Hver er sýn hagsmunahópa hestamennskunnar?

5. janúar 2024

Skráningu á fimm kvölda rafræna Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland lýkur 7.janúar! Það eru því síðustu forvöð til að skrá sig en fyrsti fyrirlesturinn er þriðjudagskvöldið  9.janúar nk frá kl 19 á ísl tíma/GMT. Þema ráðstefnunar er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukna þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins. Þessi umræða er orðin mjög áberandi víða um heim og við hestafólk (ekki síst erlendis en jafnvel á Íslandi einnig) finnum fyrir sívaxandi gagnrýni um hlutverk hrossa í okkar menningu. Þar sem okkar hestar eru þar að auki fremur smáir lendum við Íslandshestafólk jafnvel enn meira í þessari gagnrýni. Viltu taka þátt í umræðunni og fræðast um hvernig vísindin geta aðstoðað okkur í þessari umræðu? - Ekki gleyma að skrá þig!

Þann 23. janúar munu svo fara fram panelumræður þar sem við fáum sýn ýmissa hagsmunahópa hestamennskunnar. Þar koma fulltrúar tamningamanna, dýralækna, hestaferðaþjónustu, ræktunar og hestaíþrótta.

 

       

 

Atli Guðmundsson er fulltrúi FT, einn okkar reyndasti reiðkennari og virkur innan FT í meira en 3 áratugi. Hann á ófáa titla frá keppnisvellinum, hefur kennt víða um heim á síðustu 30 árum og er núna reiðkennari við Háskólann á Hólum. Atli hefur lengi rekið tamninga- og þjálfunarstöð og verið með marga unga og efnilega knapa í læri í gegnum árin.

Dr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur verið í fararbroddi fyrir hestavelferð í fjölda ára. Hún hefur séð um heilbrigðisskoðun keppnishesta á stórmótum í tvo áratugi og þróaði til þess fyrirkomulagið „klár í keppni“. Systa eins og hún er oftast kölluð er ekki síst virtur vísindamaður og hefur birt yfir 30 vísindagreinar um heilsu og velferð íslenska hestsins og er einnig hrossaræktandi að Kálfsstöðum í Hjaltadal.

Bjarni Páll Vilhjálmsson rekur hestaferðaþjónustufyrirtækið „Riding Iceland“ sem hefur höfuðstöðvar í Saltvík við Húsavík. Bjarni fagnaði 30 ára afmæli fyrirtækis síns og hefur líklega ferðast einna víðast allra Íslendinga, að jafnaði um 2000km á hverju sumri. Hann hefur mikið hugsað um hvers lags hross henta í þessa vinnu og í gegnum öll þessi ár öðlast gríðarlega reynslu á því sviði.

Dr. Elsa Albertsdóttir er sérfræðingur í kynbótafræði hrossa. Hún hefur séð um alla BLUP útreikninga fyrir íslenska hestinn í nær 2 áratugi og hefur verið afar virk innan ræktunarstarfsins sem kynbótadómari, vísindakona, leiðbeinandi doktors- og mastersnema og ekki síst núna síðustu 3 árin sem ábyrgðarmaður hrossaræktar á Íslandi. Hún er einnig menntaður reiðkennari og kennir alltaf svolítið með öðrum störfum sem og ræktar, temur og þjálfar eigin hross.

Hulda Gústafsdóttir er flestum kunn, hún situr í Sportnefnd FEIF til fjölda ára, er íþróttadómari sjálf og afar reynd keppniskona og hefur hlotið fjölda verðlauna á stórmótum. Hún rekur ásamt fjölskyldu sinni umfangsmikla starfsemi að Árbakka - Hestvit, tamninga- og þjálfunarstöð, útflutningsfyrirtæki og sölumiðstöð auk þess að stunda allnokkra hrossarækt.

 

Frekari upplýsingar um menntaráðstefnuna má finna hér: https://www.lhhestar.is/is/frettir/virtual-education-seminar-5-evenings-in-january-2024

Með kærri kveðju og tilhlökkun,
Menntanefnd LH og Horses of Iceland

Fréttasafn

10. september 2025
Dagana 21. til 23. nóvember nk. verður haldið leiðtoganámskeið FEIF sem ætlað er ungmennum á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er á vegum Danska Íslandshestasambandsins (DI) og er haldið í Gringdsted Landbúnaðarskólanum í Billund í Danmörku. Yfirskrift námskeiðsins er „Fighting Fit – Conflict, Fitness & Teamwork in Action“ og markmiðið er að hvetja ungmenni til að taka þátt í félagsstörfum í hestamennsku og að þátttakendur efli færni sína sem leiðtogar. Aðalfyrirlesarar verða Rebekka Hyldgaard, sjúkraþjálfari, sem fjallar um hvernig líkamsþjálfun getur bætt árangur í reiðmennsku, og Professor Janne Winther Christensen frá Aarhus University sem fjallar um nýjustu rannsóknir um „ animal conflict behaviour “. Þátttaka í viðburði sem þessum gefur frábæra reynslu, skapar tengsl og styrkir þátttakendur til frekari leiðtoga og ábyrgðarstarfa innan hestamannafélaganna. Við hvetjum hestamannafélögin til að hvetja fulltrúa sína til þátttöku á þessu námskeiði og minnum á mikilvægi þess að efla ungt fólk til þátttöku í nefndum og störfum innan félaganna til að efla nýliðun ásamt því að móta leiðtoga framtíðarinnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu FEIF. Umsóknarfrestur er 15. október 2025 . Námskeiðið hefst föstudaginn 21. nóvember kl 16:00 og endar sunnudaginn 23. nóvember kl 13:00. Kostnaður er 200€ og innifalið í því er gisting, matur og fræðsla.
10. september 2025
Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót: · Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028 · Íslandsmót barna og unglinga 2028 · Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí) · Áhugamannamót Íslands 2026 Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta. Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu. Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026. Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki. Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is .
14. ágúst 2025
Hörður Hákonarson hestamaður og alþjóðlegur hestaíþróttadómari í Reykjavík er látinn.
13. ágúst 2025
Til hamingju Ísland með frábært landslið
13. ágúst 2025
Úrslit í fjórgangi & fimmgangi
10. ágúst 2025
Þvílíkur morgunn!!!
10. ágúst 2025
Þá eru B-úrslitum lokið og ljóst hvaða keppendur bæta sér í toppbaráttuna í hverjum flokki.
10. ágúst 2025
Kristján Árni tvöfaldur heimsmeistari
9. ágúst 2025
Kristján Árni - Heimsmeistari
8. ágúst 2025
Niðurstöður úr kynbótasýningum sjö vetra og eldri hrossa
Lesa meira