyldu sinni umfangsmikla starfsemi að Árbakka - Hestvit, tamninga- og þjálfunarstöð, útflutningsfyrirtæki og sölumiðstöð auk þess að stunda allnokkra hrossarækt.

Með kærri kveðju og tilhlökkun,
Menntanefnd LH og Horses of Iceland

Fréttasafn

24. desember 2025
Jóla- og nýárskveðja frá formanni LH
22. desember 2025
Landssamband hestamannafélaga óskar öllum hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu.  Starfsfólk og stjórn LH
Eftir Berglind Karlsdóttir 18. desember 2025
Hekla Katharína Kristinsdóttir er reiðkennari ársins 2025
9. desember 2025
Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum
5. desember 2025
Alþjóðlegur dagur sjálboðaliða 5. desember
14. nóvember 2025
Form annafundur LH var haldinn laugardaginn 8. nóvember sl. Fundinn sóttu um áttatíu manns frá þrjátíu hestamannafélögum auk fulltrúa frá fastanefndum LH, dómarafélögunum og stjórn LH. Góðar og uppbyggilegar umræður urðu á fundinum sem stjórn LH tekur með sér í næsta starfsár og í undirbúning fyrir Landsþing 2026. Formaður LH, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fór í ræðu sinni yfir þau mál sem hafa verið fyrirferðarmest í starfsemi LH á árinu ásamt því að tæpa á helstu verkefnum sem framundan eru. Það eru mörg og umfangsmikil verkefni á borði stjórnar hverju sinni og hefur mikill tími farið fyrsta starfsárið hjá nýrri stjórn í að endurskipuleggja og hagræða í rekstri sambandsins. Afreksmálin eru alltaf fyrirferðarmikil á HM ári í verkefnum skrifstofu og stjórnar og eru afreksmálin á ákveðnum tímamótum núna þar sem samningar við landsliðsþjálfara eru lausir. Gjaldkeri LH, Ólafur Gunnarsson, fór yfir stöðu reikninga og uppfærðar fjárhagsáætlanir sem gera ráð fyrir á næstu tvö ár skili hagnaði en eins og áður kom fram hefur verið farið í hagræðingaraðgerðir á árinu í þeim tilgangi að snúa rekstri sambandsins til betri vegar. Starfshópar sem skipaðir voru skv. samþykkt landsþings 2024 kynntu sína vinnu frá landsþingi. Starfshópur um Íslandsmót telur ekki þörf á að gera breytingar á keppnishluta mótsins en leita þurfi leiða til að gera viðburðinn Íslandsmót að stærri viðburði fyrir áhorfendur. Starfshópur um innanhússmót lagði fram tillögu fyrir fundinn um haldið yrði 2ja til 3ja daga Íslandsmót innanhúss í lok innanhússkeppnistímabilsins 2026 til reynslu. Fundurinn vísaði tillögunni til stjórnar til nánari útfærslu og mun stjórn kalla til framhaldsfundar formanna til frekari umræðna. Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Skagfirðingur og veittu yfirreiðkennari félagsins og formaður æskulýðsdeildar Skagfirðings bikarnum móttöku. Fulltrúar frá hestamannafélögunum Mána, Hring, Funa, Herði, Freyfaxa og Sleipni sögðu frá sínum verkefnum og helstu áskorunum. Voru það virkilega áhugaverðar frásagnir því flest hestamannafélög eru að eiga við svipaðar áskoranir þó aðstæður hjá hverju félagi séu mismunandi. Að loknum hefðbundnum fundarstörfum var fundinum skipt upp í þrjá umræðuhópa sem fjölluðu um stefnumótun, gjaldkerastörf og nýliðunar -og æskulýðsmál. Mikil umræða og góð vinna var í umræðuhópunum. Í hópnum um stefnumótum urðu mjög líflegar umræður og margir snertifletir ræddir á hinum ýmsu málum og ljóst að það er heilmikið að vinna úr í framhaldinu. Fundinum var skipt upp í sex minni hópa sem fjölluðu hver um sig um ákveðna þætti í starfsemi LH, hvaða markmið skuli setja og hvernig skuli ná þeim. Stefnumótunarfundurinn var framhald af opnum stefnumótunarfundi sem haldinn var sl. vor með fulltrúum hestamannafélaganna. Hópurinn um æskulýðs- og nýliðunarmál fjallaði um þátttöku stráka í hestamennsku, félagshesthús og almenna stöðu hjá félögunum. Margar hugmyndir komu upp og góðar umræður sköpuðust. Í gjaldkerahópnum var rætt um samskipti við sveitarfélög, fjármál hestamannafélaga, félög í almannaheilaskráningu og fyrirmyndafélög ásamt styrkjum til hestamannafélaga. Fjármál hestamannafélaganna eru almennt í góðum málum og faglega staðið að þeim en slíkt er algjör forsenda fyrir því að gott samtal geti átt sér stað við sveitarfélögin þegar kemur að styrkjamálum hins opinbera. Félögin voru einnig hvött til að skrá félagið á almannaheillaskrá en það er gott verkfæri þegar leitað er styrkja hjá almennum fyrirtækjum og veitir skattaafslátt á móti. Einnig voru félögin hvött til að hefju vinnu við að gerast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er það holl og góð vinna til að bæta starfshætti félagsins. Félög geta leitað til hvors annars um þau gögn sem þarf að skila og voru félögin hvött til að vinna þau saman. Samhliða formannafundi var haldinn mótanefndafundur sem um tuttugu manns sátu, en fyrirhugað er að halda framahaldsmótanefndafund um næstu mánaðamót til að ræða frekar mótadagskrá ársins. Stjórn LH þakkar formönnum hestamannafélaga í landinu og öðrum þátttakendum á formannafundi fyrir afar uppbyggilegar umræður sem munu nýtast vel á komandi starfsári. Skýrsla stjórnar LH 2024-2025
12. nóvember 2025
Ættingjar fyrsta heiðursfélaga LH afhentu LH viðurkenningarskjalið til varðveislu
11. nóvember 2025
Guðni Halldórsson og Kristinn Skúlason hlutu gullmerki LH
9. nóvember 2025
Haraldur Þórarinsson er heiðursverðlaunum LH sannarlega verðugur
9. nóvember 2025
Gott æskulýðsstarf er grunnurinn að framtíð hestamennskunnar
Lesa meira